Óttar Magnús átti frábært tímabil fyrir Oakland Roots er liðið hafnaði í sjöunda sæti Vestur-deildar USL Championship. Hann skoraði 19 mörk fyrir liðið í 30 leikjum og var þar með þriðji markahæsti leikmaður deildanna, Austur- og Vestur-deildanna.
The 2022 Oakland Roots Player of the Year Presented by @AnthemBC_News goes to @ottar7.#KnowYourRoots pic.twitter.com/aO6Q72sERb
— Oakland Roots (@oaklandrootssc) December 5, 2022
Óttar er 25 ára gamall, en hann hóf feril sinn hjá Víkingi hér á Íslandi áður en hann hélt út til Molde í noregi árið 2017. Hann lék svo eitt tímabil á láni hjá Trelleborg áður en hann færði sig yfir til Mjällby fyrir tímabilið 2018-2019. Leikmaðurinn hélt svo aftur heim á leið til Víkings, en var svo keyptur til ítalska félagsins Venezia þar sem hann er samningsbundinn í dag.
Tækifærin á Ítalíu hafa hins vegar verið af skornum skammti, en Óttar hefur nú blómstrað á lánstíma sínum hjá Oakland Roots.