Ein og hálf milljón manns án rafmagns eftir árásir Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 10:11 Rússar hafa síðastliðna mánuði beint árásum sínum að orkuinnviðum í Úkraínu. Getty/Gian Marco Viðbúið er að það muni taka einhverja daga að koma rafmagni aftur á í hafnarborginni Odesa í Úkraínu eftir árásir Rússa í gærkvöldi. Um ein og hálf milljón manns eru nú án rafmagns eftir árásirnar. „Ástandið í Odesa er mjög erfitt,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Að sögn Selenskí hafa yfirvöld í Noregi sent hundrað þúsund dali til að endurbyggja orkuinnviði landsins. Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið greindi talsmaður stjórnvalda í Odesa frá því að rafmagni verði komið aftur á næstu dögum en að það muni taka tvo til þrjá mánuði að laga orkukerfið að fullu. The situation in Odesa region is very difficult. After the night strike by Iranian drones, Odesa and other cities and villages of the region are in the dark. So far, more than 1.5 million people in Odesa are without electricity - @ZelenskyyUa pic.twitter.com/cuTwD8MPm9— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) December 10, 2022 Í Facebook færslu, sem var síðan eytt, var fólk hvatt til að flýja borgina en talsmaðurinn segir stjórnvöld í borginni ekki hafa beint því til borgara. Rússar hafa síðustu mánuði einblínt á orkuinnviði í Úkraínu og er árásin í Odesa nýjasta útspilið en íranskir drónar voru notaðir við árásina. Úkraínski herinn sagði á Facebook að fimmtán drónar hafi stefnt á skotmörk í Odesa og Mykolaiv en að tíu hafi verið skotnir niður. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 10 December 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/32IwfHj0a1 #StandWithUkraine pic.twitter.com/gT1KKRBrap— Ministry of Defence (@DefenceHQ) December 10, 2022 Varnamálaráðuneyti Bretlands telur líklegt að hernaðarlegur stuðningur Írana við Rússa muni aukast á næstu mánuðum. Einblína á austurhluta Úkraínu Rúmlega níu mánuðir eru nú liðnir frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst en Selenskí sagði í ávarpi sínu í nótt að staðan væri áfram mjög erfið á mörgum svæðum í austurhluta landsins þar sem Rússar hafa verið að sækja fram af miklum þunga. Rússar halda áfram að sækja fram í austurhluta landsins, einna helst í Donetsk og Luhansk. Borgin Bakhmut er gjöreyðilögð að sögn forseta Úkraínu. AP/LIBKOS Borgir á borð við Bakhmut, Soledar, Maryinka og Kreminna hafi sætt linnulausum árásum og Rússar til að mynda gjöreyðilagt Bakhmut í Donbas. Úkraínski herinn berst nú við Rússa í Donetsk og Luhansk, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti innlimaði ólöglega í september. Mestu átökin hafi verið í Bakhmut en Rússar hafi einblínt á þann stað eftir að Úkraínumenn náðu Kherson aftur á sitt vald í síðasta mánuði. Á milli föstudags og laugardags greindi úkraínski herinn frá um tuttugu loftárásum og fleiri en sextíu flugskeytaárásum af hálfu Rússa, að því er kemur fram í frétt AP. Greint hafi verið frá árásum í Kharkív og Sumu í norðausturhluta landsins, Dnipropetrovsk miðsvæðis í Úkraínu, Saporísja í suðaustri og Kherson í suðri. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Tengdar fréttir Settu upp eldflaugaskotpalla við stærsta kjarnorkuver Evrópu Rússar eru nú sagðir hafa sett upp fjölda eldflaugaskotpalla við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu. 9. desember 2022 07:30 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. 8. desember 2022 11:04 Bandaríkjamenn fordæma „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn Bandaríkjamenn hafa fordæmt Rússa fyrir óábyrgt tal um mögulega notkun kjarnorkuvopna eftir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gaf það í skyn í gær að áhættan á notkun vopnanna væri að aukast en að Rússar yrðu ekki fyrstir til að grípa til þeirra. 8. desember 2022 07:08 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
