Það á að vera gott að eldast á Íslandi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2022 13:01 Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað. Aldurstala segir þó ekki alla söguna um líðan fólks eða aðbúnað en við sem samfélag hljótum að geta sammælst um það að við viljum að okkar fólk og við sjálf, þegar við náum vonandi háum aldri, getum elst með reisn og með það aðgengi að þjónustu sem við höfum þörf á, sniðna að okkar þörfum. Það er því ánægjulegt að vita til þess að nú fer fram mikilvæg vinna þvert á ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála og heilbrigðismála. Í vikunni fór fram opinn kynningarfundur um verkefnið Gott að eldast sem er metnaðarfullt verkefni þar sem félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu aðgerðaráætlun til næstu fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk sem er ætlað að einfalda aðgengi að þjónustunni og bæta til muna lífsgæði okkar elstu þjóðfélagsþegna. Til þess að gott sé að eldast fyrir öll hér á landi er nauðsynlegt að samþætta kerfin tvö sem fara með málefni eldra fólks: heilbrigðiskerfið annars vegar og félagslega þjónustu hins vegar. Þjónustan á ávallt að vera veitt á forsendum þess aldraða einstaklings sem á henni þarf að halda en til þess að það sé mögulegt er einnig nauðsynlegt að mikil og góð samvinna eigi sér stað á milli allra kerfa og sveitafélaga og ríkis. Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk er eitt af forgangsverkefnunum í stjórnarsáttmála VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þar kemur fram að markmiðið er að eldra fólki sé tryggð örugg og öflug þjónusta. Með því að efla þverfaglegt samstarf í félags- og heilbrigðisþjónustu er hægt að tryggja að þjónusta sem veitt er auki lífsgæði og hamingju m.a. með forvörnum, heilsueflingu, samþættun þjónustu og áherslu á aukna virkni fólks. Það verður mjög ánægjulegt að fylgjast með þessu verkefni sigla úr vör undir tryggri verkstjórn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra því öll viljum við geta hugsað með eftirvæntingu til efri áranna og við eigum að geta gert þær kröfur að samfélagið sem við höfum lagt okkur fram við að breyta og bæta á okkar ævi, reynist okkur vel á lokasprettinum. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Alþingi Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Meðalaldur Íslendinga og lífslíkur eru með þeim hæstu sem fyrirfinnast í Evrópu. Frá því á árinu 1988 hafa karlar hérlendis bætt við sig heilum sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd. Þetta er ánægjuleg staðreynd sem segir okkur að hérlendis séu skilyrði til þess að eldast góð og samverustundum sem fjölskyldur hafa möguleika á að verja með sínu elsta fólki hafi fjölgað. Aldurstala segir þó ekki alla söguna um líðan fólks eða aðbúnað en við sem samfélag hljótum að geta sammælst um það að við viljum að okkar fólk og við sjálf, þegar við náum vonandi háum aldri, getum elst með reisn og með það aðgengi að þjónustu sem við höfum þörf á, sniðna að okkar þörfum. Það er því ánægjulegt að vita til þess að nú fer fram mikilvæg vinna þvert á ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála og heilbrigðismála. Í vikunni fór fram opinn kynningarfundur um verkefnið Gott að eldast sem er metnaðarfullt verkefni þar sem félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu aðgerðaráætlun til næstu fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk sem er ætlað að einfalda aðgengi að þjónustunni og bæta til muna lífsgæði okkar elstu þjóðfélagsþegna. Til þess að gott sé að eldast fyrir öll hér á landi er nauðsynlegt að samþætta kerfin tvö sem fara með málefni eldra fólks: heilbrigðiskerfið annars vegar og félagslega þjónustu hins vegar. Þjónustan á ávallt að vera veitt á forsendum þess aldraða einstaklings sem á henni þarf að halda en til þess að það sé mögulegt er einnig nauðsynlegt að mikil og góð samvinna eigi sér stað á milli allra kerfa og sveitafélaga og ríkis. Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk er eitt af forgangsverkefnunum í stjórnarsáttmála VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þar kemur fram að markmiðið er að eldra fólki sé tryggð örugg og öflug þjónusta. Með því að efla þverfaglegt samstarf í félags- og heilbrigðisþjónustu er hægt að tryggja að þjónusta sem veitt er auki lífsgæði og hamingju m.a. með forvörnum, heilsueflingu, samþættun þjónustu og áherslu á aukna virkni fólks. Það verður mjög ánægjulegt að fylgjast með þessu verkefni sigla úr vör undir tryggri verkstjórn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra því öll viljum við geta hugsað með eftirvæntingu til efri áranna og við eigum að geta gert þær kröfur að samfélagið sem við höfum lagt okkur fram við að breyta og bæta á okkar ævi, reynist okkur vel á lokasprettinum. Það á að vera gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar