Skál fyrir þér Bjarni Natan Kolbeinsson skrifar 28. desember 2022 07:01 Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu. Það er hárrétt hjá Bjarna að áfengi sé of dýrt á Íslandi. Ef við berum okkar saman við EES-ríkin þá er Finnland eina ríkið þar sem áfengisverð er hærra. Áfengisverðið á Íslandi,samkvæmt Eurostat frá 2021, er meira en helmingi dýrara en meðalverðið í ESB ríkjunum. Áfengisverð ræðst að mestu leyti að sköttum og gjöldum hins opinbera. Því hefur Bjarni verið í fullkominni stöðu til að bregðast við þessu háa áfengisverði, sem hann er svo ósáttur við, enda hefur hann verið höfundur hvers einasta fjárlagafrumvarps sem samþykkt hefur verið á Alþingi síðan 2013. Bjarni hefur því haft nægan tíma til að leiðrétta þetta háa áfengisverð sem hann er svo ósáttur við og gert verðin samkeppnishæf fyrir ferðaþjónustuna. Þegar Bjarni settist í stól fjármálaráðherra árið 2013 var áfengisgjaldið 95,53.kr á hvern sentilítra af vínanda. Núna, 9 árum síðar, mun það eftir áramót hækka í 142,15 kr. Það er hækkun uppá 48,8% frá því Bjarni varð fjármálaráðherra. Gjörðir Bjarna í þessum málum fara ekki alveg saman við þann pirring sem hann fann fyrir árið 2019 á Nordica, þegar hann keypti dýra bjórinn sem rataði í Fréttablaðið. Vissulega eru mörg rök notuð til að verja þetta háa áfengisverð sem við búum við og eru það þá fyrst og fremst lýðheilsusjónarmið sem þarna ráða för. Þessi lýðheilsusjónarmið eiga samt almennt ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum miða við landsfundarályktanir þeirra og því furðulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur það stjórna ákvörðunartöku sinni. Gæti það verið að Bjarna finnist auðvelt að hækka áfengisgjaldið þar sem alltaf er hægt að bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og því ekki erfitt fyrir Bjarna að láta gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Síðustu ár hafa verið veitingahúsum og börum erfið. Lokanir vegna Covid hafa sett strik í reikningin hjá þessum fyrirtækjum. Það væri því í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins sem vill vera flokkur fyrirtækjareksturs að sleppa því að hækka gjaldið á meðan fyrirtækin eru enn að ná sér eftir tvö erfið ár. Bjarni sér það ekki sem forgangsmál og því lifum við með að sjá en eina hækkuninna á áfengisgjaldinu núna eftir áramót. Svo Bjarni skál fyrir þér og þínu háa áfengisgjaldi. Áramótaóskin mín er að einn daginn látir þú gjörðir fylgja orðum en kvartar ekki bara yfir hlutum sem að þú sjálfur ert í kjöraðstæðum til að breyta. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Áfengi og tóbak Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu. Það er hárrétt hjá Bjarna að áfengi sé of dýrt á Íslandi. Ef við berum okkar saman við EES-ríkin þá er Finnland eina ríkið þar sem áfengisverð er hærra. Áfengisverðið á Íslandi,samkvæmt Eurostat frá 2021, er meira en helmingi dýrara en meðalverðið í ESB ríkjunum. Áfengisverð ræðst að mestu leyti að sköttum og gjöldum hins opinbera. Því hefur Bjarni verið í fullkominni stöðu til að bregðast við þessu háa áfengisverði, sem hann er svo ósáttur við, enda hefur hann verið höfundur hvers einasta fjárlagafrumvarps sem samþykkt hefur verið á Alþingi síðan 2013. Bjarni hefur því haft nægan tíma til að leiðrétta þetta háa áfengisverð sem hann er svo ósáttur við og gert verðin samkeppnishæf fyrir ferðaþjónustuna. Þegar Bjarni settist í stól fjármálaráðherra árið 2013 var áfengisgjaldið 95,53.kr á hvern sentilítra af vínanda. Núna, 9 árum síðar, mun það eftir áramót hækka í 142,15 kr. Það er hækkun uppá 48,8% frá því Bjarni varð fjármálaráðherra. Gjörðir Bjarna í þessum málum fara ekki alveg saman við þann pirring sem hann fann fyrir árið 2019 á Nordica, þegar hann keypti dýra bjórinn sem rataði í Fréttablaðið. Vissulega eru mörg rök notuð til að verja þetta háa áfengisverð sem við búum við og eru það þá fyrst og fremst lýðheilsusjónarmið sem þarna ráða för. Þessi lýðheilsusjónarmið eiga samt almennt ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum miða við landsfundarályktanir þeirra og því furðulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur það stjórna ákvörðunartöku sinni. Gæti það verið að Bjarna finnist auðvelt að hækka áfengisgjaldið þar sem alltaf er hægt að bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og því ekki erfitt fyrir Bjarna að láta gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Síðustu ár hafa verið veitingahúsum og börum erfið. Lokanir vegna Covid hafa sett strik í reikningin hjá þessum fyrirtækjum. Það væri því í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins sem vill vera flokkur fyrirtækjareksturs að sleppa því að hækka gjaldið á meðan fyrirtækin eru enn að ná sér eftir tvö erfið ár. Bjarni sér það ekki sem forgangsmál og því lifum við með að sjá en eina hækkuninna á áfengisgjaldinu núna eftir áramót. Svo Bjarni skál fyrir þér og þínu háa áfengisgjaldi. Áramótaóskin mín er að einn daginn látir þú gjörðir fylgja orðum en kvartar ekki bara yfir hlutum sem að þú sjálfur ert í kjöraðstæðum til að breyta. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar