Fyrrum starfsfólk Sigluness tekur höndum saman til að mótmæla lokun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. desember 2022 19:08 Siglunes á sér 55 ára farsæla sögu þar sem æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. Reyjavíkurborg Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina. Undanfarna daga hafa borgarbúum borist fréttir af einstökum þáttum í niðurskurðartillögum borgarráðs. Í tilkynningu frá fyrrverandi starfsfólki Sigluness segir það ekki vera öfundsvert hlutverk að forgangsraða verkefnum og erfitt geti verið að sjá hve mikil verðmæti felast í þeim. „Þó urðum við, fyrrum starfsfólk Sigluness, slegin þegar okkur varð ljóst að til stæði að loka skyldi ævintýramiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík með einu pennastriki.“ Þá kemur fram að Siglunes eigi sér 55 ára farsæla sögu þar sem einstöku æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. „Samspil sjávar, strandarinnar og náttúrunnar er magnað og mikil reynsla að upplifa. Eftirspurn og ánægja þátttakenda og foreldra tala sínu máli. Hátt í þúsund börn mæta til leiks á hverju ári spennt að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Mörg hafa síðar lagt fyrir sig kappsiglingar í siglingafélögum víðsvegar um landið og leynast þar Ólympíufarar í siglingum. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 800 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokun SiglunessReyjavíkurborg Starfið í Siglunesi snýst þó alls ekki einungis um siglingakennslu. Þar ríkir andrúmsloft hlaðið skemmtun, fræðslu og vatnasporti í öruggu umhverfi sem er laust við samkeppni. Siglunes er nefnilega fyrir öll börn og höfum við fylgst með börnum með misjafnan bakgrunn og reynslu þroskast, styrkjast og eflast í starfinu. Börn vinna persónulega sigra á hverjum degi og upplifa sigurtilfinningu sem þau hafa jafnvel ekki upplifað áður í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir í tilkynningunni. Heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura Í tilkynningunni er minnt er á að borgarráð hafi það markmið að vernda framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarþjónustu í niðurskurðinum. „Við skorum því á borgarfulltrúa að standa vörð um þessa einstöku starfsemi sem fellur svo sannarlega undir framlínuþjónustu borgarinnar og koma í veg fyrir að Siglunesi verði lokað. Það væri sérlega óábyrgt að ráðast í slíka þjónustuskerðingu við börn og ungmenni án þess að meðal annars meta áhrifin sem lokunin hefði í för með sér. Við erum sannfærð um að það væru dýrkeypt mistök að loka Siglunesi. Með því væri tekið heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura,“ segir fyrrverandi starfsfólk Sigluness. Hér er undirskriftalistinn, en þegar þetta er skrifað hafa um 900 manns skrifað undir á skömmum tíma. Reykjavík Borgarstjórn Siglingaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Undanfarna daga hafa borgarbúum borist fréttir af einstökum þáttum í niðurskurðartillögum borgarráðs. Í tilkynningu frá fyrrverandi starfsfólki Sigluness segir það ekki vera öfundsvert hlutverk að forgangsraða verkefnum og erfitt geti verið að sjá hve mikil verðmæti felast í þeim. „Þó urðum við, fyrrum starfsfólk Sigluness, slegin þegar okkur varð ljóst að til stæði að loka skyldi ævintýramiðstöðinni Siglunesi í Nauthólsvík með einu pennastriki.“ Þá kemur fram að Siglunes eigi sér 55 ára farsæla sögu þar sem einstöku æskulýðsstarfi fyrir börn og unglinga hefur verið haldið úti. „Samspil sjávar, strandarinnar og náttúrunnar er magnað og mikil reynsla að upplifa. Eftirspurn og ánægja þátttakenda og foreldra tala sínu máli. Hátt í þúsund börn mæta til leiks á hverju ári spennt að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Mörg hafa síðar lagt fyrir sig kappsiglingar í siglingafélögum víðsvegar um landið og leynast þar Ólympíufarar í siglingum. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 800 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokun SiglunessReyjavíkurborg Starfið í Siglunesi snýst þó alls ekki einungis um siglingakennslu. Þar ríkir andrúmsloft hlaðið skemmtun, fræðslu og vatnasporti í öruggu umhverfi sem er laust við samkeppni. Siglunes er nefnilega fyrir öll börn og höfum við fylgst með börnum með misjafnan bakgrunn og reynslu þroskast, styrkjast og eflast í starfinu. Börn vinna persónulega sigra á hverjum degi og upplifa sigurtilfinningu sem þau hafa jafnvel ekki upplifað áður í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir í tilkynningunni. Heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura Í tilkynningunni er minnt er á að borgarráð hafi það markmið að vernda framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarþjónustu í niðurskurðinum. „Við skorum því á borgarfulltrúa að standa vörð um þessa einstöku starfsemi sem fellur svo sannarlega undir framlínuþjónustu borgarinnar og koma í veg fyrir að Siglunesi verði lokað. Það væri sérlega óábyrgt að ráðast í slíka þjónustuskerðingu við börn og ungmenni án þess að meðal annars meta áhrifin sem lokunin hefði í för með sér. Við erum sannfærð um að það væru dýrkeypt mistök að loka Siglunesi. Með því væri tekið heljarstökk aftur á bak og krónum kastað fyrir aura,“ segir fyrrverandi starfsfólk Sigluness. Hér er undirskriftalistinn, en þegar þetta er skrifað hafa um 900 manns skrifað undir á skömmum tíma.
Reykjavík Borgarstjórn Siglingaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira