Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson er sannfærður um að ekki hefði þurft að loka Reykjanesbraut í svo langan tíma. Tveggja daga lokun sé óásættanleg. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga. „Ég tel að við eigum að geta unnið við það að opna vegi. Auðvitað geta komið veður sem við ráðum ekki við tímabundið en í svona langan tíma, á meðan flugvöllurinn er opinn, getum við ekki sætt okkur við. Og eigum að finna leiðir til að tryggja að það gerist ekki. Það hyggst ég gera með því að tala við alla viðeigandi aðila, hluteigandi sem að málinu koma, og finna leiðir til að tryggja það,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta er bara viðvarandi fjármagn sem allir hafa til að halda hlutum gangandi, í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og væntanlega hjá lögreglu og Almannavörnum. Við þurfum að fara yfir þetta. Við getum ekki sætt okkur við þetta í svona langan tíma.“ Viðtalið við Sigurð Inga má heyra hér að neðan. Upp hafa sprottið umræður um að lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur hefði komið sér vel á svona tímum. „Það getur vel verið að einhverjum detti það í hug. En eina lestin sem hefði komist þarna í versta veðrinu er neðanjarðarlest. Ég sé það ekki fyrir mér. Við eigum að geta tryggt einfaldlega opnun á vegi með skjótvirkari hætti en þarna var. Það þarf að skoða ýmislegt. Heimild Vegagerðarinnar til að færa bíla, draga þá burt, og svo framvegis. Hvort við getum stýrt lokunum öðruvísi og fleiri spurningar sem á eftir að spyrja þegar við fáum sérfræðingana að borðinu. Það er það sem ég hyggst gera.“ Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar efins G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“ Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
„Ég tel að við eigum að geta unnið við það að opna vegi. Auðvitað geta komið veður sem við ráðum ekki við tímabundið en í svona langan tíma, á meðan flugvöllurinn er opinn, getum við ekki sætt okkur við. Og eigum að finna leiðir til að tryggja að það gerist ekki. Það hyggst ég gera með því að tala við alla viðeigandi aðila, hluteigandi sem að málinu koma, og finna leiðir til að tryggja það,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta er bara viðvarandi fjármagn sem allir hafa til að halda hlutum gangandi, í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og væntanlega hjá lögreglu og Almannavörnum. Við þurfum að fara yfir þetta. Við getum ekki sætt okkur við þetta í svona langan tíma.“ Viðtalið við Sigurð Inga má heyra hér að neðan. Upp hafa sprottið umræður um að lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur hefði komið sér vel á svona tímum. „Það getur vel verið að einhverjum detti það í hug. En eina lestin sem hefði komist þarna í versta veðrinu er neðanjarðarlest. Ég sé það ekki fyrir mér. Við eigum að geta tryggt einfaldlega opnun á vegi með skjótvirkari hætti en þarna var. Það þarf að skoða ýmislegt. Heimild Vegagerðarinnar til að færa bíla, draga þá burt, og svo framvegis. Hvort við getum stýrt lokunum öðruvísi og fleiri spurningar sem á eftir að spyrja þegar við fáum sérfræðingana að borðinu. Það er það sem ég hyggst gera.“ Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar efins G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira