Farþegar flugu í loftið í gríðarlegri ókyrrð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 07:51 Flugvél Hawaiin Airlines, af samskonar gerð og þeirri sem lenti í hinni miklu ókyrrð. Fabrizio Gandolfo/SOPA Images/LighRocket via Getty Images) Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum rannsakar nú atvik sem varð um borð í flugi Hawaiian Airlines frá Phoenix í til Havaí. Gríðarleg ókyrrð varð til þess að ellefu farþegar vélarinnar slösuðust alvarlega. Nærri 300 farþegar voru um borð í vélinni, af gerðinni Airbus A330-200, flestir á leiðinni í frí á Havaí yfir hátíðirnar. Ferðin gekk vel þangað til stutt var til lendingar, þegar vélin lenti í gríðarlega mikilli ókyrrð. „Þetta var hristingur,“ hefur fréttastofa CNBC eftir Jacie Hayata Ano, sem var á heimleið. Svo breyttist þetta snarlega þannig að við hristumst svo mikið að við flutum nánast bara úr sætunum okkar.“ Allt í allt þurftu 36 þeirra sem voru um borð í vélinni aðhlynningu eftir ókyrrðina. Tuttugu voru flutt á sjúkrahús, þar af ellefu í alvarlegu ástandi. Enginn er þó talinn í lífshættu. Þeir sem fundu mest fyrir ókyrrðinni voru þeir sem höfðu sætisbeltin ekki spennt. Þó fundu þeir sem voru með beltin spennt einnig vel fyrir hristingnum. At least 36 injured after Hawaii-bound flight hits severe turbulence pic.twitter.com/H7rR7FEbaw— KWTX News 10 (@kwtx) December 19, 2022 „Ég hélt í sætið fyrir framan mig, efsta hlutann á því, bara til að halda í eitthvað, jafn vel þó ég væri með beltin spennt,“ hefur CNBC eftir Jodette Neely, öðrum faþega. Sem fyrr segir rannsakar hin bandaríska Rannsóknarnefnd samgönguslysa atvikið. Framkvæmdastjóri Hawaiian Airlines segir flugvélar flugfélagsins aldrei áður hafa lent í viðlíka ókyrrð. Ókyrrð sé alvanalegur hluti af flugi en í þetta skiptip hafi hún verið óvenjuleg. Annar farþegi, Kaylee Reyes, sagði við fréttamiðla að móðir hennar, sem hafi verið á ferð með henni, hafi verið nýsest niður þegar ókyrrðon hófst og hafði ekki haft tíma til að spenna beltin. „Hún flaug upp og rakst í loftið,“ segir hún. Annar farþegi segir að ókyrrðin hafi sent vatnsflöski hans lóðbeint upp í loft vélarinnar. Ekki er vitað hversu mikla hæð flugvélin missti í ókyrrðinni, en það er á meðal þess sem rannsakað verður. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Nærri 300 farþegar voru um borð í vélinni, af gerðinni Airbus A330-200, flestir á leiðinni í frí á Havaí yfir hátíðirnar. Ferðin gekk vel þangað til stutt var til lendingar, þegar vélin lenti í gríðarlega mikilli ókyrrð. „Þetta var hristingur,“ hefur fréttastofa CNBC eftir Jacie Hayata Ano, sem var á heimleið. Svo breyttist þetta snarlega þannig að við hristumst svo mikið að við flutum nánast bara úr sætunum okkar.“ Allt í allt þurftu 36 þeirra sem voru um borð í vélinni aðhlynningu eftir ókyrrðina. Tuttugu voru flutt á sjúkrahús, þar af ellefu í alvarlegu ástandi. Enginn er þó talinn í lífshættu. Þeir sem fundu mest fyrir ókyrrðinni voru þeir sem höfðu sætisbeltin ekki spennt. Þó fundu þeir sem voru með beltin spennt einnig vel fyrir hristingnum. At least 36 injured after Hawaii-bound flight hits severe turbulence pic.twitter.com/H7rR7FEbaw— KWTX News 10 (@kwtx) December 19, 2022 „Ég hélt í sætið fyrir framan mig, efsta hlutann á því, bara til að halda í eitthvað, jafn vel þó ég væri með beltin spennt,“ hefur CNBC eftir Jodette Neely, öðrum faþega. Sem fyrr segir rannsakar hin bandaríska Rannsóknarnefnd samgönguslysa atvikið. Framkvæmdastjóri Hawaiian Airlines segir flugvélar flugfélagsins aldrei áður hafa lent í viðlíka ókyrrð. Ókyrrð sé alvanalegur hluti af flugi en í þetta skiptip hafi hún verið óvenjuleg. Annar farþegi, Kaylee Reyes, sagði við fréttamiðla að móðir hennar, sem hafi verið á ferð með henni, hafi verið nýsest niður þegar ókyrrðon hófst og hafði ekki haft tíma til að spenna beltin. „Hún flaug upp og rakst í loftið,“ segir hún. Annar farþegi segir að ókyrrðin hafi sent vatnsflöski hans lóðbeint upp í loft vélarinnar. Ekki er vitað hversu mikla hæð flugvélin missti í ókyrrðinni, en það er á meðal þess sem rannsakað verður.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira