Örvfættir miðverðir eftirsóttir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 22:01 Hinn fjölhæfi David Alaba er í dag einn af bestu örvfættu miðvörðum heims að mati ESPN. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Áherslan á að halda boltanum betur og spila honum hraðar sín á milli í heimsfótboltanum þýðir að nú eru öll félög í óðaönn að leita sér að örvfættum miðvörðum. Það vekur athygli hversu mörg lið geta boðið upp á tvíeyki í miðverði sem innihalda bæði rétt- og örvfættan leikmann í Bestu deild karla á meðan sama er ekki upp á teningnum í Bestu deild kvenna. Á íþróttavefnum ESPN má finna skemmtilega grein þar sem farið er yfir mikilvægi að hafa örvfættan miðvörð í sínum röðum. Liðnir eru dagarnir þar sem örvfættum leikmönnum er troðið á vinstri kant eða í vinstri bakvörð. Nú er mikilvægt að geta boðið upp á örvfættan miðvörð sem þarf ekki alltaf að koma inn á miðjan völlinn til að spila boltanum með sínum sterkari fæti. Þá eru mörg lið farin að spila með þriggja miðvarða kerfi þar sem það er enn mikilvægara að vera með örvfættan leikmann í stöðu vinstri-miðvarðar. Þessu til sönnunar, það er að hafa rétt- og örvfætta leikmenn saman í miðverði, má benda á lið Spánar á HM. Luis Enrique, þáverandi þjálfari liðsins, hefði getað stillt þeim Pau Torres og Aymeric Laporte saman upp í miðverði en þeir eru tveir af framærilegustu miðvörðum Spánar. Þeir eru hins vegar báðir örvfættir og því ákvað Enrique að setja hinn réttfætta Rodri í miðvörð. Það má deila um hversu góð ákvörðun það var en ástæðan er sú sama og nefnd er hér að ofan. Allt snýst um hversu vel hægt er að spila út frá vörninni og upp völlinn. Að mati ESPN eru þetta fimm af bestu örvfættu miðvörðum heims um þessar mundir: David Alaba [Real Madríd] Gabriel [Arsenal] Alessandro Bastoni [Inter Milan] Pau Torres [Villareal] Joško Gvardiol [RB Leipzig] Alessandro Bastoni reynir að stöðva Mohamed Salah.Chris Brunskill/Getty Images Ef við skoðum hvaða lið í Bestu deild karla geta boðið upp á miðvarðarpar með einum rétt- og einum örvfættum miðvörðum þá kemur ef til vill á óvart að Breiðablik, eitt best spilandi lið landsins, mun stilla upp tveimur réttfættum miðvörðum á komandi tímabili. Ívar Örn var frábær í liði KA síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings geta boðið upp á rétt- og örvfætt teymi með Kyle McLagan eða Peter Ekroth [hægri] og Halldór Smára Sigurðsson [vinstri]. KA getur boðið upp á Dušan Brković [hægri] og Ívar Örn Arnarson [vinstri]. KR getur boðið upp á Finn Tómas Pálmason [hægri] og Grétar Snæ Gunnarsson [vinstri] á meðan Valur gat stillt upp slíkt teymi á síðustu leiktíð en óvíst er hvernig miðvarðarstaða Vals verður mönnuð næsta sumar. Hvað Bestu deild kvenna varðar þá var ekkert lið með slíkt teymi á síðustu leiktíð en það gæti breyst með tilkomu erlendra leikmanna á komandi leiktíð. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Sjá meira
Á íþróttavefnum ESPN má finna skemmtilega grein þar sem farið er yfir mikilvægi að hafa örvfættan miðvörð í sínum röðum. Liðnir eru dagarnir þar sem örvfættum leikmönnum er troðið á vinstri kant eða í vinstri bakvörð. Nú er mikilvægt að geta boðið upp á örvfættan miðvörð sem þarf ekki alltaf að koma inn á miðjan völlinn til að spila boltanum með sínum sterkari fæti. Þá eru mörg lið farin að spila með þriggja miðvarða kerfi þar sem það er enn mikilvægara að vera með örvfættan leikmann í stöðu vinstri-miðvarðar. Þessu til sönnunar, það er að hafa rétt- og örvfætta leikmenn saman í miðverði, má benda á lið Spánar á HM. Luis Enrique, þáverandi þjálfari liðsins, hefði getað stillt þeim Pau Torres og Aymeric Laporte saman upp í miðverði en þeir eru tveir af framærilegustu miðvörðum Spánar. Þeir eru hins vegar báðir örvfættir og því ákvað Enrique að setja hinn réttfætta Rodri í miðvörð. Það má deila um hversu góð ákvörðun það var en ástæðan er sú sama og nefnd er hér að ofan. Allt snýst um hversu vel hægt er að spila út frá vörninni og upp völlinn. Að mati ESPN eru þetta fimm af bestu örvfættu miðvörðum heims um þessar mundir: David Alaba [Real Madríd] Gabriel [Arsenal] Alessandro Bastoni [Inter Milan] Pau Torres [Villareal] Joško Gvardiol [RB Leipzig] Alessandro Bastoni reynir að stöðva Mohamed Salah.Chris Brunskill/Getty Images Ef við skoðum hvaða lið í Bestu deild karla geta boðið upp á miðvarðarpar með einum rétt- og einum örvfættum miðvörðum þá kemur ef til vill á óvart að Breiðablik, eitt best spilandi lið landsins, mun stilla upp tveimur réttfættum miðvörðum á komandi tímabili. Ívar Örn var frábær í liði KA síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings geta boðið upp á rétt- og örvfætt teymi með Kyle McLagan eða Peter Ekroth [hægri] og Halldór Smára Sigurðsson [vinstri]. KA getur boðið upp á Dušan Brković [hægri] og Ívar Örn Arnarson [vinstri]. KR getur boðið upp á Finn Tómas Pálmason [hægri] og Grétar Snæ Gunnarsson [vinstri] á meðan Valur gat stillt upp slíkt teymi á síðustu leiktíð en óvíst er hvernig miðvarðarstaða Vals verður mönnuð næsta sumar. Hvað Bestu deild kvenna varðar þá var ekkert lið með slíkt teymi á síðustu leiktíð en það gæti breyst með tilkomu erlendra leikmanna á komandi leiktíð.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Besta deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Sjá meira