Innlent

Bjargað eftir að hafa orðið stranda­glópar á Elliða­vatni

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Einn drengjanna hringdi í móður sína þegar þeir komust ekki til baka.
Einn drengjanna hringdi í móður sína þegar þeir komust ekki til baka. Vísir/Vilhelm

Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi tvo sjúkrabíla ásamt dælubíl á vettvang. Viðbragðsaðilar voru búnir flotgöllum, bát og flotbretti og var flotbrettið notað til þess að koma drengjunum í land. Mbl greindi frá. 

Að sögn Sigurjóns Hendrikssonar, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru drengirnir blautir í fæturna en annars hraustir og keyrðir heim eftir skoðun á vettvangi.

Hann segir björgunaraðgerðir hafa gengið fljótt fyrir sig. Móðir eins drengsins hafi hringt á slökkviliðið eftir að hafa fengið hringingu frá syni sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×