Innlent

„Við hefðum ekki getað verið heppnari“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Margir urðu hreinlega agndofa þegar þeir sáu eldgosið í fyrsta sinn.
Margir urðu hreinlega agndofa þegar þeir sáu eldgosið í fyrsta sinn. Vísir/Vilhelm

Þúsundir flykktust að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli þegar eldgos hófst þar á ný í ágúst. Í þetta sinn voru engar samkomutakmarkanir líkt og árið áður og því fátt sem kom í veg fyrir að erlendir ferðamenn gerðu sér ferð til að skoða gosið. Eldgosið stóð undir væntingum og gerði marga agndofa. 

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við nýju gosi í Fagradalsfjalli áður en langt um líður. „Við hefðum ekki getað verið heppnari,“ segir Þorvaldur með staðsetningu eldgossins en slíkt verði ekki næst þar sem búið er að fylla alla dali. Hraunið mun þá flæða beint af fjallinu.

Frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.


Tengdar fréttir

Þetta eru merkustu sigrar ársins

Við erum mætt aftur, fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, með ítarlega yfirferð yfir árið 2022. Það gerðist allskonar, eins og við munum, en við byrjum hér: á fólkinu sem varð ofan á. Sigurvegurum ársins, í sem víðasta skilningi orðsins.

Árið sem þetta var „látið gossa“

Grímuskylda, nálægðarmörk og djammbann. Þetta kunna að virðast hlutir úr öðru lífi en í upphafi ársins voru hér í gildi einar hörðustu samkomutakmarkanir Íslandssögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×