Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2022 14:48 Ráðhúsið í Kherson er á meðal þeirra bygginga sem eru nú rústir einar eftir árásir Rússa. Getty/Ihor Pedchenko Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. Rússar hafa skotið að minnsta kosti þrjátíu og þremur eldflaugum á borgina og segja sérfræðingar ljóst að baráttan um borgina hafi stigmagnast síðustu klukkustundirnar eftir að Rússar sendu fleiri skriðdreka og brynvarin ökutæki á vígstöðvarnar að því er fram kemur á Guardian. Rússar hæfðu fæðingardeild sjúkrahúss í Kherson í einni af stórskotaliðsárásunum en engan sakaði þó því yfirvöldum hafði tekist að koma bæði starfsfólki og sjúklingum í skjól í tæka tíð. Giving birth under shelling. #russian terrorists shelled maternity hospital in #Kherson. One of the babies there was born right before the attack. #StandWithUkraine pic.twitter.com/X2AF0re9oA— Emine Dzheppar (@EmineDzheppar) December 27, 2022 Emine Dzheppar aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu hefur deilt myndum af rústum fæðingardeildarinnar. Hún segir að barn hefði fæðst á deildinni rétt fyrir árásina. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC hafa fjögur hundruð flúið Kherson frá því á jóladag, 25. desember. Þessi úkraínski drengur er á meðal þeirra fjögur hundruð Úkraínumanna sem hafa þurt að flýja Kherson á síðustu dögum. Hér er hann á lestarstöð að bíða eftir móður sinni.Getty/Artur Widak Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýjar tölur um þá almennu borgara sem talið er að hafi látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarmánuði. Staðfest dauðsföll eru 6,884, þar á meðal eru 429 börn. Þó er tekið skýrt fram að raunverulega talan sé töluvert hærri, enda hafi gengið illa að afla upplýsinga frá svæðum sem Rússar ráða yfir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38 Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36 Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Rússar hafa skotið að minnsta kosti þrjátíu og þremur eldflaugum á borgina og segja sérfræðingar ljóst að baráttan um borgina hafi stigmagnast síðustu klukkustundirnar eftir að Rússar sendu fleiri skriðdreka og brynvarin ökutæki á vígstöðvarnar að því er fram kemur á Guardian. Rússar hæfðu fæðingardeild sjúkrahúss í Kherson í einni af stórskotaliðsárásunum en engan sakaði þó því yfirvöldum hafði tekist að koma bæði starfsfólki og sjúklingum í skjól í tæka tíð. Giving birth under shelling. #russian terrorists shelled maternity hospital in #Kherson. One of the babies there was born right before the attack. #StandWithUkraine pic.twitter.com/X2AF0re9oA— Emine Dzheppar (@EmineDzheppar) December 27, 2022 Emine Dzheppar aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu hefur deilt myndum af rústum fæðingardeildarinnar. Hún segir að barn hefði fæðst á deildinni rétt fyrir árásina. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC hafa fjögur hundruð flúið Kherson frá því á jóladag, 25. desember. Þessi úkraínski drengur er á meðal þeirra fjögur hundruð Úkraínumanna sem hafa þurt að flýja Kherson á síðustu dögum. Hér er hann á lestarstöð að bíða eftir móður sinni.Getty/Artur Widak Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýjar tölur um þá almennu borgara sem talið er að hafi látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarmánuði. Staðfest dauðsföll eru 6,884, þar á meðal eru 429 börn. Þó er tekið skýrt fram að raunverulega talan sé töluvert hærri, enda hafi gengið illa að afla upplýsinga frá svæðum sem Rússar ráða yfir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38 Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36 Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38
Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36
Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11