Tímamótasamkomulag geti spornað gegn fjöldaútrýmingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. desember 2022 14:08 Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri landverndar. Stöð 2 Góðar líkur eru á því að hægt verði að sporna við fjöldaútrýmingu tegunda verði tímamótasamkomulagi um vernd á tæplega þriðjungi haf- og landsvæða heimsins fylgt eftir, segir framkvæmdastjóri Landverndar. Íslendingar dragi lappirnar í verndun hafsins og hafi jafnvel staðið í vegi þess. Samkvæmt samkomulaginu sem náðist á COP15 ráðstefnunni í nótt skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernda þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar fyrir árið 2030 - eða á næstu átta árum. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir þetta tímamótasamkomulag. „Ef af verður eru mjög góðar líkur á því að okkur takist að sporna við fjöldaútdauða tegunda,“ segir Auður. Fyrirvarinn er til kominn vegna þess að ríki heims þurfa nú að grípa til aðgerða til ná fram markmiðum samkomulagsins. Auður bendir á að ekki hafi tekist að fylgja eftir ýmsum settum markmiðum um náttúruvernd á síðustu áratugum. „Og ef fortíðin er besti spámaðurinn um framtíðina ættum við nú að vera hóflega bjartsýn.“ Framkvæmdastjóri Landverndar telur að takmarka eigi eða útrýma alveg botnvörpuveiðum við Ísland til að vernda hafsbotninn. Það er undir hverri og einni þjóð komið að ákveða hvaða land- eða hafsvæði verða vernduð en Auður bendir á að mikil ábyrgð hvíli á löndum líkt og Kongó, Brasilíu og Indónesíu sem búa yfir stórum og fjölbreyttum óspilltum svæðum. Íslendingar draga lappirnar í vernd á hafsvæðum Hún segir Íslendinga standa ágætlega hvað vernd landsvæða varðar en staðan sé allt önnur á sjó, þar sem innan við eitt prósent hafsvæðis við landið nýtur verndar. Íslendingar hafi hingað til dregið lappirnar og jafnvel staðið í vegi verndar. „Eitt fáránlegt dæmi er þegar Ísland sagði sig fylgjandi vernd, en bara ef það fæli ekki í sér vernd gegn fiskveiðum. En það er það sem þarf að vernda hafsvæðin fyrir. Við vitum alveg að stór vernduð hafsvæði auka fiskigegnd á nærliggjandi svæðum þannig þetta meikar ekkert sens,“ segir Auður. „Ef þetta á að vera raunverulega vernd þýðir það vernd gegn fiskveiðum og þá alveg sérstaklega botnveiðum af því það eyðileggur hafsbotninn. Í raun og veru ættu Íslendingar að takmarka eða útrýma alveg botnvörpuveiðum,“ segir Auður. Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Sjá meira
Samkvæmt samkomulaginu sem náðist á COP15 ráðstefnunni í nótt skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernda þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar fyrir árið 2030 - eða á næstu átta árum. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir þetta tímamótasamkomulag. „Ef af verður eru mjög góðar líkur á því að okkur takist að sporna við fjöldaútdauða tegunda,“ segir Auður. Fyrirvarinn er til kominn vegna þess að ríki heims þurfa nú að grípa til aðgerða til ná fram markmiðum samkomulagsins. Auður bendir á að ekki hafi tekist að fylgja eftir ýmsum settum markmiðum um náttúruvernd á síðustu áratugum. „Og ef fortíðin er besti spámaðurinn um framtíðina ættum við nú að vera hóflega bjartsýn.“ Framkvæmdastjóri Landverndar telur að takmarka eigi eða útrýma alveg botnvörpuveiðum við Ísland til að vernda hafsbotninn. Það er undir hverri og einni þjóð komið að ákveða hvaða land- eða hafsvæði verða vernduð en Auður bendir á að mikil ábyrgð hvíli á löndum líkt og Kongó, Brasilíu og Indónesíu sem búa yfir stórum og fjölbreyttum óspilltum svæðum. Íslendingar draga lappirnar í vernd á hafsvæðum Hún segir Íslendinga standa ágætlega hvað vernd landsvæða varðar en staðan sé allt önnur á sjó, þar sem innan við eitt prósent hafsvæðis við landið nýtur verndar. Íslendingar hafi hingað til dregið lappirnar og jafnvel staðið í vegi verndar. „Eitt fáránlegt dæmi er þegar Ísland sagði sig fylgjandi vernd, en bara ef það fæli ekki í sér vernd gegn fiskveiðum. En það er það sem þarf að vernda hafsvæðin fyrir. Við vitum alveg að stór vernduð hafsvæði auka fiskigegnd á nærliggjandi svæðum þannig þetta meikar ekkert sens,“ segir Auður. „Ef þetta á að vera raunverulega vernd þýðir það vernd gegn fiskveiðum og þá alveg sérstaklega botnveiðum af því það eyðileggur hafsbotninn. Í raun og veru ættu Íslendingar að takmarka eða útrýma alveg botnvörpuveiðum,“ segir Auður.
Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Sjá meira