Fela ráðherra að endurskoða styrki í ljósi fjölmiðlaumræðu Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 20:53 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fær það verkefni að útfæra viðbótarstyrk við einkarekna fjölmiðla sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar beinir því til ráðherra að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um ákvörðun nefndarinnar um hundrað milljón króna styrk til framleiðslu sjónvarpsefnis. Tillaga meirihluta fjárlaganefndar um að veita hundrað milljónir króna til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla sem framleiða sjónvarpsefni um landsbyggðina var samþykkt í annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum. Kjarninn greindi frá því í dag að tillagan hefði verið sett inn í nefndarálit fjárlaganefndar eftir beiðni framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri. Framkvæmdastjórinn er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins, í fjárlaganefnd sem stóð að meirihlutaálitinu. Gagnrýnendur tillögunnar sögðu hana í reynd fela í sér styrk við einn tiltekinn fjölmiðil, N4. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meirihluta nefndarinnar hafa tekið úr sambandi leikreglur um hvernig styrkjum til einkarekinna fjölmiðla er úthlutað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formaður Blaðamannafélagsins sagði ekki hægt að réttlæta styrkveitingu á svo duttlungafullan hátt í dag. Í viðbótarnefndaráliti sem var birt á vef Alþingis í kvöld er vísað til umræðu í fjölmiðlum þegar meirihlutinn beinir því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gildi um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Kjarninn og Stundin segja að með þessu falli meirihlutinn frá þeirri tillögu sem hefði falið í sér styrk til N4. Vísar Kjarninn til heimilda um að hundrað milljónirnar renni í staðinn inn í það styrkjakerfi sem er til staðar fyrir einkareikna fjölmiðla. Vísir hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, eða öðrum nefndarmanni sem gæti skýrt hvað nýjasta tillaga meirihlutans þýðir í reynd. Vilhjálmur Árnason, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir hins vegar að af sinni hálfu hafi aldrei staðið til að styrkja aðeins einn fjölmiðil. Ætlunin hafi verið að styrkurinn væri opinn öllum fjölmiðlum sem fjölluðu um landsbyggðina, óháð staðsetningu. Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tillaga meirihluta fjárlaganefndar um að veita hundrað milljónir króna til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla sem framleiða sjónvarpsefni um landsbyggðina var samþykkt í annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum. Kjarninn greindi frá því í dag að tillagan hefði verið sett inn í nefndarálit fjárlaganefndar eftir beiðni framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri. Framkvæmdastjórinn er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins, í fjárlaganefnd sem stóð að meirihlutaálitinu. Gagnrýnendur tillögunnar sögðu hana í reynd fela í sér styrk við einn tiltekinn fjölmiðil, N4. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meirihluta nefndarinnar hafa tekið úr sambandi leikreglur um hvernig styrkjum til einkarekinna fjölmiðla er úthlutað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formaður Blaðamannafélagsins sagði ekki hægt að réttlæta styrkveitingu á svo duttlungafullan hátt í dag. Í viðbótarnefndaráliti sem var birt á vef Alþingis í kvöld er vísað til umræðu í fjölmiðlum þegar meirihlutinn beinir því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gildi um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Kjarninn og Stundin segja að með þessu falli meirihlutinn frá þeirri tillögu sem hefði falið í sér styrk til N4. Vísar Kjarninn til heimilda um að hundrað milljónirnar renni í staðinn inn í það styrkjakerfi sem er til staðar fyrir einkareikna fjölmiðla. Vísir hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, eða öðrum nefndarmanni sem gæti skýrt hvað nýjasta tillaga meirihlutans þýðir í reynd. Vilhjálmur Árnason, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir hins vegar að af sinni hálfu hafi aldrei staðið til að styrkja aðeins einn fjölmiðil. Ætlunin hafi verið að styrkurinn væri opinn öllum fjölmiðlum sem fjölluðu um landsbyggðina, óháð staðsetningu.
Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira