Safnað fyrir fimmtán ára pilt sem slasaðist illa í bruna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 17:35 Foreldrar Sigurgeirs, þau Ísak og Noi reka verslunina Ásbyrgi en sjá ekki fram á að geta sinnt rekstrinum meðfram bataferli sonarins. Facebook „Hann er núna á brunadeildinni í Uppsölum og er haldið sofandi. Mér skilst að það sé allt samkvæmt áætlun en það er löng og erfið barátta framundan. Langur og hægur batavegur,“ segir Jón Ármann Gíslason sóknarprestur og prófastur á Skinnastað í Öxarfirði. Hrundið hefur verið af stað söfnun til að styðja við bakið á hinum 15 ára gamla Sigurgeir Sankla Ísakssyni og foreldrum hans en Sigurgeir hlaut alvarleg brunasár í síðustu viku og dvelur nú á sérhæfðri brunadeild á háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Ísak Sigurgeirsson og Noi Senee Sankla eru búsett í Kelduhverfi á Kópaskeri ásamt Sigurgeiri syni sínum og starfrækja þar verslunina Ásbyrgi. Jón Ármann er sóknarprestur á staðnum og er í forsvari fyrir söfnunina. Slysið átti sér stað fyrir viku síðan. Jón Ármann segir tildrög slyssins óljós og því er enn ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerðist, annað en það að um óhapp með eld hafi verið að ræða. „Þetta eru bæði annars og þriðja stigs brunasár, hann slasaðist mikið og brunasárin þekja stóran hluta af líkamanum,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi og bætir við að þökk sé skjótum viðbrögðum hafi verið hægt að koma Sigurgeiri undir læknishendur í tæka tíð. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var síðan tekin ákvörðun um að senda hann á háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, þar sem mikil sérþekking er á meiðslum af þessu tagi. Ísak og Noi fylgdu syni sínum til Svíþjóðar þar sem þau dvelja nú. Fyrirhugað er að þau dvelji í Svíþjóð í kringum fimm vikur, og eftir það mun löng endurhæfing taka við. Margt smátt gerir eitt stórt Í færslu sem Jón Ármann birtir á Facebook segir hann að þessu fylgir eðlilega gríðarmikill kostnaður fyrir fjölskylduna, sem og tekjutap, en þau Ísak og Noi starfrækja verslunina Ásbyrgi og byggja lífsafkomu sína á þeim rekstri. Eðlilega munu þau ekki sinnt rekstrinum með hefðbundnum hætti næstu vikur og mánuði. „Þess vegna vil ég að höfðu samráði við vini og velunnara fjölskyldunnar minna á styrktarreikning prestakallsins. Hann er á kennitölu Skinnastaðarkirkju. Hvet ég þau sem eru aflögufær að láta eitthvert smáræði af hendi rakna, fjölskyldunni til hjálpar á þessum erfiðum tímum í lífi hennar. Allt sem verður lagt inn á reikninginn næstu vikurnar mun renna óskert til þeirra Ísaks og Noi. Munum að margt smátt gerir eitt stórt,“ ritar Jón Ármann í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann mikinn samhug ríkja í litla bæjarfélaginu og slíkt sé ómetanlegt. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna en þau finna fyrir þessum mikla hlýhug og samkennd og eru þakklát fyrir það.“ Þeim sem vilja styðja við bakið á Sigurgeiri og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Kennitala: 590269-6119 Banki: 0192-26-30411 Norðurþing Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Ísak Sigurgeirsson og Noi Senee Sankla eru búsett í Kelduhverfi á Kópaskeri ásamt Sigurgeiri syni sínum og starfrækja þar verslunina Ásbyrgi. Jón Ármann er sóknarprestur á staðnum og er í forsvari fyrir söfnunina. Slysið átti sér stað fyrir viku síðan. Jón Ármann segir tildrög slyssins óljós og því er enn ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerðist, annað en það að um óhapp með eld hafi verið að ræða. „Þetta eru bæði annars og þriðja stigs brunasár, hann slasaðist mikið og brunasárin þekja stóran hluta af líkamanum,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi og bætir við að þökk sé skjótum viðbrögðum hafi verið hægt að koma Sigurgeiri undir læknishendur í tæka tíð. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var síðan tekin ákvörðun um að senda hann á háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, þar sem mikil sérþekking er á meiðslum af þessu tagi. Ísak og Noi fylgdu syni sínum til Svíþjóðar þar sem þau dvelja nú. Fyrirhugað er að þau dvelji í Svíþjóð í kringum fimm vikur, og eftir það mun löng endurhæfing taka við. Margt smátt gerir eitt stórt Í færslu sem Jón Ármann birtir á Facebook segir hann að þessu fylgir eðlilega gríðarmikill kostnaður fyrir fjölskylduna, sem og tekjutap, en þau Ísak og Noi starfrækja verslunina Ásbyrgi og byggja lífsafkomu sína á þeim rekstri. Eðlilega munu þau ekki sinnt rekstrinum með hefðbundnum hætti næstu vikur og mánuði. „Þess vegna vil ég að höfðu samráði við vini og velunnara fjölskyldunnar minna á styrktarreikning prestakallsins. Hann er á kennitölu Skinnastaðarkirkju. Hvet ég þau sem eru aflögufær að láta eitthvert smáræði af hendi rakna, fjölskyldunni til hjálpar á þessum erfiðum tímum í lífi hennar. Allt sem verður lagt inn á reikninginn næstu vikurnar mun renna óskert til þeirra Ísaks og Noi. Munum að margt smátt gerir eitt stórt,“ ritar Jón Ármann í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann mikinn samhug ríkja í litla bæjarfélaginu og slíkt sé ómetanlegt. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna en þau finna fyrir þessum mikla hlýhug og samkennd og eru þakklát fyrir það.“ Þeim sem vilja styðja við bakið á Sigurgeiri og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Kennitala: 590269-6119 Banki: 0192-26-30411
Norðurþing Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira