Fimm þúsund heimaprjónaðar lopaflíkur sendar til Úkraínu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2022 21:02 Kanada lagði til herþotu til að flytja vetrarbúnaðinn og sjúkragögnin til Úkraínu. Vísir/Hallgerður Heimaprjónaðar lopapeysur og ullarteppi voru meðal þess sem kanadíski herinn flaug með til Úkraínu frá Keflavíkurflugvelli síðdegis. Þúsundir Íslendinga hafa tekið upp prjónana undanfarna mánuði og lagt sitt af mörkum til að halda hita á úkraínsku þjóðinni í vetur. Níu tonn af vetrarbúnaði voru um borð í kanadískri herflugvél sem flaug frá Keflavíkurflugvelli til Úkraínu í dag. Þar mátti meðal annars finna sjúkragögn, hlífðarfatnað frá íslenskum útivistarfyrirtækjum, eins og 66°C, Dynjanda og Fjallakofanum, en ekki síst heimaprjónuð vetrarklæði sem var afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendinga. Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra efast að þetta verði eina fatasendingin frá Íslandi til Úkraínu.Vísir/Sigurjón „Það er auðvitað það sem er, í mínum huga, ekki bara táknrænt heldur er það raunverulegt framlag og við höfum fengið að heyra það innnan úr höfuðstöðvum NATO að hlýr fatnaður sem raunverulega tryggir hlýja kroppa eru jafn mikilvægir og vopnin sem hermenn þurfa að hafa til að geta tekið til varnar Úkraínu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. „Þetta er auðvitað mikið samstarfsverkefni. Við erum hérna í samstarfi við kanadíska herinn og aðila hérna á Íslandi. Landhelgisgæslan hefur staðið framúrskarandi vel að utanumhaldi og skipulagningu á þessu verkefni,“ bætir Þórdís við. Tonnunum níu af vörum frá Íslandi var komið fyrir í herþotunni, sem flaug af stað með varninginn til Úkraínu síðdegis.Vísir/Sigurjón Sérðu fyrir þér að þetta verði gert aftur? „Mér finnst það ekki ólíklegt. Ég sé fyrir mér að áfram verði þörf á hlýjum fötum enda köldustu vikurnar rétt að byrja.“ Andlegi stuðningurinn ekki síst mikilvægur Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún hélt svo áfram til Úkraínu, þar sem hún lendir í kvöld, hlaðin þessum prjónavörum. Þar eru 3.500 lopasokkar frá hópnum Sendum hlýju og minnst 1.400 lopapeysur og -teppi sem íslenskt og úkraínskt handavinnufólk hefur prjónað á svonefndum hannyrðahittingum eða gefið í söfnunina. „Það er svo dásamlegt hvað Íslendingar hafa tekið öflugan þátt. Fólk út um allt land frá elliheimilum, skólum og fólk sem hefur verið að framleiða til að selja og ákvað að gefa, mikið magn í sumum tilvikum,“ segir Heiðrún Hauksdóttir sjálfboðaliði hjá Sendum hlýju. Heiðrún Hauksdóttir hefur stjórnað Sendum hlýju verkefninu, sem leggur til 3.500 lopasokka.Vísir/Sigurjón „Þetta eru svo mikilvæg skilaboð. Við erum að senda hlýju, ekki bara eiginlegri merkingu, heldur andlegi stuðningurinn. Að þú finnir að einhver nyrst í heimi hafi sent þetta og haft fyrir að prjóna.“ Vildu senda ættingjunum hlý föt Margir sjálfboðaliðanna eru úkraínskar konur sem byrjuðu á að senda ættingjum hlý föt. „Það eru svona tutttugu úkraínskar konur sem koma reglulega. Við byrjuðum í vor og síðan hafa margar fengið vinnu, svo hætta þær og þá koma nýjar í staðin. Við erum búin að fá rosalega mikið gefins frá fólkinu í landinu,“ segir Birgit Raschhofer, sjálfboðaliði. Birgit stofnaði hannyrðahóp fyrir Úkraínumenn ásamt nokkrum öðrum íslenskum konum eftir að ung flóttakona leitaði til hennar. Anna Margrét Jóhannsdóttir, Birgit Raschhofer og Heiðrún Hauksdóttir sjálfboðaliðar.Vísir/Sigurjón „Hún var nýkomin, átti engin föt og sonur hennar sem var fjögurra mánaða átti heldur engin föt. Svo fór ég með föt til hennar og sá að það var fullt af úkraínskum konum í miðstöð úkraínskra flóttamanna í Guðrúnartúni sem höfðu ekkert að gera. Þá sendi ég út skeyti á Facebook og bað um smá garn og prjóna og fór með til þeirra,“ segir Birgit. „Svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara vitleysa, við ættum bara að hafa prjónakvöld.“ Birgit hefur farið fyrir hópi íslenskra og úkraínskra kvenna sem hittist vikulega og vinnur handavinnu.Vísir/Sigurjón Mikið samfélag hafi skapast í kringum hópinn, sérstaklega þegar ástandið úti er slæmt og margar konur heyra jafnvel ekki frá mönnunum sínum og börnum í marga daga í senn. „Af því þeir komast ekki í net eða síma. Þá fá þær hjá okkur faðmlag og öxl til að gráta á,“ segir Birgit. Konurnar hafi margar viljað senda ættingjum sínum í Úkraínu hlý föt fyrir veturinn. „Svo rúllaði boltinn og hann stækkaði og stækkaði. Svo fór Utanríkisráðuneytið í Sendum hlýju verkefnið með sokkana og þeir samþykktu að senda allt sem við söfnuðum með.