Tímamótasamkomulag geti spornað gegn fjöldaútrýmingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. desember 2022 14:08 Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri landverndar. Stöð 2 Góðar líkur eru á því að hægt verði að sporna við fjöldaútrýmingu tegunda verði tímamótasamkomulagi um vernd á tæplega þriðjungi haf- og landsvæða heimsins fylgt eftir, segir framkvæmdastjóri Landverndar. Íslendingar dragi lappirnar í verndun hafsins og hafi jafnvel staðið í vegi þess. Samkvæmt samkomulaginu sem náðist á COP15 ráðstefnunni í nótt skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernda þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar fyrir árið 2030 - eða á næstu átta árum. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir þetta tímamótasamkomulag. „Ef af verður eru mjög góðar líkur á því að okkur takist að sporna við fjöldaútdauða tegunda,“ segir Auður. Fyrirvarinn er til kominn vegna þess að ríki heims þurfa nú að grípa til aðgerða til ná fram markmiðum samkomulagsins. Auður bendir á að ekki hafi tekist að fylgja eftir ýmsum settum markmiðum um náttúruvernd á síðustu áratugum. „Og ef fortíðin er besti spámaðurinn um framtíðina ættum við nú að vera hóflega bjartsýn.“ Framkvæmdastjóri Landverndar telur að takmarka eigi eða útrýma alveg botnvörpuveiðum við Ísland til að vernda hafsbotninn. Það er undir hverri og einni þjóð komið að ákveða hvaða land- eða hafsvæði verða vernduð en Auður bendir á að mikil ábyrgð hvíli á löndum líkt og Kongó, Brasilíu og Indónesíu sem búa yfir stórum og fjölbreyttum óspilltum svæðum. Íslendingar draga lappirnar í vernd á hafsvæðum Hún segir Íslendinga standa ágætlega hvað vernd landsvæða varðar en staðan sé allt önnur á sjó, þar sem innan við eitt prósent hafsvæðis við landið nýtur verndar. Íslendingar hafi hingað til dregið lappirnar og jafnvel staðið í vegi verndar. „Eitt fáránlegt dæmi er þegar Ísland sagði sig fylgjandi vernd, en bara ef það fæli ekki í sér vernd gegn fiskveiðum. En það er það sem þarf að vernda hafsvæðin fyrir. Við vitum alveg að stór vernduð hafsvæði auka fiskigegnd á nærliggjandi svæðum þannig þetta meikar ekkert sens,“ segir Auður. „Ef þetta á að vera raunverulega vernd þýðir það vernd gegn fiskveiðum og þá alveg sérstaklega botnveiðum af því það eyðileggur hafsbotninn. Í raun og veru ættu Íslendingar að takmarka eða útrýma alveg botnvörpuveiðum,“ segir Auður. Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Samkvæmt samkomulaginu sem náðist á COP15 ráðstefnunni í nótt skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernda þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar fyrir árið 2030 - eða á næstu átta árum. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir þetta tímamótasamkomulag. „Ef af verður eru mjög góðar líkur á því að okkur takist að sporna við fjöldaútdauða tegunda,“ segir Auður. Fyrirvarinn er til kominn vegna þess að ríki heims þurfa nú að grípa til aðgerða til ná fram markmiðum samkomulagsins. Auður bendir á að ekki hafi tekist að fylgja eftir ýmsum settum markmiðum um náttúruvernd á síðustu áratugum. „Og ef fortíðin er besti spámaðurinn um framtíðina ættum við nú að vera hóflega bjartsýn.“ Framkvæmdastjóri Landverndar telur að takmarka eigi eða útrýma alveg botnvörpuveiðum við Ísland til að vernda hafsbotninn. Það er undir hverri og einni þjóð komið að ákveða hvaða land- eða hafsvæði verða vernduð en Auður bendir á að mikil ábyrgð hvíli á löndum líkt og Kongó, Brasilíu og Indónesíu sem búa yfir stórum og fjölbreyttum óspilltum svæðum. Íslendingar draga lappirnar í vernd á hafsvæðum Hún segir Íslendinga standa ágætlega hvað vernd landsvæða varðar en staðan sé allt önnur á sjó, þar sem innan við eitt prósent hafsvæðis við landið nýtur verndar. Íslendingar hafi hingað til dregið lappirnar og jafnvel staðið í vegi verndar. „Eitt fáránlegt dæmi er þegar Ísland sagði sig fylgjandi vernd, en bara ef það fæli ekki í sér vernd gegn fiskveiðum. En það er það sem þarf að vernda hafsvæðin fyrir. Við vitum alveg að stór vernduð hafsvæði auka fiskigegnd á nærliggjandi svæðum þannig þetta meikar ekkert sens,“ segir Auður. „Ef þetta á að vera raunverulega vernd þýðir það vernd gegn fiskveiðum og þá alveg sérstaklega botnveiðum af því það eyðileggur hafsbotninn. Í raun og veru ættu Íslendingar að takmarka eða útrýma alveg botnvörpuveiðum,“ segir Auður.
Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira