Ferðum í Hrísey verður ekki fækkað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 14:28 Úr Hrísey. Vísir/Vilhelm Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en Vegagerðin vill auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju. Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að í „tilboðsgögnum komi fram að óskað sé eftir tilboðum í 2.840 ferðir sem er lægri tala en þær 3.100 ferðir sem gilda á yfirstandandi tímabili. En hins vegar hljóðar útboðið upp á 2.840 ferðir með möguleika á 20 prósent fleiri ferðum sem verður nýtt á næstu árum þannig að ferðatíðnin verður óbreytt 3.100. Möguleiki verður þá líka á því að fjölga ferðum upp í ríflega 3.400 en engar breytingar verða gerðar á ferðaáætlun nema í samráði við heimafólk.“ Ferjan þjóðvegur á sjó Hríseyingar sendu opið bréf til þingmanna í Norðausturkjördæmi á dögunum. Þar kemur fram að ferjan sé þjóðvegur á sjó og í raun eina virka aðkomuleiðin til eyjarinnar. Mikil áhersla sé því lögð á mjög hátt þjónustustig ferjunnar. Hríseyjarferjan Sævar siglir frá Árskógssandi.hrisey.is „Almenn sátt ríkir um núverandi ferjuáætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningar- viðburði svo eitthvað sé nefnt. Teljum við fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða ferjuáætlun, hún ætti að vera föst í útboðsgögnum og breytingar á henni gerðar í samráði við íbúa og notendur þjónustunnar,“ segir í bréfinu. Vilja ekki sigla tómri ferju Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segir að ekki standi til að breyta siglingum ferjunnar Sævars, sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. „Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á ferðum ferjunnar út í Hrísey. Hins vegar viljum við ekki sigla tómri ferju á milli lands og Hríseyjar. Því viljum við hjá Vegagerðinni hafa svigrúm til að breyta áætlun í samráði við íbúa ef útlit er fyrir mjög slæma nýtingu á ferðum ferjunnar. Það er best að sigla ekki ef það eru ekki farþegar um borð. Það er stóra málið,“ segir Halldór í frétt á vef Vegagerðarinnar. Hrísey Samgöngur Vegagerð Akureyri Tengdar fréttir Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7. nóvember 2022 14:08 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að í „tilboðsgögnum komi fram að óskað sé eftir tilboðum í 2.840 ferðir sem er lægri tala en þær 3.100 ferðir sem gilda á yfirstandandi tímabili. En hins vegar hljóðar útboðið upp á 2.840 ferðir með möguleika á 20 prósent fleiri ferðum sem verður nýtt á næstu árum þannig að ferðatíðnin verður óbreytt 3.100. Möguleiki verður þá líka á því að fjölga ferðum upp í ríflega 3.400 en engar breytingar verða gerðar á ferðaáætlun nema í samráði við heimafólk.“ Ferjan þjóðvegur á sjó Hríseyingar sendu opið bréf til þingmanna í Norðausturkjördæmi á dögunum. Þar kemur fram að ferjan sé þjóðvegur á sjó og í raun eina virka aðkomuleiðin til eyjarinnar. Mikil áhersla sé því lögð á mjög hátt þjónustustig ferjunnar. Hríseyjarferjan Sævar siglir frá Árskógssandi.hrisey.is „Almenn sátt ríkir um núverandi ferjuáætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningar- viðburði svo eitthvað sé nefnt. Teljum við fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða ferjuáætlun, hún ætti að vera föst í útboðsgögnum og breytingar á henni gerðar í samráði við íbúa og notendur þjónustunnar,“ segir í bréfinu. Vilja ekki sigla tómri ferju Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segir að ekki standi til að breyta siglingum ferjunnar Sævars, sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. „Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á ferðum ferjunnar út í Hrísey. Hins vegar viljum við ekki sigla tómri ferju á milli lands og Hríseyjar. Því viljum við hjá Vegagerðinni hafa svigrúm til að breyta áætlun í samráði við íbúa ef útlit er fyrir mjög slæma nýtingu á ferðum ferjunnar. Það er best að sigla ekki ef það eru ekki farþegar um borð. Það er stóra málið,“ segir Halldór í frétt á vef Vegagerðarinnar.
Hrísey Samgöngur Vegagerð Akureyri Tengdar fréttir Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7. nóvember 2022 14:08 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7. nóvember 2022 14:08
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent