Farþegar flugu í loftið í gríðarlegri ókyrrð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 07:51 Flugvél Hawaiin Airlines, af samskonar gerð og þeirri sem lenti í hinni miklu ókyrrð. Fabrizio Gandolfo/SOPA Images/LighRocket via Getty Images) Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum rannsakar nú atvik sem varð um borð í flugi Hawaiian Airlines frá Phoenix í til Havaí. Gríðarleg ókyrrð varð til þess að ellefu farþegar vélarinnar slösuðust alvarlega. Nærri 300 farþegar voru um borð í vélinni, af gerðinni Airbus A330-200, flestir á leiðinni í frí á Havaí yfir hátíðirnar. Ferðin gekk vel þangað til stutt var til lendingar, þegar vélin lenti í gríðarlega mikilli ókyrrð. „Þetta var hristingur,“ hefur fréttastofa CNBC eftir Jacie Hayata Ano, sem var á heimleið. Svo breyttist þetta snarlega þannig að við hristumst svo mikið að við flutum nánast bara úr sætunum okkar.“ Allt í allt þurftu 36 þeirra sem voru um borð í vélinni aðhlynningu eftir ókyrrðina. Tuttugu voru flutt á sjúkrahús, þar af ellefu í alvarlegu ástandi. Enginn er þó talinn í lífshættu. Þeir sem fundu mest fyrir ókyrrðinni voru þeir sem höfðu sætisbeltin ekki spennt. Þó fundu þeir sem voru með beltin spennt einnig vel fyrir hristingnum. At least 36 injured after Hawaii-bound flight hits severe turbulence pic.twitter.com/H7rR7FEbaw— KWTX News 10 (@kwtx) December 19, 2022 „Ég hélt í sætið fyrir framan mig, efsta hlutann á því, bara til að halda í eitthvað, jafn vel þó ég væri með beltin spennt,“ hefur CNBC eftir Jodette Neely, öðrum faþega. Sem fyrr segir rannsakar hin bandaríska Rannsóknarnefnd samgönguslysa atvikið. Framkvæmdastjóri Hawaiian Airlines segir flugvélar flugfélagsins aldrei áður hafa lent í viðlíka ókyrrð. Ókyrrð sé alvanalegur hluti af flugi en í þetta skiptip hafi hún verið óvenjuleg. Annar farþegi, Kaylee Reyes, sagði við fréttamiðla að móðir hennar, sem hafi verið á ferð með henni, hafi verið nýsest niður þegar ókyrrðon hófst og hafði ekki haft tíma til að spenna beltin. „Hún flaug upp og rakst í loftið,“ segir hún. Annar farþegi segir að ókyrrðin hafi sent vatnsflöski hans lóðbeint upp í loft vélarinnar. Ekki er vitað hversu mikla hæð flugvélin missti í ókyrrðinni, en það er á meðal þess sem rannsakað verður. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Nærri 300 farþegar voru um borð í vélinni, af gerðinni Airbus A330-200, flestir á leiðinni í frí á Havaí yfir hátíðirnar. Ferðin gekk vel þangað til stutt var til lendingar, þegar vélin lenti í gríðarlega mikilli ókyrrð. „Þetta var hristingur,“ hefur fréttastofa CNBC eftir Jacie Hayata Ano, sem var á heimleið. Svo breyttist þetta snarlega þannig að við hristumst svo mikið að við flutum nánast bara úr sætunum okkar.“ Allt í allt þurftu 36 þeirra sem voru um borð í vélinni aðhlynningu eftir ókyrrðina. Tuttugu voru flutt á sjúkrahús, þar af ellefu í alvarlegu ástandi. Enginn er þó talinn í lífshættu. Þeir sem fundu mest fyrir ókyrrðinni voru þeir sem höfðu sætisbeltin ekki spennt. Þó fundu þeir sem voru með beltin spennt einnig vel fyrir hristingnum. At least 36 injured after Hawaii-bound flight hits severe turbulence pic.twitter.com/H7rR7FEbaw— KWTX News 10 (@kwtx) December 19, 2022 „Ég hélt í sætið fyrir framan mig, efsta hlutann á því, bara til að halda í eitthvað, jafn vel þó ég væri með beltin spennt,“ hefur CNBC eftir Jodette Neely, öðrum faþega. Sem fyrr segir rannsakar hin bandaríska Rannsóknarnefnd samgönguslysa atvikið. Framkvæmdastjóri Hawaiian Airlines segir flugvélar flugfélagsins aldrei áður hafa lent í viðlíka ókyrrð. Ókyrrð sé alvanalegur hluti af flugi en í þetta skiptip hafi hún verið óvenjuleg. Annar farþegi, Kaylee Reyes, sagði við fréttamiðla að móðir hennar, sem hafi verið á ferð með henni, hafi verið nýsest niður þegar ókyrrðon hófst og hafði ekki haft tíma til að spenna beltin. „Hún flaug upp og rakst í loftið,“ segir hún. Annar farþegi segir að ókyrrðin hafi sent vatnsflöski hans lóðbeint upp í loft vélarinnar. Ekki er vitað hversu mikla hæð flugvélin missti í ókyrrðinni, en það er á meðal þess sem rannsakað verður.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira