Umfjöllun og viðtöl: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Árni Jóhannsson skrifar 28. desember 2022 21:55 Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 14 stig í liði Vals í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik 14. umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta. Valskonur tóku forystuna strax í upphafi og létu hana ekki af hendi. Leikar enduðu 83-61 og þægilegur sigur Vals staðreynd sem varð augljós mjög snemma. Bæði lið virtust vera örlíitð ryðguð efti örlitla jólapásu milli umferða en eftir að fyrstu skot liðanna fóru ofan í kom ekki karfa fyrr en að rúmar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. Þá skoruðu Valskonur sjö stig í röð og settu tóninn fyrir það sem koma varð. Þær náðu upp eðlilegum sóknarleik, í raun mjög góðum, þegar þær rönkuðu við sér og voru á köflum með 50-60% þriggja stiga nýtingu sem hjálpaði þeim við að innbyrða sigurinn með eins auðveldum hætti og úr varð. Þær lokuðu fyrsta leikhluta í stöðunni 25-15. Kiana Johnson átti flottan leik og brýst hér í gegnum varnarmúr NjarðvíkingaVísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Annar leikhluti var með sama sniði og þó að Njarðvíkingar hafi átt góða kafla varnarlega þá náðu þær alls ekki að nýta sér það í sóknarleiknum og því gátu Valskonur byggt ofan á forskot sitt. Njarðvíkingar náðu í sér í vonarneista við og við en nánast alltaf náðu Valskonur að stíga á þann neista með því að setja niður þrist og því þvarr trú grænklæddra á verkefninu jafnt og þétt. Aftur náðu Njarðvíkingar ekki að skora nema 15 stig í öðrum leikhluta gegn 23 stigum heimakvenna og því var munurinn 18 stig þegar gengið var til búningsherbergja 48-30. Hittni Njarðvíkinga 32% utan af velli á móti 55% hittni Valskvenna. Blaðamaður hafði orð á því í textalýsingunni að Njarðvíkingar þyrftu að eiga næsta áhlaup eftir hlé en Kiana Johnson opnaði seinni hálfleikinn með þriggja stiga körfu og loftið væntanlega minnkað í Njarðvíkurblöðrunni sem á endanum tæmdist. Valskonur stigu bara harðar á bensíngjöfina fyrri hluta þriðja leikhluta en svo kom kæruleysi upp í Valsliðinu sem og Njarðvíkurliðinu og þriðji leikhluti náði því engu flugi. Staðan að honum loknum 63-52. Njarðvíkingar hófu fjórða leikhluta á því að henda boltanum frá sér og fá körfu í andlitið um leið. Valskonur héldu áfram að spila sinn leik og komust mest í 28 stiga forskot og voru það leikmenn af bekknum sem gerðu mjög vel á mínútunum sem þeim var úthlutað og sigldu leiknum örugglega í höfn. Lokatölur 83-61 og Valskonur því með algjöra yfirburði í innbyrðisviðureign liðanna. Afhverju vann Valur? Valskonur náðu að spila af eðlilegri getu í kvöld. Þær hafa væntanlega fundið fyrir því að Njarðvíkingar voru brothættir enda vantar leikmenn í liðið og þegar hver þristurinn á fætur öðrum fór ofan í hjá Val og boltinn skoppaði upp úr körfun gestanna þá hefur verið auðvelt að láta kné fylgja kviði. Það gerðu Valskonur og sýndu það að þær hafa úr breiðum hóp að skipa. Bæði lið léku fínan varnarleik á köflum, Valskonur á lengri köflum og þær nýttu það líka betur þegar þær stoppuðu gestina með því að skora hinum megin. Valskonur fengu veglegt framlag af bekknum og gátu fagnað mörgum hlutum í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Hvað gekk illa? Njarðvík gekk illa að skora. Þær enduðu leikinn með 32% hittni utan af velli og þ.á.m. hittu þær ekki úr nema fjórum þriggja stiga skotum í 27 tilraunum. Tölfræði sem vakti athygli? Hittni Valskvenna vakti athygli en á löngum köflum var hún 55%. Það gerði það að verkum munurinn jókst og jókst en þrátt fyrir að liðin hafi tapað svipað mörgum boltum þá nýttu heimakonur það mun betur. Valur tapaði 23 boltum á móti 24 töpuðum boltum gestanna en munurinn var sá að Valur skoraði 25 stig eftir tapaðan bolta hjá Njarðvík á meðan gestirnir náðu einungis í níu þannig stig. Bestar á vellinum? Kiana Johnson átti mjög góðan leik en hún skoraði 17 stig af 19 í seinni hálfleik. Þá gaf hún átta stoðsendingar. Hún fékk mikið meiri hjálp frá sínum liðsfélögum en Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 14 stig og Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 11. Collier hefði þurft meiri hjálp en hún náði sínum meðaltölum tölfræðilegaVísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Aliyah Collier var allt í öllu hjá Njarðvík. Skoraði 25 stig, tók 12 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal sjö boltum. Hún fékk því miður ekki sömu hjálp frá sínum liðsfélögum en engin annar leikmaður Njarðvíkur skoraði yfir 10 stig. Hvað næst? Seinni helmingur Íslandsmótsins hefst. Njarðvíkingar spila við granna sína úr Keflavík eftir viku og á sama tíma taka Valskonur á móti Blikum. Kamilla: Erfitt þegar við fáum ítrekað körfur í andlitið Kamilla segir að fleiri hafi þurft að leggja lóð á vogarskálarnar í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir „Jú klárlega við settum ekki neitt af opnu skotunum okkar í dag“, sagði fyrirliði Njarðvíkinga, Kamilla Sól Viktorsdóttir, þegar hún var spurð að því hvort það væri ekki hægt að skrifa tapið að mestum hluta á slæma hittni Njarðvíkinga. „Þær hittu svo mjög vel. Voru lengi vel með 50% þriggja stiga nýtingu, allavega í hálfleik, bara frekar vængbrotið Njarðvíkur lið í dag.“ Kamilla var spurð að því hversu fljótt trúin hafi farið úr liðinu. „Ég vil meina að hún hafi ekki verið svo fljót að fara. Við komum mjög peppaðar inn í leikinn, það er frekar peppandi þegar við erum „underdog“ en þetta er svolítið erfitt þegar við fáum ítrekað körfur í andlitið og náum ekki að stoppa. Það er bara áfram gakk.“ Njarðvíkingar náðu upp fínum köflum varnarlega en náðu ekki að nýta það í skoruðum körfum. Það hlaut að vera pirrandi. „Já algjörlega, okkur vantaði bara fleiri leikmenn til að skora. Aliyah [Collier] var sú eina sem var að skora af einhverju viti. Svo vantaði okkur bara hæð til að ná í fráköst og nýta það í sókninni þegar við vorum að klikka á þessum skotum.“ Að lokum var fyrirliðinn spurð út í hvað Njarðvíkukonur gætu tekið út úr þessum leik. „Margt svo sem. Við gáfum æft okkur vel í varnarútfærslum sem við ætlum að nýta okkur seinna á tímabilinu. Þó það hafi ekki heppnast nógu vel nógu oft þá er hægt að taka það út úr þessum leik í rauninni.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur UMF Njarðvík
Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik 14. umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta. Valskonur tóku forystuna strax í upphafi og létu hana ekki af hendi. Leikar enduðu 83-61 og þægilegur sigur Vals staðreynd sem varð augljós mjög snemma. Bæði lið virtust vera örlíitð ryðguð efti örlitla jólapásu milli umferða en eftir að fyrstu skot liðanna fóru ofan í kom ekki karfa fyrr en að rúmar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. Þá skoruðu Valskonur sjö stig í röð og settu tóninn fyrir það sem koma varð. Þær náðu upp eðlilegum sóknarleik, í raun mjög góðum, þegar þær rönkuðu við sér og voru á köflum með 50-60% þriggja stiga nýtingu sem hjálpaði þeim við að innbyrða sigurinn með eins auðveldum hætti og úr varð. Þær lokuðu fyrsta leikhluta í stöðunni 25-15. Kiana Johnson átti flottan leik og brýst hér í gegnum varnarmúr NjarðvíkingaVísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Annar leikhluti var með sama sniði og þó að Njarðvíkingar hafi átt góða kafla varnarlega þá náðu þær alls ekki að nýta sér það í sóknarleiknum og því gátu Valskonur byggt ofan á forskot sitt. Njarðvíkingar náðu í sér í vonarneista við og við en nánast alltaf náðu Valskonur að stíga á þann neista með því að setja niður þrist og því þvarr trú grænklæddra á verkefninu jafnt og þétt. Aftur náðu Njarðvíkingar ekki að skora nema 15 stig í öðrum leikhluta gegn 23 stigum heimakvenna og því var munurinn 18 stig þegar gengið var til búningsherbergja 48-30. Hittni Njarðvíkinga 32% utan af velli á móti 55% hittni Valskvenna. Blaðamaður hafði orð á því í textalýsingunni að Njarðvíkingar þyrftu að eiga næsta áhlaup eftir hlé en Kiana Johnson opnaði seinni hálfleikinn með þriggja stiga körfu og loftið væntanlega minnkað í Njarðvíkurblöðrunni sem á endanum tæmdist. Valskonur stigu bara harðar á bensíngjöfina fyrri hluta þriðja leikhluta en svo kom kæruleysi upp í Valsliðinu sem og Njarðvíkurliðinu og þriðji leikhluti náði því engu flugi. Staðan að honum loknum 63-52. Njarðvíkingar hófu fjórða leikhluta á því að henda boltanum frá sér og fá körfu í andlitið um leið. Valskonur héldu áfram að spila sinn leik og komust mest í 28 stiga forskot og voru það leikmenn af bekknum sem gerðu mjög vel á mínútunum sem þeim var úthlutað og sigldu leiknum örugglega í höfn. Lokatölur 83-61 og Valskonur því með algjöra yfirburði í innbyrðisviðureign liðanna. Afhverju vann Valur? Valskonur náðu að spila af eðlilegri getu í kvöld. Þær hafa væntanlega fundið fyrir því að Njarðvíkingar voru brothættir enda vantar leikmenn í liðið og þegar hver þristurinn á fætur öðrum fór ofan í hjá Val og boltinn skoppaði upp úr körfun gestanna þá hefur verið auðvelt að láta kné fylgja kviði. Það gerðu Valskonur og sýndu það að þær hafa úr breiðum hóp að skipa. Bæði lið léku fínan varnarleik á köflum, Valskonur á lengri köflum og þær nýttu það líka betur þegar þær stoppuðu gestina með því að skora hinum megin. Valskonur fengu veglegt framlag af bekknum og gátu fagnað mörgum hlutum í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Hvað gekk illa? Njarðvík gekk illa að skora. Þær enduðu leikinn með 32% hittni utan af velli og þ.á.m. hittu þær ekki úr nema fjórum þriggja stiga skotum í 27 tilraunum. Tölfræði sem vakti athygli? Hittni Valskvenna vakti athygli en á löngum köflum var hún 55%. Það gerði það að verkum munurinn jókst og jókst en þrátt fyrir að liðin hafi tapað svipað mörgum boltum þá nýttu heimakonur það mun betur. Valur tapaði 23 boltum á móti 24 töpuðum boltum gestanna en munurinn var sá að Valur skoraði 25 stig eftir tapaðan bolta hjá Njarðvík á meðan gestirnir náðu einungis í níu þannig stig. Bestar á vellinum? Kiana Johnson átti mjög góðan leik en hún skoraði 17 stig af 19 í seinni hálfleik. Þá gaf hún átta stoðsendingar. Hún fékk mikið meiri hjálp frá sínum liðsfélögum en Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 14 stig og Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 11. Collier hefði þurft meiri hjálp en hún náði sínum meðaltölum tölfræðilegaVísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Aliyah Collier var allt í öllu hjá Njarðvík. Skoraði 25 stig, tók 12 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal sjö boltum. Hún fékk því miður ekki sömu hjálp frá sínum liðsfélögum en engin annar leikmaður Njarðvíkur skoraði yfir 10 stig. Hvað næst? Seinni helmingur Íslandsmótsins hefst. Njarðvíkingar spila við granna sína úr Keflavík eftir viku og á sama tíma taka Valskonur á móti Blikum. Kamilla: Erfitt þegar við fáum ítrekað körfur í andlitið Kamilla segir að fleiri hafi þurft að leggja lóð á vogarskálarnar í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir „Jú klárlega við settum ekki neitt af opnu skotunum okkar í dag“, sagði fyrirliði Njarðvíkinga, Kamilla Sól Viktorsdóttir, þegar hún var spurð að því hvort það væri ekki hægt að skrifa tapið að mestum hluta á slæma hittni Njarðvíkinga. „Þær hittu svo mjög vel. Voru lengi vel með 50% þriggja stiga nýtingu, allavega í hálfleik, bara frekar vængbrotið Njarðvíkur lið í dag.“ Kamilla var spurð að því hversu fljótt trúin hafi farið úr liðinu. „Ég vil meina að hún hafi ekki verið svo fljót að fara. Við komum mjög peppaðar inn í leikinn, það er frekar peppandi þegar við erum „underdog“ en þetta er svolítið erfitt þegar við fáum ítrekað körfur í andlitið og náum ekki að stoppa. Það er bara áfram gakk.“ Njarðvíkingar náðu upp fínum köflum varnarlega en náðu ekki að nýta það í skoruðum körfum. Það hlaut að vera pirrandi. „Já algjörlega, okkur vantaði bara fleiri leikmenn til að skora. Aliyah [Collier] var sú eina sem var að skora af einhverju viti. Svo vantaði okkur bara hæð til að ná í fráköst og nýta það í sókninni þegar við vorum að klikka á þessum skotum.“ Að lokum var fyrirliðinn spurð út í hvað Njarðvíkukonur gætu tekið út úr þessum leik. „Margt svo sem. Við gáfum æft okkur vel í varnarútfærslum sem við ætlum að nýta okkur seinna á tímabilinu. Þó það hafi ekki heppnast nógu vel nógu oft þá er hægt að taka það út úr þessum leik í rauninni.“