Stjórnvöld þurfi að opna augun Snorri Másson skrifar 31. desember 2022 12:09 Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og forseti Alþýðusambandsins gengur inn í Stjórnarráðið fyrir skemmstu. Hann segir stjórnvöld sýna afkomu almennings fálæti á tímum afkomukreppu. Vísir/Vilhelm Sjötíu prósent Íslendinga ná endum saman hver mánaðamót þrátt fyrir talsverða verðbólgu og erfiðar markaðsaðstæður. Tæp 30 prósent eiga í erfiðleikum með að ná endum saman og hluta þeirra tekst það alls ekki og er farinn að safna skuldum. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að opna augun fyrir stöðu fólks. Í könnun Maskínu voru Íslendingar spurðir um fjármál heimilisins á þessari stundu. 35,1% segist ná mjög vel endum saman og geta sparað um mánaðamót. Önnur 35,1% segjast ná endum saman um hver mánaðamót þótt ekki sé sparnaðurinn endilega mikill. 22,1% segjast hafa átt í erfiðleikum með að ná endum saman upp á síðkastið en eru þó ekki farin að safna skuldum. Og 7,3% segjast ekki ná endum saman á þessu stigi og eru farin að safna skuldum. „Þessar niðurstöður koma okkur auðvitað því miður ekki rosalega á óvart. Við höfum séð þetta og bent á að undanförnu að staða fólks er rosalega misjöfn. Það eru hópar sem eru að berjast í bökkum, fólk sem er á leigumarkaði er að glíma við gríðarlegar hækkanir á leigu og fólk á fasteignamarkaði hefur verið að glíma við hærri vexti og aukna greiðslubyrði,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Á sama tíma hafi stjórnvöld til að mynda ekki komið fram með leiguþak og almennt ekki gert nóg. Kristján segir óskiljanlegt að stjórnvöld sýni afkomu almennings í miðri afkomukreppu þvílíkt fálæti. „Það þarf að opna augun fyrir þessu og grípa inn í og styðja við fólkið. Auðvitað sjáum við líka það sem er að gerast um áramótin, það eru ýmsar gjaldskrárhækkanir að koma fram hjá hinu opinbera; þarna þurfa þessir aðilar að taka þetta til sín og gera eitthvað til að styðja við fólkið og varpa þessu ekki yfir á almenning á þessum tímapunkti,“ segir Kristján. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar á árinu hefur einkennst af átökum sem hafa að sögn Kristjáns tekið sinn toll. Þótt bráðabirgðasamningar hafi tekist hjá stærstu félögunum, kemur fram í könnun Maskínu að almenningsálitið er á þá leið að 46% eru í meðallagi ánægð með störf hreyfingarinnar, fjórðungur beinlínis óánægður og tæpur þriðjungur ánægður. Efling á eftir að semja fyrir sína félagsmenn á meðan Starfsgreinasambandið og samflot iðn- og tæknimanna hafa þegar samið. „Ég vona að félagar mínir hjá Eflingu nái að landa kjarasamningi sem fyrst þannig að þeirra félagsfólk muni fá launahækkanir. Og að það gerist sem allra fyrst,“ segir Kristján. Áramót ASÍ Kjaraviðræður 2022 Fjármál heimilisins Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Í könnun Maskínu voru Íslendingar spurðir um fjármál heimilisins á þessari stundu. 35,1% segist ná mjög vel endum saman og geta sparað um mánaðamót. Önnur 35,1% segjast ná endum saman um hver mánaðamót þótt ekki sé sparnaðurinn endilega mikill. 22,1% segjast hafa átt í erfiðleikum með að ná endum saman upp á síðkastið en eru þó ekki farin að safna skuldum. Og 7,3% segjast ekki ná endum saman á þessu stigi og eru farin að safna skuldum. „Þessar niðurstöður koma okkur auðvitað því miður ekki rosalega á óvart. Við höfum séð þetta og bent á að undanförnu að staða fólks er rosalega misjöfn. Það eru hópar sem eru að berjast í bökkum, fólk sem er á leigumarkaði er að glíma við gríðarlegar hækkanir á leigu og fólk á fasteignamarkaði hefur verið að glíma við hærri vexti og aukna greiðslubyrði,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Á sama tíma hafi stjórnvöld til að mynda ekki komið fram með leiguþak og almennt ekki gert nóg. Kristján segir óskiljanlegt að stjórnvöld sýni afkomu almennings í miðri afkomukreppu þvílíkt fálæti. „Það þarf að opna augun fyrir þessu og grípa inn í og styðja við fólkið. Auðvitað sjáum við líka það sem er að gerast um áramótin, það eru ýmsar gjaldskrárhækkanir að koma fram hjá hinu opinbera; þarna þurfa þessir aðilar að taka þetta til sín og gera eitthvað til að styðja við fólkið og varpa þessu ekki yfir á almenning á þessum tímapunkti,“ segir Kristján. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar á árinu hefur einkennst af átökum sem hafa að sögn Kristjáns tekið sinn toll. Þótt bráðabirgðasamningar hafi tekist hjá stærstu félögunum, kemur fram í könnun Maskínu að almenningsálitið er á þá leið að 46% eru í meðallagi ánægð með störf hreyfingarinnar, fjórðungur beinlínis óánægður og tæpur þriðjungur ánægður. Efling á eftir að semja fyrir sína félagsmenn á meðan Starfsgreinasambandið og samflot iðn- og tæknimanna hafa þegar samið. „Ég vona að félagar mínir hjá Eflingu nái að landa kjarasamningi sem fyrst þannig að þeirra félagsfólk muni fá launahækkanir. Og að það gerist sem allra fyrst,“ segir Kristján.
Áramót ASÍ Kjaraviðræður 2022 Fjármál heimilisins Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira