Ferðamenn streyma í Bláa lónið en Grindavíkurvegur lokaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2022 12:34 Bláa lónið er fallegt á vetrardegi sem sumardegi. Í dag er hins vegar ófært í Bláa lónið. Vísir/Vilhelm Lögregla og björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum hefur ekki undan við að vísa ferðamönnum frá Grindavíkurvegi sem nú er lokaður vegna ófærðar. Lögregla hvetur fólk til að vera ekki á ferð á Suðurnesjum að ástæðulausu. Um fjörutíu bílar eru fastir í ófærðinni á Grindavíkurvegi. Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn vill árétta að vegurinn sé lokaður. „Fólk streymir hingað að og ætlar að skella sér í Bláa lónið,“ segir Ásmundur Rúnar. Hann biðlar til fólks að halda kyrru heima fyrir. „Færðin er almennt þung á Suðurnesjum. Við beinum til fólks að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir Ásmundur Rúnar. Veðrið hafi ekki komið aftan að fólki á Suðurnesjum en ferðamenn virðast margir hverjir halda sínum plönum, óháð veðri. Margir hverjir ekki meðvitaðir um lokun Grindavíkurvegar. „Fjölmargir ferðamenn eru með einhver plön og það er stöðugur straumur af fólki á leiðinni í Bláa lónið. Það er bara búið að ákveða að það verði að fara í Bláa lónið.“ Grindavíkurvegur er lokaður frá Reykjanesbraut þar sem lögregla og björgunarsveitir standa vaktina. „Fólk streymir enn að. Það veldur erfiðleikum að þurfa að vísa fólki frá.“ Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna færðarinnar Lögreglan á Suðurnesjum vill koma því á framfæri við ökumenn að Grindavíkurvegur er lokaður þessa stundina vegna ófærðar. Töluverður fjöldi ökutækja er þar fastur í ófærð og eru viðbragðsaðilar að vinna á vettvangi við að aðstoða ökumenn. Almennt um færð á vegum er það að frétta að þungfært er víða á Suðurnesjum og fólk beðið að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Að lokum hvetur lögreglan fólk með að fylgjast með veðurspám og uppfærðum upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. 17. desember 2022 12:01 Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Um fjörutíu bílar eru fastir í ófærðinni á Grindavíkurvegi. Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn vill árétta að vegurinn sé lokaður. „Fólk streymir hingað að og ætlar að skella sér í Bláa lónið,“ segir Ásmundur Rúnar. Hann biðlar til fólks að halda kyrru heima fyrir. „Færðin er almennt þung á Suðurnesjum. Við beinum til fólks að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir Ásmundur Rúnar. Veðrið hafi ekki komið aftan að fólki á Suðurnesjum en ferðamenn virðast margir hverjir halda sínum plönum, óháð veðri. Margir hverjir ekki meðvitaðir um lokun Grindavíkurvegar. „Fjölmargir ferðamenn eru með einhver plön og það er stöðugur straumur af fólki á leiðinni í Bláa lónið. Það er bara búið að ákveða að það verði að fara í Bláa lónið.“ Grindavíkurvegur er lokaður frá Reykjanesbraut þar sem lögregla og björgunarsveitir standa vaktina. „Fólk streymir enn að. Það veldur erfiðleikum að þurfa að vísa fólki frá.“ Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna færðarinnar Lögreglan á Suðurnesjum vill koma því á framfæri við ökumenn að Grindavíkurvegur er lokaður þessa stundina vegna ófærðar. Töluverður fjöldi ökutækja er þar fastur í ófærð og eru viðbragðsaðilar að vinna á vettvangi við að aðstoða ökumenn. Almennt um færð á vegum er það að frétta að þungfært er víða á Suðurnesjum og fólk beðið að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Að lokum hvetur lögreglan fólk með að fylgjast með veðurspám og uppfærðum upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.
Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. 17. desember 2022 12:01 Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. 17. desember 2022 12:01
Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29