Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 21:28 Frá snjómokstri á Selfossi í dag. vísir/magnús hlynur Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt. Búast má við versnandi akstursskilyrðum enda mikill laus snjór fyrir og ef hvessir samfara meiri snjókomu má búast við að skyggni til aksturs verði lítið, einkum á heiðum. „Skilin eru komin að Reykjanesi og munu ganga yfir landið. Það verður staðbundin snjókoma en kannski ekki í alveg sama mæli og var hér fyrir helgi,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þjóðvegur, milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs, er lokaður en nýjar upplýsingar verða gefnar af Vegagerðinni klukkan 9 í fyrramálið. Tvö hús að Höfðabrekku, austan Víkur, voru rýmd vegna snjóflóðahættu í kvöld. Um er að ræða hótelhelrými og þjónustuhús og voru gestir færðir í annað húsnæði á vegum þessa sama hótels. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans á Suðurlandi. Spáin í kvöld og á morgun Spáð er norðlægri eða breytilegri átt 5-13 m/s og él á norðaustanverðu landinu, annars úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt undir kvöld, 10-18 og fer að snjóa vestanlands seint í kvöld. Frost 3 til 16 stig, mildast við suðurströndina. Á morgun er búist við austlægri átt, víða 8-15. Snjókoma suðaustantil og síðar á Austfjörðum, en annars él. Norðlæg átt 10-18 um landið vestanvert um kvöldið, hvassast og él á Vestfjörðum, en styttir smám saman upp og léttir til syðra. Hiti breytist lítið. Veður Samgöngur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. 26. desember 2022 19:20 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Má búast við skúrum eða éljum Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Mildri austanátt beint til landsins Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Sjá meira
Búast má við versnandi akstursskilyrðum enda mikill laus snjór fyrir og ef hvessir samfara meiri snjókomu má búast við að skyggni til aksturs verði lítið, einkum á heiðum. „Skilin eru komin að Reykjanesi og munu ganga yfir landið. Það verður staðbundin snjókoma en kannski ekki í alveg sama mæli og var hér fyrir helgi,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þjóðvegur, milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs, er lokaður en nýjar upplýsingar verða gefnar af Vegagerðinni klukkan 9 í fyrramálið. Tvö hús að Höfðabrekku, austan Víkur, voru rýmd vegna snjóflóðahættu í kvöld. Um er að ræða hótelhelrými og þjónustuhús og voru gestir færðir í annað húsnæði á vegum þessa sama hótels. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans á Suðurlandi. Spáin í kvöld og á morgun Spáð er norðlægri eða breytilegri átt 5-13 m/s og él á norðaustanverðu landinu, annars úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt undir kvöld, 10-18 og fer að snjóa vestanlands seint í kvöld. Frost 3 til 16 stig, mildast við suðurströndina. Á morgun er búist við austlægri átt, víða 8-15. Snjókoma suðaustantil og síðar á Austfjörðum, en annars él. Norðlæg átt 10-18 um landið vestanvert um kvöldið, hvassast og él á Vestfjörðum, en styttir smám saman upp og léttir til syðra. Hiti breytist lítið.
Veður Samgöngur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. 26. desember 2022 19:20 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Má búast við skúrum eða éljum Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Mildri austanátt beint til landsins Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Sjá meira
Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. 26. desember 2022 19:20