Minnisblað varpar ljósi á óróleika og óánægju vegna Grandaborgar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2022 08:49 Úrbætur á Grandagarði munu taka allt að ár. Reykjavíkurborg Leikskólastjóri Grandaborgar, Helena Jónsdóttir, hefur dregið uppsögn sína til baka en uppsögnin vakti nokkurn kurr meðal starfsmanna og foreldra. Þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sögðu upp störfum í kjölfar uppsagnar leikskólastjórans. Þetta kemur fram í minnisblaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram á fundi skóla- og frístundaráðs á mánudaginn. Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu Grandaborgar en húsnæði leikskólans var rýmt í haust vegna myglu og skolpmengunar. Mygla greindist í húsnæði Grandaborgar við Boðagranda á vormánuðum en í haust kom í ljós að aðalorsök slæmra loftgæða væri skriðkjallari undir húsnæðinu og hönnun loftræstingar hússins. Skólprör hafði farið í sundur og skólp seytlað ofan í jarðveg í kjallaranum en loftræstikerfið blásið lofti úr kjallaranum og inn í húsnæði leikskólans. Ákveðið var að loka leikskólanum og flytja starfsemina á þrjá staði; í Ævintýraborg við Eggertsgötu (22 börn), Ævintýraborg við Nauthólsveg (15 börn) og í Kringluna 1 (27 börn). Fram kemur í minnisblaði Helga að óanægju hafi gætt með þá ákvörðun að sundra leikskólanum en ekki hafi tekist að finna hentugt húsnæði til að halda öllum börnunum saman. Þá var einnig óánægja með staðsetningu leikskólastarfsins í Kringlunni. Haldnir voru fundir með foreldrum og starfsmönnum en í minnisblaðinu segir að „óróleiki“ hafi komið upp í báðum hópum eftir að fréttir bárust af því að leikskólastjórinn hefði sagt upp störfum. Einhverjum hefði skilist sem svo að honum hefði verið sagt upp. Í kjölfarið hefðu þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sagt upp og fjölmargir foreldrar sent inn fyrirspurn um málið. Leikskólastjórinn hafi hins vegar dregið uppsögn sína til baka í byrjun desember og með flutningi starfsemi leikskólans úr Kringlunni í Hagaborg sé þess vænst að sátt náist um starfsemi leikskólans, „þó ljóst megi vera að áskoranir fylgja þeirri stöðu sem uppi er varðandi húsnæðismál hans“. Tengd skjöl Minnisblað_vegna_GrandaborgarPDF41KBSækja skjal Reykjavík Leikskólar Mygla Tengdar fréttir „Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. 8. desember 2022 09:00 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram á fundi skóla- og frístundaráðs á mánudaginn. Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu Grandaborgar en húsnæði leikskólans var rýmt í haust vegna myglu og skolpmengunar. Mygla greindist í húsnæði Grandaborgar við Boðagranda á vormánuðum en í haust kom í ljós að aðalorsök slæmra loftgæða væri skriðkjallari undir húsnæðinu og hönnun loftræstingar hússins. Skólprör hafði farið í sundur og skólp seytlað ofan í jarðveg í kjallaranum en loftræstikerfið blásið lofti úr kjallaranum og inn í húsnæði leikskólans. Ákveðið var að loka leikskólanum og flytja starfsemina á þrjá staði; í Ævintýraborg við Eggertsgötu (22 börn), Ævintýraborg við Nauthólsveg (15 börn) og í Kringluna 1 (27 börn). Fram kemur í minnisblaði Helga að óanægju hafi gætt með þá ákvörðun að sundra leikskólanum en ekki hafi tekist að finna hentugt húsnæði til að halda öllum börnunum saman. Þá var einnig óánægja með staðsetningu leikskólastarfsins í Kringlunni. Haldnir voru fundir með foreldrum og starfsmönnum en í minnisblaðinu segir að „óróleiki“ hafi komið upp í báðum hópum eftir að fréttir bárust af því að leikskólastjórinn hefði sagt upp störfum. Einhverjum hefði skilist sem svo að honum hefði verið sagt upp. Í kjölfarið hefðu þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sagt upp og fjölmargir foreldrar sent inn fyrirspurn um málið. Leikskólastjórinn hafi hins vegar dregið uppsögn sína til baka í byrjun desember og með flutningi starfsemi leikskólans úr Kringlunni í Hagaborg sé þess vænst að sátt náist um starfsemi leikskólans, „þó ljóst megi vera að áskoranir fylgja þeirri stöðu sem uppi er varðandi húsnæðismál hans“. Tengd skjöl Minnisblað_vegna_GrandaborgarPDF41KBSækja skjal
Reykjavík Leikskólar Mygla Tengdar fréttir „Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. 8. desember 2022 09:00 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. 8. desember 2022 09:00
Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31
Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29