Öndum með nefinu Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2022 18:00 Fregnir af því að dómsmálaráðherra hyggist efla öryggisbúnað fangavarða eru löngu tímabærar og óskandi að stéttin fái bæði búnaðinn og nauðsynlega þjálfun auk þess sem einnig má fara uppfæra hinar ýmsu verklagsreglur innan fangelsanna. Aftur á móti er þessi endurtekna umræða um að rafvæða þurfi vopn allra þeirra sem einhvers staðar standa vörð á villigötum. Af mínum samtölum við fangaverði er ljóst að afar þröngur hópur þeirra hefur hafið þessa umræðu og þá í framhaldi af því að tilraun verði gerð með að rafvæða vopnabúr lögreglumanna. Aftur á móti er mikill meirihluti fangavarða á móti þessari hugmynd. Flestir myndu þeir nú bara þiggja hærri laun. Þess ber að geta að fangaverðir á Norðurlöndum bera ekki rafvopn og að mínu mati er fjarstæðukennt að halda því fram að ástandið sé verra hér á landi. Sannleikurinn er sá að ofbeldi í fangelsum hefur ekki nema upp að því marki að sífellt fleiri andlega veikir einstaklingar eru vistaðir í fangelsum í stað viðeigandi úrræða. Þetta eru einstaklingar sem eiga ekki að vera í fangelsi, þrífast ekki þar og einangrunin eykur gríðarlega á vanda þeirra. Það að fangavörðum verði heimilt að valda umræddum einstaklingum miklum skaða með rafvopnum er stjarnfræðilega röng nálgun. Leggjum fjármagn í fangelsiskerfið, komum á fót úrræðum fyrir andlega veikt fólk sem hefur brotið af sér og hækkum laun fangavarða. Þá held ég að það muni skapast þokkaleg ró og sátt um annars mjög vængbrotið kerfi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fregnir af því að dómsmálaráðherra hyggist efla öryggisbúnað fangavarða eru löngu tímabærar og óskandi að stéttin fái bæði búnaðinn og nauðsynlega þjálfun auk þess sem einnig má fara uppfæra hinar ýmsu verklagsreglur innan fangelsanna. Aftur á móti er þessi endurtekna umræða um að rafvæða þurfi vopn allra þeirra sem einhvers staðar standa vörð á villigötum. Af mínum samtölum við fangaverði er ljóst að afar þröngur hópur þeirra hefur hafið þessa umræðu og þá í framhaldi af því að tilraun verði gerð með að rafvæða vopnabúr lögreglumanna. Aftur á móti er mikill meirihluti fangavarða á móti þessari hugmynd. Flestir myndu þeir nú bara þiggja hærri laun. Þess ber að geta að fangaverðir á Norðurlöndum bera ekki rafvopn og að mínu mati er fjarstæðukennt að halda því fram að ástandið sé verra hér á landi. Sannleikurinn er sá að ofbeldi í fangelsum hefur ekki nema upp að því marki að sífellt fleiri andlega veikir einstaklingar eru vistaðir í fangelsum í stað viðeigandi úrræða. Þetta eru einstaklingar sem eiga ekki að vera í fangelsi, þrífast ekki þar og einangrunin eykur gríðarlega á vanda þeirra. Það að fangavörðum verði heimilt að valda umræddum einstaklingum miklum skaða með rafvopnum er stjarnfræðilega röng nálgun. Leggjum fjármagn í fangelsiskerfið, komum á fót úrræðum fyrir andlega veikt fólk sem hefur brotið af sér og hækkum laun fangavarða. Þá held ég að það muni skapast þokkaleg ró og sátt um annars mjög vængbrotið kerfi. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar