Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2022 15:01 Á þessari tölvuteiknuðu mynd má meðal annars sjá þrjá Project Olympus þjarka, eins og þeir eru hugsaðir í dag, vinna að byggingu innviða og húsa á tunglinu. ICON Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. Rannsóknarverkefnið, sem kallast Project Olympus, byggir á öðru slíku sem ICON hafði unnið að fyrir NASA og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Project Olympus snýr í grófum dráttum að því að búa til þjarka sem hægt er að senda með eða á undan mönnum til tunglsins og annarra reikistjarna, þar sem þeir geta byggt innviði úr þeim efnivið sem þar er að finna. Innan veggja NASA og víðar er unnið að því að senda menn til tunglsins á nýjan leik og það með Artemis-áætluninni svokölluðu. Þegar þetta er skrifað er Orion-geimfar á braut um tunglið í Artemis-1, fyrstu ferð áætlunarinnar. Seinna meir stendur til að koma upp varanlegri byggð á tunglinu og nota það sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Starfsmenn ICON munu meðal annars nota jarðsýni frá tunglinu við þessa rannsóknarvinnu og þyngdarleysisherma til að kanna hvernig þessi efni virka til byggingar í þyngdarafli tunglsins. Möguleg þrívíddarprentuð bækistöð á tunglinu.ICON Í tilkynningu frá ICON segir Jason Ballard, forstjóri, að til að koma upp byggðum á öðrum reikistjörnum þurfi að þróa góð og áreiðanleg kerfi til sem geti notast við þær auðlindir sem finna má á þessum fjarlægu stöðum. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins ánægða með að starfsmenn þess hafi getað sýnt fram á að þessi tækni sé möguleg og þá hlakki til að gera hana að raunveruleika. Hann segir að verkefninu loknu muni verkefni hafa leitt til fyrstu bygginga mannkynsins á öðrum hnetti. Samningur NASA og ICON gerir ráð fyrir því að rannsóknarverkefninu ljúki árið 2028. Nauðsynleg tækni á öðrum heimum Niki Werkheiser, einn af yfirmönnum NASA, segir þessa tækni nauðsynlega til að kanna aðra heima. Eins og áður segir á að senda menn til að lenda á tunglinu með Artemis-3. Til stendur að skjóta því geimfari af stað árið 2025. Það verður í fyrsta sinn sem menn lenda á tunglinu frá 1972. NASA hefur gert samning við fyrirtækið SpaceX um að þeir geimfarar verði fluttir á yfirborð tunglsins um borð í Starship geimfari. Það sama verður gert þegar áhöfn Artemis-4 lendir á tunglinu. ICON hefur áður þrívíddarprentað frumgerð af mögulegu híbýli manna á Mars sem kallast Mars Dune Alpha. Geimurinn Tunglið Tækni Mars Artemis-áætlunin SpaceX Tengdar fréttir Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Rannsóknarverkefnið, sem kallast Project Olympus, byggir á öðru slíku sem ICON hafði unnið að fyrir NASA og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Project Olympus snýr í grófum dráttum að því að búa til þjarka sem hægt er að senda með eða á undan mönnum til tunglsins og annarra reikistjarna, þar sem þeir geta byggt innviði úr þeim efnivið sem þar er að finna. Innan veggja NASA og víðar er unnið að því að senda menn til tunglsins á nýjan leik og það með Artemis-áætluninni svokölluðu. Þegar þetta er skrifað er Orion-geimfar á braut um tunglið í Artemis-1, fyrstu ferð áætlunarinnar. Seinna meir stendur til að koma upp varanlegri byggð á tunglinu og nota það sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Starfsmenn ICON munu meðal annars nota jarðsýni frá tunglinu við þessa rannsóknarvinnu og þyngdarleysisherma til að kanna hvernig þessi efni virka til byggingar í þyngdarafli tunglsins. Möguleg þrívíddarprentuð bækistöð á tunglinu.ICON Í tilkynningu frá ICON segir Jason Ballard, forstjóri, að til að koma upp byggðum á öðrum reikistjörnum þurfi að þróa góð og áreiðanleg kerfi til sem geti notast við þær auðlindir sem finna má á þessum fjarlægu stöðum. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins ánægða með að starfsmenn þess hafi getað sýnt fram á að þessi tækni sé möguleg og þá hlakki til að gera hana að raunveruleika. Hann segir að verkefninu loknu muni verkefni hafa leitt til fyrstu bygginga mannkynsins á öðrum hnetti. Samningur NASA og ICON gerir ráð fyrir því að rannsóknarverkefninu ljúki árið 2028. Nauðsynleg tækni á öðrum heimum Niki Werkheiser, einn af yfirmönnum NASA, segir þessa tækni nauðsynlega til að kanna aðra heima. Eins og áður segir á að senda menn til að lenda á tunglinu með Artemis-3. Til stendur að skjóta því geimfari af stað árið 2025. Það verður í fyrsta sinn sem menn lenda á tunglinu frá 1972. NASA hefur gert samning við fyrirtækið SpaceX um að þeir geimfarar verði fluttir á yfirborð tunglsins um borð í Starship geimfari. Það sama verður gert þegar áhöfn Artemis-4 lendir á tunglinu. ICON hefur áður þrívíddarprentað frumgerð af mögulegu híbýli manna á Mars sem kallast Mars Dune Alpha.
Geimurinn Tunglið Tækni Mars Artemis-áætlunin SpaceX Tengdar fréttir Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52
Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent