Löggan sinnir betlara, þefar uppi graslykt og ræðir við gervilöggur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 19:30 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með starfsmann á Twitter-vaktinni í kvöld þar sem greint er frá öllum útköllum lögreglunnar. Twitter-verkefnið stendur í hálfan sólarhring. „Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó,“ segir í einu tísti. Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað,“ segir í öðru. Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla,“ segir í því þriðja. Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tíst er undir myllumerkinu #löggutíst. Sum tístin vekja meiri athygli en önnur. „Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð,“ segir í tísti sem uppskorið hefur fimmtíu læk þegar þetta er skrifað. Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnin afar ólík. „Við erum að gera þetta til að gefa fólki innsýn í okkar störf sem eru mjög margbreytileg, og reyna mismikið á.“ Hún segir að eftirlit með ölvunarakstri og fíkniefnaakstri verði mikið í kvöld. Sömuleiðis með rafhlaupahjólum. „Það er líka þannig að maður á ekki að fara undir áhrifum áfengis á þau. Þau hafa valdið mörgum slysum,“ segir Halla. Hún minnir á að það sé gul viðvörun í gangi og von á jólasnjó í kvöld. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að tíst verði til klukkan fjögur í nótt. „Það er nú þannig að maður veit aldrei hvað nóttin, eða vaktin ber í skauti sér,“ segir Elín Agnes. Samfélagsmiðlar Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Kópavogur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
„Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó,“ segir í einu tísti. Tilkynnt um unga konu að betla pening fyrir utan Nettó #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað,“ segir í öðru. Íbúi höfuðborgarsvæðinu kvartar undan mikilli graslykt hjá nágranna. Skoðað. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 „Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla,“ segir í því þriðja. Krakkar á umferðareyju, truflandi umferð með því að þykjast vera að stökkva fyrir bíla #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tíst er undir myllumerkinu #löggutíst. Sum tístin vekja meiri athygli en önnur. „Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð,“ segir í tísti sem uppskorið hefur fimmtíu læk þegar þetta er skrifað. Við Snælandsskóla var tilkynnt um mann í áberandi gervilegum löggubúningi að reyna að stöðva konur á hlaupahjóli. Gervilöggan líklega ölvuð. #löggutíst— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnin afar ólík. „Við erum að gera þetta til að gefa fólki innsýn í okkar störf sem eru mjög margbreytileg, og reyna mismikið á.“ Hún segir að eftirlit með ölvunarakstri og fíkniefnaakstri verði mikið í kvöld. Sömuleiðis með rafhlaupahjólum. „Það er líka þannig að maður á ekki að fara undir áhrifum áfengis á þau. Þau hafa valdið mörgum slysum,“ segir Halla. Hún minnir á að það sé gul viðvörun í gangi og von á jólasnjó í kvöld. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að tíst verði til klukkan fjögur í nótt. „Það er nú þannig að maður veit aldrei hvað nóttin, eða vaktin ber í skauti sér,“ segir Elín Agnes.
Samfélagsmiðlar Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Kópavogur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira