Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.
Grímur vill ekki tjá sig um vopnið sem beitt var að öðru leyti en að um öxi hafi verið að ræða.

Mörg vitni urðu að árásinni, þar á meðal börn. Konan var flutt á spítala, talsvert slösuð en er ekki talin í lífshættu. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum í gær og varð Héraðsdómur Reykjavíkur við þeirri beiðni, sem fyrr segir.