„Það þorði enginn í okkur Bjössa“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 13:54 „Kannski var þetta ástæðan að enginn var í bænum,“ skrifaði Jói Fel í færslu á Instagram og birti þar meðfylgjandi mynd af þeim félögum í dyravörslunni. „Þetta var bara stuð, við sluppum alveg við vesen og leiðindi. Þetta snerist eiginlega meira um það að fólk vildi fá mynd af sér með okkur,“ segir Jóhannes Felixson bakari og veitingamaður, betur þekktur sem Jói Fel. Margir ráku upp stór augu fyrir utan Bankastræti Club á föstudagskvöld þegar hann og Björn Leifsson eigandi World Class tóku að sér dyravörslu á staðnum, en eins og kunnugt er þá er dóttir Björns, Birgitta Líf á meðal eigenda skemmtistaðarins. Það fór ekki framhjá mörgum að lögreglan var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna hnífaárásarinnar í Bankastræti Club fyrr í mánuðinum og hótana um hefndarárás. Næturlífið í borginni var þó með rólegu móti og í samtali við Vísi segir Jói að dyravarðavaktin hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Jói og Björn sáu þó ekki einir um dyravörsluna því með þeim var Damon Younger leikari ásamt Jóni Birgissyni. „Við köllum hann alltaf Jón bílstjóra. Við erum semsagt allir æfingafélagar í World Class. Þetta gekk bara rosalega vel hjá okkur. Það þorði enginn í okkur Bjössa. Og miðað við allt lögregluliðið og gæsluna sem var í gangi þá var þetta öruggari helgi en nokkurn tímann áður, og ég held að það verði þannig áfram. Maður treystir lögreglunni alveg, þeir standa vaktina mjög vel.“ Slagsmál og ryskingar alltaf verið til staðar Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Jói bregður sér í dyravarðahlutverkið. „Maður stóð nú vaktina fyrir utan Casablanca hérna í gamla daga,“ segir hann og bætir við að í raun sjái hann lítinn mun á skemmtanalífinu núna og fyrir þrjátíu árum. „Það er nefnilega þannig að það hafa alltaf verið slagsmál og vesen í bænum, það hefur ekkert breyst. Það hefur alltaf verið hættulegt að fara niður í bæ. Hérna áður fyrr var alveg jafnmikið um slagsmál og ryskingar og núna, bjórinn var ekki leyfður þannig að menn skvettu í sterku víni og duttu vel í það. Menn slógust um eina konu, svona eins og í dýraríkinu. Ég vil nú eiginlega meina það að það hafi verið eðlileg slagsmál hérna í gamla daga. Eina er að ég man ekki eftir neinum vopnaburði í gamla daga, ætli það sé ekki það helsta sem hefur breyst,“ segir Jói jafnframt en þeir félagar hyggjast bregða sér aftur í dyravarðahlutverkið fljótlega. „Við gerum það alveg örugglega. Þetta var mjög skemmtilegt.“ Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27 Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Það fór ekki framhjá mörgum að lögreglan var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna hnífaárásarinnar í Bankastræti Club fyrr í mánuðinum og hótana um hefndarárás. Næturlífið í borginni var þó með rólegu móti og í samtali við Vísi segir Jói að dyravarðavaktin hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Jói og Björn sáu þó ekki einir um dyravörsluna því með þeim var Damon Younger leikari ásamt Jóni Birgissyni. „Við köllum hann alltaf Jón bílstjóra. Við erum semsagt allir æfingafélagar í World Class. Þetta gekk bara rosalega vel hjá okkur. Það þorði enginn í okkur Bjössa. Og miðað við allt lögregluliðið og gæsluna sem var í gangi þá var þetta öruggari helgi en nokkurn tímann áður, og ég held að það verði þannig áfram. Maður treystir lögreglunni alveg, þeir standa vaktina mjög vel.“ Slagsmál og ryskingar alltaf verið til staðar Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Jói bregður sér í dyravarðahlutverkið. „Maður stóð nú vaktina fyrir utan Casablanca hérna í gamla daga,“ segir hann og bætir við að í raun sjái hann lítinn mun á skemmtanalífinu núna og fyrir þrjátíu árum. „Það er nefnilega þannig að það hafa alltaf verið slagsmál og vesen í bænum, það hefur ekkert breyst. Það hefur alltaf verið hættulegt að fara niður í bæ. Hérna áður fyrr var alveg jafnmikið um slagsmál og ryskingar og núna, bjórinn var ekki leyfður þannig að menn skvettu í sterku víni og duttu vel í það. Menn slógust um eina konu, svona eins og í dýraríkinu. Ég vil nú eiginlega meina það að það hafi verið eðlileg slagsmál hérna í gamla daga. Eina er að ég man ekki eftir neinum vopnaburði í gamla daga, ætli það sé ekki það helsta sem hefur breyst,“ segir Jói jafnframt en þeir félagar hyggjast bregða sér aftur í dyravarðahlutverkið fljótlega. „Við gerum það alveg örugglega. Þetta var mjög skemmtilegt.“
Reykjavík Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Tengdar fréttir „Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36 Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27 Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Vonandi verður þetta betra í kvöld“ Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld. 26. nóvember 2022 21:36
Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan. 26. nóvember 2022 16:28
Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27
Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11