„Ástandið í Odesa er mjög erfitt,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Að sögn Selenskí hafa yfirvöld í Noregi sent hundrað þúsund dali til að endurbyggja orkuinnviði landsins. Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið greindi talsmaður stjórnvalda í Odesa frá því að rafmagni verði komið aftur á næstu dögum en að það muni taka tvo til þrjá mánuði að laga orkukerfið að fullu. The situation in Odesa region is very difficult. After the night strike by Iranian drones, Odesa and other cities and villages of the region are in the dark. So far, more than 1.5 million people in Odesa are without electricity - @ZelenskyyUa pic.twitter.com/cuTwD8MPm9— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) December 10, 2022 Í Facebook færslu, sem var síðan eytt, var fólk hvatt til að flýja borgina en talsmaðurinn segir stjórnvöld í borginni ekki hafa beint því til borgara. Rússar hafa síðustu mánuði einblínt á orkuinnviði í Úkraínu og er árásin í Odesa nýjasta útspilið en íranskir drónar voru notaðir við árásina. Úkraínski herinn sagði á Facebook að fimmtán drónar hafi stefnt á skotmörk í Odesa og Mykolaiv en að tíu hafi verið skotnir niður. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 10 December 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/32IwfHj0a1 #StandWithUkraine pic.twitter.com/gT1KKRBrap— Ministry of Defence (@DefenceHQ) December 10, 2022 Varnamálaráðuneyti Bretlands telur líklegt að hernaðarlegur stuðningur Írana við Rússa muni aukast á næstu mánuðum. Einblína á austurhluta Úkraínu Rúmlega níu mánuðir eru nú liðnir frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst en Selenskí sagði í ávarpi sínu í nótt að staðan væri áfram mjög erfið á mörgum svæðum í austurhluta landsins þar sem Rússar hafa verið að sækja fram af miklum þunga. Rússar halda áfram að sækja fram í austurhluta landsins, einna helst í Donetsk og Luhansk. Borgin Bakhmut er gjöreyðilögð að sögn forseta Úkraínu. AP/LIBKOS Borgir á borð við Bakhmut, Soledar, Maryinka og Kreminna hafi sætt linnulausum árásum og Rússar til að mynda gjöreyðilagt Bakhmut í Donbas. Úkraínski herinn berst nú við Rússa í Donetsk og Luhansk, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti innlimaði ólöglega í september. Mestu átökin hafi verið í Bakhmut en Rússar hafi einblínt á þann stað eftir að Úkraínumenn náðu Kherson aftur á sitt vald í síðasta mánuði. Á milli föstudags og laugardags greindi úkraínski herinn frá um tuttugu loftárásum og fleiri en sextíu flugskeytaárásum af hálfu Rússa, að því er kemur fram í frétt AP. Greint hafi verið frá árásum í Kharkív og Sumu í norðausturhluta landsins, Dnipropetrovsk miðsvæðis í Úkraínu, Saporísja í suðaustri og Kherson í suðri.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Tengdar fréttir Settu upp eldflaugaskotpalla við stærsta kjarnorkuver Evrópu Rússar eru nú sagðir hafa sett upp fjölda eldflaugaskotpalla við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu. 9. desember 2022 07:30 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. 8. desember 2022 11:04 Bandaríkjamenn fordæma „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn Bandaríkjamenn hafa fordæmt Rússa fyrir óábyrgt tal um mögulega notkun kjarnorkuvopna eftir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gaf það í skyn í gær að áhættan á notkun vopnanna væri að aukast en að Rússar yrðu ekki fyrstir til að grípa til þeirra. 8. desember 2022 07:08 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Settu upp eldflaugaskotpalla við stærsta kjarnorkuver Evrópu Rússar eru nú sagðir hafa sett upp fjölda eldflaugaskotpalla við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu. 9. desember 2022 07:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust. 8. desember 2022 11:04
Bandaríkjamenn fordæma „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn Bandaríkjamenn hafa fordæmt Rússa fyrir óábyrgt tal um mögulega notkun kjarnorkuvopna eftir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gaf það í skyn í gær að áhættan á notkun vopnanna væri að aukast en að Rússar yrðu ekki fyrstir til að grípa til þeirra. 8. desember 2022 07:08