„Það sem að ég fékk var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 21:26 Ísak Máni Wium hafði ærna ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við erum búnir að tapa fullt af leikjum í röð þannig að þetta var geggjað. Þetta var frábær frammistaða svona heilt yfir,“ segir Ísak Máni Wíum, hinn ungi þjálfari ÍR, eftir dýrmætan og sætan sigur gegn Þór úr Þorlákshöfn í Breiðholti í kvöld, 79-73, í Subway-deildinni í körfubolta. Eftir frábæran sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð, og Kanaskipti í kjölfarið, höfðu ÍR-ingar tapað fimm leikjum í röð og var slagurinn við Þór því botnbaráttuslagur. „Ég held að þessi taphrina hafi legið aðeins á mönnum hvað sjálfstraustið varðar. Við skjótum 40% úr vítum og 26% úr þristum en vinnum samt. En það sem að ég fékk [í kvöld] var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd. Þetta minnti mig á gamla góða ÍR-grændið. Það skóp þennan sigur. Menn þjöppuðu sér saman í þessari niðursveiflu sem við höfum verið í,“ segir Ísak. Leikurinn virtist þó vera að sveiflast með Þór í seinni hálfleik og ÍR var undir, 50-55, eftir að hafa aðeins skorað fjórtán stig í þriðja leikhlutanum. Lokafjórðungurinn var hins vegar Breiðhyltinga sem unnu hann 29-18: „Ég skrifa það á þann karakter sem við erum með í hópnum. Við vitum alveg að þetta gerist, eins og gegn Njarðvík í fyrsta leik, og við vitum að við getum alltaf unnið hérna. Ég held líka að það skíni alveg í gegn hvað gaurarnir í liðinu eru að spila fyrir Ghetto Hooligans. Þeir skipta ekkert eðlilega miklu máli fyrir þetta félag,“ segir Ísak. Sagði Aron Orra hafa tekið Shahid úr sambandi „Loksins kom þessi sigur, í þessum skakkaföllum sem við höfum verið í. Það eru litlir hlutir í þessu eins og innkoma Arons Orra [Hilmarssonar, sem lék 13 mínútur]. Hann er ekki að hitta úr skotunum en kemur með þvílíkt attitjúd og er að berja á Kananum þeirra, og tekur hann eiginlega úr sambandi. Hann [Vincent Shahid] var orðinn alveg hauslaus þarna í fyrri hálfleik. Menn eru búnir að læra að spila sig inn í einhver hlutverk og það er alveg frábært,“ segir Ísak. Skakkaföllin sem Ísak nefnir snúa fyrst og fremst að skiptunum á bandarískum leikmanni og meiðslum Sigvalda Eggertssonar og Luciano Massarelli. Sá síðarnefndi var reyndar á leikskýrslu í kvöld en hefði líklega betur sleppt því: „Hann kom inn á í eina og hálfa mínútu og fór aftur í lærinu, þannig að það er ekki gott. Varðandi Sigvalda veit ég bara ekki. Þetta er liðið sem við erum með núna og ef við getum unnið Þorlákshöfn, sem átti að vera besta liðið í deildinni eftir síðasta leik… Við höfum alveg sýnt frammistöðu án Kanans okkar og án alls konar leikmanna. Loksins kom þessi sigur og nú þú þurfa menn að halda í þetta „grit and grind attitude“ þegar þeir labba inn á völlinn. Að þeir séu svolítið bestir í heimi,“ segir Ísak. Subway-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Eftir frábæran sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð, og Kanaskipti í kjölfarið, höfðu ÍR-ingar tapað fimm leikjum í röð og var slagurinn við Þór því botnbaráttuslagur. „Ég held að þessi taphrina hafi legið aðeins á mönnum hvað sjálfstraustið varðar. Við skjótum 40% úr vítum og 26% úr þristum en vinnum samt. En það sem að ég fékk [í kvöld] var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd. Þetta minnti mig á gamla góða ÍR-grændið. Það skóp þennan sigur. Menn þjöppuðu sér saman í þessari niðursveiflu sem við höfum verið í,“ segir Ísak. Leikurinn virtist þó vera að sveiflast með Þór í seinni hálfleik og ÍR var undir, 50-55, eftir að hafa aðeins skorað fjórtán stig í þriðja leikhlutanum. Lokafjórðungurinn var hins vegar Breiðhyltinga sem unnu hann 29-18: „Ég skrifa það á þann karakter sem við erum með í hópnum. Við vitum alveg að þetta gerist, eins og gegn Njarðvík í fyrsta leik, og við vitum að við getum alltaf unnið hérna. Ég held líka að það skíni alveg í gegn hvað gaurarnir í liðinu eru að spila fyrir Ghetto Hooligans. Þeir skipta ekkert eðlilega miklu máli fyrir þetta félag,“ segir Ísak. Sagði Aron Orra hafa tekið Shahid úr sambandi „Loksins kom þessi sigur, í þessum skakkaföllum sem við höfum verið í. Það eru litlir hlutir í þessu eins og innkoma Arons Orra [Hilmarssonar, sem lék 13 mínútur]. Hann er ekki að hitta úr skotunum en kemur með þvílíkt attitjúd og er að berja á Kananum þeirra, og tekur hann eiginlega úr sambandi. Hann [Vincent Shahid] var orðinn alveg hauslaus þarna í fyrri hálfleik. Menn eru búnir að læra að spila sig inn í einhver hlutverk og það er alveg frábært,“ segir Ísak. Skakkaföllin sem Ísak nefnir snúa fyrst og fremst að skiptunum á bandarískum leikmanni og meiðslum Sigvalda Eggertssonar og Luciano Massarelli. Sá síðarnefndi var reyndar á leikskýrslu í kvöld en hefði líklega betur sleppt því: „Hann kom inn á í eina og hálfa mínútu og fór aftur í lærinu, þannig að það er ekki gott. Varðandi Sigvalda veit ég bara ekki. Þetta er liðið sem við erum með núna og ef við getum unnið Þorlákshöfn, sem átti að vera besta liðið í deildinni eftir síðasta leik… Við höfum alveg sýnt frammistöðu án Kanans okkar og án alls konar leikmanna. Loksins kom þessi sigur og nú þú þurfa menn að halda í þetta „grit and grind attitude“ þegar þeir labba inn á völlinn. Að þeir séu svolítið bestir í heimi,“ segir Ísak.
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira