Sammála en rifust samt um Þorstein Gauta: „Þú breytir ekkert minni skoðun“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2022 12:00 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur glímt við meiðsli í framhandlegg og ekki getað beitt sér í síðustu þremur leikjum Fram, sem allir hafa tapast. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fram var án Þorsteins Gauta Hjálmarssonar þegar liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta á sunnudag. Þorsteinn hefur ekki getað beitt sér í sókn Fram í síðustu þremur leikjum sem allir hafa tapast. Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason virtust hjartanlega sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram, liðið sem kom svo skemmtilega á óvart með frábærri frammistöðu framan af leiktíð en hefur nú tapað þremur heimaleikjum í röð. Arnar Daði sýndi skilti með tölfræði Þorsteins Gauta sem er að jafna sig vegna tognunar í framhandleggsvöðva. Þorsteinn Gauti var markahæstur eða næstmarkahæstur í átta af níu leikjum Fram áður en hann meiddist.Seinni bylgjan „Þarna vantar meira að segja að í átta af þessum níu elstu leikjum þá var hann alltaf næstmarkahæstur eða markahæstur. Fyrir mér er þetta þarna svart á hvítu. Þeir sakna hans,“ sagði Arnar Daði. Theodór Ingi tók undir það en benti á að Fram virtist samt enn geta skorað jafnmörg mörk og áður: „Þegar ég fór að skoða þetta þá kom það mér á óvart að þetta bitnar ekki á skoruðum mörkum hjá Fram. Framarar eru að skora í kringum 30 mörk í þessum leikjum sem þeir hafa tapað, eins og fyrr á tímabilinu. Þeir ná að leysa þetta þannig að mörkin eru að koma. En þetta eru allt jafnir leikir og þá er vont að vera ekki með leikmann eins og Þorstein Gauta sem er frábær á þessum mómentum í lok leikja. En ekki síst held ég að hans hlutverk varnarlega sé vanmetið. Þeir sakna hans mikið varnarlega,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Gauta Arnar Daði var hins vegar ekki sáttur við að Theodór drægi úr mikilvægi Þorsteins Gauta í sóknarleik Fram, með því að benda á fjölda skoraðra marka hjá liðinu: „Auðvitað er mikið betra fyrir þá að hafa Þorstein Gauta með sóknarlega. Hann skorar mikið af mörkum og tekur mikið til sín. Auðvitað er þetta afturför í leik Fram. Það væri mikið þægilegra fyrir Einar [Jónsson, þjálfara Fram] að vera með Þorstein Gauta,“ sagði Arnar Daði. „En kom það þér samt ekki á óvart að Fram skori jafnmörg mörk [án Þorsteins Gauta]?“ spurði Theodór. „Nei. En það sem kemur mér ekki á óvart er að þeir séu að tapa þegar Þorsteinn Gauti er ekki að spila sókn,“ svaraði Arnar Daði. „Leyfðu mér að tala maður“ Félagarnir virtust því einhvern veginn að mestu sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram en tókst samt að rífast eins og gömul hjón um málið. „Leyfðu mér að tala maður. Sjitt,“ sagði Arnar Daði á einum tímapunkti og bætti við: „Þú breytir ekkert minni skoðun. Hafðu það alveg á hreinu.“ „Nei, ég er löngu búinn að átta mig á því,“ svaraði Theodór en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason virtust hjartanlega sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram, liðið sem kom svo skemmtilega á óvart með frábærri frammistöðu framan af leiktíð en hefur nú tapað þremur heimaleikjum í röð. Arnar Daði sýndi skilti með tölfræði Þorsteins Gauta sem er að jafna sig vegna tognunar í framhandleggsvöðva. Þorsteinn Gauti var markahæstur eða næstmarkahæstur í átta af níu leikjum Fram áður en hann meiddist.Seinni bylgjan „Þarna vantar meira að segja að í átta af þessum níu elstu leikjum þá var hann alltaf næstmarkahæstur eða markahæstur. Fyrir mér er þetta þarna svart á hvítu. Þeir sakna hans,“ sagði Arnar Daði. Theodór Ingi tók undir það en benti á að Fram virtist samt enn geta skorað jafnmörg mörk og áður: „Þegar ég fór að skoða þetta þá kom það mér á óvart að þetta bitnar ekki á skoruðum mörkum hjá Fram. Framarar eru að skora í kringum 30 mörk í þessum leikjum sem þeir hafa tapað, eins og fyrr á tímabilinu. Þeir ná að leysa þetta þannig að mörkin eru að koma. En þetta eru allt jafnir leikir og þá er vont að vera ekki með leikmann eins og Þorstein Gauta sem er frábær á þessum mómentum í lok leikja. En ekki síst held ég að hans hlutverk varnarlega sé vanmetið. Þeir sakna hans mikið varnarlega,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Gauta Arnar Daði var hins vegar ekki sáttur við að Theodór drægi úr mikilvægi Þorsteins Gauta í sóknarleik Fram, með því að benda á fjölda skoraðra marka hjá liðinu: „Auðvitað er mikið betra fyrir þá að hafa Þorstein Gauta með sóknarlega. Hann skorar mikið af mörkum og tekur mikið til sín. Auðvitað er þetta afturför í leik Fram. Það væri mikið þægilegra fyrir Einar [Jónsson, þjálfara Fram] að vera með Þorstein Gauta,“ sagði Arnar Daði. „En kom það þér samt ekki á óvart að Fram skori jafnmörg mörk [án Þorsteins Gauta]?“ spurði Theodór. „Nei. En það sem kemur mér ekki á óvart er að þeir séu að tapa þegar Þorsteinn Gauti er ekki að spila sókn,“ svaraði Arnar Daði. „Leyfðu mér að tala maður“ Félagarnir virtust því einhvern veginn að mestu sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram en tókst samt að rífast eins og gömul hjón um málið. „Leyfðu mér að tala maður. Sjitt,“ sagði Arnar Daði á einum tímapunkti og bætti við: „Þú breytir ekkert minni skoðun. Hafðu það alveg á hreinu.“ „Nei, ég er löngu búinn að átta mig á því,“ svaraði Theodór en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira