Fresta jólaglögg vegna áhyggna af öryggi í miðbænum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. nóvember 2022 17:50 Um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað komu sína á jólaglöggina. vísir/vilhelm Starfsmannafélag Símans hefur ákveðið að fresta jólaglögg starfsmanna sem átti að fara fram í miðbænum annað kvöld vegna óvissu í kring um átök í undirheimum. Hótanir um árásir í miðbænum um helgina hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. „Það er í rauninni bara út af þessu ástandi sem er komið upp varðandi skemmtanalíf í miðbænum, því miður. Og auðvitað öll þessi skjáskot sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það var kominn svona óhugur í starfsmannahópinn, þannig þetta var svoldið svona okkar sameiginlega ákvörðun, bara öryggisins vegna,“ segir Inga María Hjartardóttir sem situr í stjórn starfsmannafélagsins. Inga María Hjartardóttir situr í stjórn starfsmannafélags Símans.vísir/egill Í kjölfar hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club hafa átök tveggja hópa haldið áfram; bensínsprengjum hefur verið kastað í hús og rúður brotnar heima hjá fjölskyldumeðlimum þeirra sem tengjast málinu, svo eitthvað sé nefnt. Síðasta dæmið um þetta varð í nótt þegar reyksprengju var kastað inn um rúðuna á húsi þar sem finna má staðina The Dubliner og Paloma Club. Sögur af árásum um helgina Skjáskot af ssögusögnum um fyrirhugaðar árásir á skemmtistaði í miðbænum um helgina gengið manna á milli síðustu daga. Bandaríska sendiráðið biðlaði til sinna borgara á Íslandi að vera varir um sig í bænum um helgina og lögregla verður með stóraukinn viðbúnað þar. Einhverjir telja málið uppblásið en aðrir óttast stöðuna. Starfsmannafélag Símans hefur tekið ákvörðun um að fresta árlegri jólaglögg starfsmanna sinna sem átti að fara fram á skemmtistaðnum HAX á Hverfisgötu annað kvöld. Í kring um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað sig á fögnuðinn. „Og mikil eftirvænting fyrir þessu. Þetta er alveg svona á við árshátíðina hjá okkur og hefur verið. En við í rauninni sáum okkur ekki annan kost í stöðunni en að fresta þessu fram í janúar og taka stöðuna svoldið þá,“ segir Inga María. Óvissan skapar mestan óhug Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samráði við eigendur skemmtistaðarins HAX, sem hafi skilið starfsmenn Símans vel og verið viljugir að færa viðburðinn fram í janúar. Hér hafi ekki verið um að ræða tilmæli frá lögreglu heldur sameiginlega ákvörðun starfsfólksins sjálfs. „Þetta er náttúrulega óvissan sem er að skapa hve mestan óhug hjá okkur. Þannig að okkur fannst kannski vissara að fá að fá að fresta þessu aðeins. Og þó að tilhlökkunin hafi verið mikil og stefndi í flott partý að þá var kannski öruggara að fá að taka þetta aðeins seinna.“ Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Síminn Tengdar fréttir Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Það er í rauninni bara út af þessu ástandi sem er komið upp varðandi skemmtanalíf í miðbænum, því miður. Og auðvitað öll þessi skjáskot sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það var kominn svona óhugur í starfsmannahópinn, þannig þetta var svoldið svona okkar sameiginlega ákvörðun, bara öryggisins vegna,“ segir Inga María Hjartardóttir sem situr í stjórn starfsmannafélagsins. Inga María Hjartardóttir situr í stjórn starfsmannafélags Símans.vísir/egill Í kjölfar hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club hafa átök tveggja hópa haldið áfram; bensínsprengjum hefur verið kastað í hús og rúður brotnar heima hjá fjölskyldumeðlimum þeirra sem tengjast málinu, svo eitthvað sé nefnt. Síðasta dæmið um þetta varð í nótt þegar reyksprengju var kastað inn um rúðuna á húsi þar sem finna má staðina The Dubliner og Paloma Club. Sögur af árásum um helgina Skjáskot af ssögusögnum um fyrirhugaðar árásir á skemmtistaði í miðbænum um helgina gengið manna á milli síðustu daga. Bandaríska sendiráðið biðlaði til sinna borgara á Íslandi að vera varir um sig í bænum um helgina og lögregla verður með stóraukinn viðbúnað þar. Einhverjir telja málið uppblásið en aðrir óttast stöðuna. Starfsmannafélag Símans hefur tekið ákvörðun um að fresta árlegri jólaglögg starfsmanna sinna sem átti að fara fram á skemmtistaðnum HAX á Hverfisgötu annað kvöld. Í kring um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað sig á fögnuðinn. „Og mikil eftirvænting fyrir þessu. Þetta er alveg svona á við árshátíðina hjá okkur og hefur verið. En við í rauninni sáum okkur ekki annan kost í stöðunni en að fresta þessu fram í janúar og taka stöðuna svoldið þá,“ segir Inga María. Óvissan skapar mestan óhug Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samráði við eigendur skemmtistaðarins HAX, sem hafi skilið starfsmenn Símans vel og verið viljugir að færa viðburðinn fram í janúar. Hér hafi ekki verið um að ræða tilmæli frá lögreglu heldur sameiginlega ákvörðun starfsfólksins sjálfs. „Þetta er náttúrulega óvissan sem er að skapa hve mestan óhug hjá okkur. Þannig að okkur fannst kannski vissara að fá að fá að fresta þessu aðeins. Og þó að tilhlökkunin hafi verið mikil og stefndi í flott partý að þá var kannski öruggara að fá að taka þetta aðeins seinna.“
Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Síminn Tengdar fréttir Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50