„Þetta er bara mjög óheppilegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2022 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. Tillögu meirihluta fjárlaganefndar um hundrað milljón króna stuðning við rekstur fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigin efni fyrir sjónvarpsstöð var mætt með verulegri gagnrýni þegar upplýst var í gær að hún var lögð fram í kjölfar beiðnar framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4. Framkvæmdastjórinn, María Björk Ingvadóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði sent erindið á nefndina að sérstakri beiðni Ingibjargar Isaksen, þingmanns Framsóknar í norðausturkjördæmi. Sigurður Ingi setur fyrirvara við skýringar Maríu. „Ég held að þetta sé nú oftúlkun,“ segir ráðherrann. Það komi oft fyrir að þingmenn beini því til fólks í samfélaginu að leita stuðnings í ráðuneytum eða á þinginu. „Það er fullkomlega eðlilegt og ég held að það geri það nánast allir kjörnir fulltrúar á hverjum degi. [...] Ef einhver kemur að máli við þig og spyr: Hvar get ég leitað eftir stuðningi? Þá reynir þú eðlilega sem kjörinn fulltrúi að beina því þangað sem þú heldur að viðkomandi geti fengið einhvern stuðning.“ En hvaða mat leggur Sigurður Ingi á málið í heild sinni? „Þetta er bara mjög óheppilegt og ég held á margan hátt vanhugsað. Ég skil vel áherslur fjárlaganefndar meirihlutans á að staða fjölmiðla almennt sé slæm, og sérstaklega slæm á landsbyggðinni. Og það hafi verið hugmyndin.. Og mér sýnist þau bara að árétta það í þessu framhaldsnefndaráliti.“ Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Tillögu meirihluta fjárlaganefndar um hundrað milljón króna stuðning við rekstur fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigin efni fyrir sjónvarpsstöð var mætt með verulegri gagnrýni þegar upplýst var í gær að hún var lögð fram í kjölfar beiðnar framkvæmdastjóra norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4. Framkvæmdastjórinn, María Björk Ingvadóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hefði sent erindið á nefndina að sérstakri beiðni Ingibjargar Isaksen, þingmanns Framsóknar í norðausturkjördæmi. Sigurður Ingi setur fyrirvara við skýringar Maríu. „Ég held að þetta sé nú oftúlkun,“ segir ráðherrann. Það komi oft fyrir að þingmenn beini því til fólks í samfélaginu að leita stuðnings í ráðuneytum eða á þinginu. „Það er fullkomlega eðlilegt og ég held að það geri það nánast allir kjörnir fulltrúar á hverjum degi. [...] Ef einhver kemur að máli við þig og spyr: Hvar get ég leitað eftir stuðningi? Þá reynir þú eðlilega sem kjörinn fulltrúi að beina því þangað sem þú heldur að viðkomandi geti fengið einhvern stuðning.“ En hvaða mat leggur Sigurður Ingi á málið í heild sinni? „Þetta er bara mjög óheppilegt og ég held á margan hátt vanhugsað. Ég skil vel áherslur fjárlaganefndar meirihlutans á að staða fjölmiðla almennt sé slæm, og sérstaklega slæm á landsbyggðinni. Og það hafi verið hugmyndin.. Og mér sýnist þau bara að árétta það í þessu framhaldsnefndaráliti.“
Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06
Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01