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kanada Landhelgisgæslan Handverk Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Níu tonn af vetrarbúnaði voru um borð í kanadískri herflugvél sem flaug frá Keflavíkurflugvelli til Úkraínu í dag. Þar mátti meðal annars finna sjúkragögn, hlífðarfatnað frá íslenskum útivistarfyrirtækjum, eins og 66°C, Dynjanda og Fjallakofanum, en ekki síst heimaprjónuð vetrarklæði sem var afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendinga. Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra efast að þetta verði eina fatasendingin frá Íslandi til Úkraínu.Vísir/Sigurjón „Það er auðvitað það sem er, í mínum huga, ekki bara táknrænt heldur er það raunverulegt framlag og við höfum fengið að heyra það innnan úr höfuðstöðvum NATO að hlýr fatnaður sem raunverulega tryggir hlýja kroppa eru jafn mikilvægir og vopnin sem hermenn þurfa að hafa til að geta tekið til varnar Úkraínu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. „Þetta er auðvitað mikið samstarfsverkefni. Við erum hérna í samstarfi við kanadíska herinn og aðila hérna á Íslandi. Landhelgisgæslan hefur staðið framúrskarandi vel að utanumhaldi og skipulagningu á þessu verkefni,“ bætir Þórdís við. Tonnunum níu af vörum frá Íslandi var komið fyrir í herþotunni, sem flaug af stað með varninginn til Úkraínu síðdegis.Vísir/Sigurjón Sérðu fyrir þér að þetta verði gert aftur? „Mér finnst það ekki ólíklegt. Ég sé fyrir mér að áfram verði þörf á hlýjum fötum enda köldustu vikurnar rétt að byrja.“ Andlegi stuðningurinn ekki síst mikilvægur Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún hélt svo áfram til Úkraínu, þar sem hún lendir í kvöld, hlaðin þessum prjónavörum. Þar eru 3.500 lopasokkar frá hópnum Sendum hlýju og minnst 1.400 lopapeysur og -teppi sem íslenskt og úkraínskt handavinnufólk hefur prjónað á svonefndum hannyrðahittingum eða gefið í söfnunina. „Það er svo dásamlegt hvað Íslendingar hafa tekið öflugan þátt. Fólk út um allt land frá elliheimilum, skólum og fólk sem hefur verið að framleiða til að selja og ákvað að gefa, mikið magn í sumum tilvikum,“ segir Heiðrún Hauksdóttir sjálfboðaliði hjá Sendum hlýju. Heiðrún Hauksdóttir hefur stjórnað Sendum hlýju verkefninu, sem leggur til 3.500 lopasokka.Vísir/Sigurjón „Þetta eru svo mikilvæg skilaboð. Við erum að senda hlýju, ekki bara eiginlegri merkingu, heldur andlegi stuðningurinn. Að þú finnir að einhver nyrst í heimi hafi sent þetta og haft fyrir að prjóna.“ Vildu senda ættingjunum hlý föt Margir sjálfboðaliðanna eru úkraínskar konur sem byrjuðu á að senda ættingjum hlý föt. „Það eru svona tutttugu úkraínskar konur sem koma reglulega. Við byrjuðum í vor og síðan hafa margar fengið vinnu, svo hætta þær og þá koma nýjar í staðin. Við erum búin að fá rosalega mikið gefins frá fólkinu í landinu,“ segir Birgit Raschhofer, sjálfboðaliði. Birgit stofnaði hannyrðahóp fyrir Úkraínumenn ásamt nokkrum öðrum íslenskum konum eftir að ung flóttakona leitaði til hennar. Anna Margrét Jóhannsdóttir, Birgit Raschhofer og Heiðrún Hauksdóttir sjálfboðaliðar.Vísir/Sigurjón „Hún var nýkomin, átti engin föt og sonur hennar sem var fjögurra mánaða átti heldur engin föt. Svo fór ég með föt til hennar og sá að það var fullt af úkraínskum konum í miðstöð úkraínskra flóttamanna í Guðrúnartúni sem höfðu ekkert að gera. Þá sendi ég út skeyti á Facebook og bað um smá garn og prjóna og fór með til þeirra,“ segir Birgit. „Svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara vitleysa, við ættum bara að hafa prjónakvöld.“ Birgit hefur farið fyrir hópi íslenskra og úkraínskra kvenna sem hittist vikulega og vinnur handavinnu.Vísir/Sigurjón Mikið samfélag hafi skapast í kringum hópinn, sérstaklega þegar ástandið úti er slæmt og margar konur heyra jafnvel ekki frá mönnunum sínum og börnum í marga daga í senn. „Af því þeir komast ekki í net eða síma. Þá fá þær hjá okkur faðmlag og öxl til að gráta á,“ segir Birgit. Konurnar hafi margar viljað senda ættingjum sínum í Úkraínu hlý föt fyrir veturinn. „Svo rúllaði boltinn og hann stækkaði og stækkaði. Svo fór Utanríkisráðuneytið í Sendum hlýju verkefnið með sokkana og þeir samþykktu að senda allt sem við söfnuðum með.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kanada Landhelgisgæslan Handverk Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira