Skellt í lás í Siglunesi? – Tengsl barna og náttúru í höfuðborg Jakob Frímann Þorsteinsson skrifar 5. desember 2022 07:30 Reykjavíkurborg hefur boðað að loka eigi Siglunesi vegna niðurskurðar. Siglunes er menntasetur við hafið fyrir börn og unglinga. Hún er ævintýramiðstöð fyrir börn sem oft á tíðum finna sig ekki í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi. Í Siglunesi eiga þau kost á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg í beinum tengslum við náttúruna. Ljóst er að borgarstjórn stendur frammi fyrir krefjandi verkefni - að finna leiðir til að draga úr kostnaði. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem býður sig fram til opinberra starfa og þarf að axla ábyrgð á ákvörðunum sem oft eru samfélagslega og siðferðilega flóknar. Í rekstri borgar takast á mörg álitamál og mikilvægt er að standa vel að verki. Síðasta barnið í skóginum Árið 2005 kom út bók eftir Richard Louv sem var tímamótaverk. Bókin heitir Last Child in the Woods: Saving our Children from Nature-deficit Disorder sem þýða má sem Síðasta barnið í skóginum: Að koma í veg fyrir náttúruþroskaröskun (eða náttúruskort). Louv segir að samfélagið innprenti börnum og ungu fólki að forðast bein tengsl eða reynslu af náttúrunni. Þennan boðskap má einnig finna innan skóla, fjölskyldna og stofnana, sem og þrengja lög og reglugerðir að tengslum ungs fólks við náttúru. Skipulag borga og bæja og menningarbundin viðhorf innan samfélagsins tengja náttúru við háska og hættu og hundsa tengsl náttúru við þá ánægju sem áskoranir náttúrunnar færa börnum og ungmennum. Afdrifarík ákvörðun um mikilvæga menntun Louv rökstyður í bók sinni að það eru ákvarðanir fullorðins fólks sem leiða til skorts á tengslum barna við náttúru, sem samfélög víða um heim standa frammi fyrir. Nú stöndum við frammi fyrir slíkri ákvörðun og ættum að spyrja okkur hvort réttlætanlegt sé að hætta rekstri Sigluness, menntandi starfsemi sem byggir á að skapa tengsl á milli barna og náttúru? Loka frístundastarfi þar sem börn eiga þess kost að njóta náttúrunnar og vera í sterkum tengslum við hana, takast á við sjálf sig, vinna með öðrum og læra að bera virðingu fyrir veðrum og vindi á hafi úti? Siglunes – 55 ára saga útimenntunar Það erhlutverk íbúa að veita stjórnvöldum aðhald og góð ráð. Starfsemin í Siglunesi er á mínu sérsviði, sem er útimenntun, og ég hef unnið að rannsóknum á því sviði um árabil. Ég get metið gildi þess náms sem fer fram í Siglunesi á faglegum forsendum og lít á það sem skyldu mína að veita aðhald og ráðgjöf þegar ákvarðanir um framtíð þess er í hættu. Það er afar mikilvægt að vinna vandaða greiningu á áhrifum þess að loka starfsemi Sigluness, starfs sem á sér 55 ára sögu og er einstök á landsvísu. Mikilvægt er að svara eftirfarandi: Hvaðaáhrif hafa breytingarnar á möguleika barna og unglinga til gæða útimenntunar og tómstunda innan borgarmarkanna? Hvaða menntunarlega sérstaða liggur í starfi Sigluness, með áherslu á valdeflingu, virkni og vellíðan barna? Hvaða áhrif hefur þátttaka barna og unglinga í starfi Sigluness haft á upplifun þeirra af náttúrunni og tengsl þeirra við hana, fram á fullorðinsár? Tengsl barna við náttúru minnka stöðugt Í umfjöllun borgarinnar um málið er vandséð að slík greining hafi farið fram. Í veðri er látið vaka að siglingaklúbbur geti tekið við kefli Sigluness. Í því samhengi má nefna að Brokey, sem er í næsta nágrenni Sigluness hefur hvorki bolmagn né aðstöðu til að halda úti slíkri starfsemi, nema því fylgi verulegt fjármagn frá borginni. Hver er þá hinn fjárhagslegi ávinningur? Ég lýk greininni á að vitna aftur í skrif Louv sem sagði árið 2005 að tengsl og reynsla barna af náttúrunni minnki stöðugt. Síðan þá má leiða að því líkum að tengslin hafi minnkað enn frekar með verulega aukinni skjánotkun barna og unglinga. Munu ákvarðarnir í borgarstjórn næstu daga leiða til þess að enn meira rof verður milli barna og náttúru í borginni? Höfundur er aðjúnkt á sviði útimenntunar við Háskóla Íslands, doktorsnemi og fyrrum starfsmaður í Siglunesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siglingaíþróttir Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur boðað að loka eigi Siglunesi vegna niðurskurðar. Siglunes er menntasetur við hafið fyrir börn og unglinga. Hún er ævintýramiðstöð fyrir börn sem oft á tíðum finna sig ekki í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi. Í Siglunesi eiga þau kost á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg í beinum tengslum við náttúruna. Ljóst er að borgarstjórn stendur frammi fyrir krefjandi verkefni - að finna leiðir til að draga úr kostnaði. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem býður sig fram til opinberra starfa og þarf að axla ábyrgð á ákvörðunum sem oft eru samfélagslega og siðferðilega flóknar. Í rekstri borgar takast á mörg álitamál og mikilvægt er að standa vel að verki. Síðasta barnið í skóginum Árið 2005 kom út bók eftir Richard Louv sem var tímamótaverk. Bókin heitir Last Child in the Woods: Saving our Children from Nature-deficit Disorder sem þýða má sem Síðasta barnið í skóginum: Að koma í veg fyrir náttúruþroskaröskun (eða náttúruskort). Louv segir að samfélagið innprenti börnum og ungu fólki að forðast bein tengsl eða reynslu af náttúrunni. Þennan boðskap má einnig finna innan skóla, fjölskyldna og stofnana, sem og þrengja lög og reglugerðir að tengslum ungs fólks við náttúru. Skipulag borga og bæja og menningarbundin viðhorf innan samfélagsins tengja náttúru við háska og hættu og hundsa tengsl náttúru við þá ánægju sem áskoranir náttúrunnar færa börnum og ungmennum. Afdrifarík ákvörðun um mikilvæga menntun Louv rökstyður í bók sinni að það eru ákvarðanir fullorðins fólks sem leiða til skorts á tengslum barna við náttúru, sem samfélög víða um heim standa frammi fyrir. Nú stöndum við frammi fyrir slíkri ákvörðun og ættum að spyrja okkur hvort réttlætanlegt sé að hætta rekstri Sigluness, menntandi starfsemi sem byggir á að skapa tengsl á milli barna og náttúru? Loka frístundastarfi þar sem börn eiga þess kost að njóta náttúrunnar og vera í sterkum tengslum við hana, takast á við sjálf sig, vinna með öðrum og læra að bera virðingu fyrir veðrum og vindi á hafi úti? Siglunes – 55 ára saga útimenntunar Það erhlutverk íbúa að veita stjórnvöldum aðhald og góð ráð. Starfsemin í Siglunesi er á mínu sérsviði, sem er útimenntun, og ég hef unnið að rannsóknum á því sviði um árabil. Ég get metið gildi þess náms sem fer fram í Siglunesi á faglegum forsendum og lít á það sem skyldu mína að veita aðhald og ráðgjöf þegar ákvarðanir um framtíð þess er í hættu. Það er afar mikilvægt að vinna vandaða greiningu á áhrifum þess að loka starfsemi Sigluness, starfs sem á sér 55 ára sögu og er einstök á landsvísu. Mikilvægt er að svara eftirfarandi: Hvaðaáhrif hafa breytingarnar á möguleika barna og unglinga til gæða útimenntunar og tómstunda innan borgarmarkanna? Hvaða menntunarlega sérstaða liggur í starfi Sigluness, með áherslu á valdeflingu, virkni og vellíðan barna? Hvaða áhrif hefur þátttaka barna og unglinga í starfi Sigluness haft á upplifun þeirra af náttúrunni og tengsl þeirra við hana, fram á fullorðinsár? Tengsl barna við náttúru minnka stöðugt Í umfjöllun borgarinnar um málið er vandséð að slík greining hafi farið fram. Í veðri er látið vaka að siglingaklúbbur geti tekið við kefli Sigluness. Í því samhengi má nefna að Brokey, sem er í næsta nágrenni Sigluness hefur hvorki bolmagn né aðstöðu til að halda úti slíkri starfsemi, nema því fylgi verulegt fjármagn frá borginni. Hver er þá hinn fjárhagslegi ávinningur? Ég lýk greininni á að vitna aftur í skrif Louv sem sagði árið 2005 að tengsl og reynsla barna af náttúrunni minnki stöðugt. Síðan þá má leiða að því líkum að tengslin hafi minnkað enn frekar með verulega aukinni skjánotkun barna og unglinga. Munu ákvarðarnir í borgarstjórn næstu daga leiða til þess að enn meira rof verður milli barna og náttúru í borginni? Höfundur er aðjúnkt á sviði útimenntunar við Háskóla Íslands, doktorsnemi og fyrrum starfsmaður í Siglunesi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun