Jóhann Þór um mögulegar breytingar á leikmannahópnum: „Erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 30. desember 2022 21:00 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Það var ekki boðið upp á góðan leik fyrir hjartveika í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn og Þór Þorlákshöfn áttust við í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu 34 stig í 4. leikhluta og þurrkuðu út 20 stiga forskot Grindvíkinga eins og hendi væri veifað. Grindavíkursigur þó niðurstaðan að lokum þar sem Þórsarar hefðu getað stolið sigrinum með síðasta skotinu. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkinga sagði að hans menn hefðu verið orðnir lúnir og orkulitlir, en gaf Þórsurum fullt kredit fyrir þeirra leik síðustu 10 mínúturnar. „Þórsararnir gerðu vel í að koma til baka. En það var hörkuspenna í þessu og fólk fékk bara allt fyrir peninginn, nema kannski þessir hjartveiku. Það var bara sitt lítið af hverju að klikka. Það fór rosaleg orka hjá okkur í þriðja leikhlutann og við gerðum kannski mistök að rúlla ekki nógu vel í byrjun seinni. Það beit okkur svolítið í rassinn og síðustu fjórar mínúturnar þá eru gæjar eins og Dee, Ólafur og Gkay búnir, eða að minnsta kosti ansi orkulitlir.“ Eftir að Grindvíkingar voru nánast búnir að kafsigla gestina í 3. leikhluta mátti engu muna að sigurinn gengi þeim úr greipum en tvö stig telja alltaf jafn mikið, sama hversu mjótt er á munum þegar upp er staðið. „Þetta var erfitt og þeir gerðu vel í að pressa okkur og ýta okkur út og allt það. Við þurftum að hafa rosalega fyrir öllum körfum og öllu sem við vorum að gera hérna í síðasta leikhlutanum. En eins og ég sagði hérna fyrir leik, bara sigur og það er það sem við tökum og áfram gakk.“ Það var töluverður hiti í leiknum í kvöld. Hart tekist á og ófáar tækni- og óíþróttamannslegar villur dæmdar. Stemmingin í húsinu var líka góð, þétt setið og mikil læti. Jóhann var að vonum ánægður með Grindvíkinga sem fjölmenntu í HS-Orku höllina í kvöld. „Það er bara eins og það á að vera. Frábær mæting og hörku stemming. Bara geggjað og vonandi það sem koma skal.“ – Er þetta ekki bara hvatning til Grindvíkinga að halda þessum dampi fram að vori? „Algjörlega. Það væri bara geggjað, okkur veitir ekkert af því. Þetta er hörku deild og hver leikur „do or die“ liggur við. Ég mæli eindregið með því.“ Mikið hefur verið rætt um að Grindvíkingar séu með þunnskipaðan hóp í vetur. Gamla ÍG kempan Bergvin Ólafarson setti Subway skotið frá miðju í kvöld, Jóhann hefur ekkert íhugað að bjóða honum að mæta á æfingar? „Við erum búnir að vera að reyna að bæta við þetta síðan í október, þetta er bara geggjuð hugmynd.“ Það eru þá sem sagt einhverjar breytingar á hópnum í kortinu? „Við erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október þannig að það gerist vonandi núna að við náum að bæta við þetta, vonandi náum við að kreista það út sem fyrst.“ Það verður áhugavert að sjá hvað Grindvíkingar draga uppúr hattinum á leikmannamarkaðnum á nýju ári. Það er góð stemming í hópnum samkvæmt því sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson sagði við okkur í viðtali eftir leik, svo að Grindvíkingar þurfa að velja þetta síðasta púsl af kostgæfni. Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Grindavíkursigur þó niðurstaðan að lokum þar sem Þórsarar hefðu getað stolið sigrinum með síðasta skotinu. Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkinga sagði að hans menn hefðu verið orðnir lúnir og orkulitlir, en gaf Þórsurum fullt kredit fyrir þeirra leik síðustu 10 mínúturnar. „Þórsararnir gerðu vel í að koma til baka. En það var hörkuspenna í þessu og fólk fékk bara allt fyrir peninginn, nema kannski þessir hjartveiku. Það var bara sitt lítið af hverju að klikka. Það fór rosaleg orka hjá okkur í þriðja leikhlutann og við gerðum kannski mistök að rúlla ekki nógu vel í byrjun seinni. Það beit okkur svolítið í rassinn og síðustu fjórar mínúturnar þá eru gæjar eins og Dee, Ólafur og Gkay búnir, eða að minnsta kosti ansi orkulitlir.“ Eftir að Grindvíkingar voru nánast búnir að kafsigla gestina í 3. leikhluta mátti engu muna að sigurinn gengi þeim úr greipum en tvö stig telja alltaf jafn mikið, sama hversu mjótt er á munum þegar upp er staðið. „Þetta var erfitt og þeir gerðu vel í að pressa okkur og ýta okkur út og allt það. Við þurftum að hafa rosalega fyrir öllum körfum og öllu sem við vorum að gera hérna í síðasta leikhlutanum. En eins og ég sagði hérna fyrir leik, bara sigur og það er það sem við tökum og áfram gakk.“ Það var töluverður hiti í leiknum í kvöld. Hart tekist á og ófáar tækni- og óíþróttamannslegar villur dæmdar. Stemmingin í húsinu var líka góð, þétt setið og mikil læti. Jóhann var að vonum ánægður með Grindvíkinga sem fjölmenntu í HS-Orku höllina í kvöld. „Það er bara eins og það á að vera. Frábær mæting og hörku stemming. Bara geggjað og vonandi það sem koma skal.“ – Er þetta ekki bara hvatning til Grindvíkinga að halda þessum dampi fram að vori? „Algjörlega. Það væri bara geggjað, okkur veitir ekkert af því. Þetta er hörku deild og hver leikur „do or die“ liggur við. Ég mæli eindregið með því.“ Mikið hefur verið rætt um að Grindvíkingar séu með þunnskipaðan hóp í vetur. Gamla ÍG kempan Bergvin Ólafarson setti Subway skotið frá miðju í kvöld, Jóhann hefur ekkert íhugað að bjóða honum að mæta á æfingar? „Við erum búnir að vera að reyna að bæta við þetta síðan í október, þetta er bara geggjuð hugmynd.“ Það eru þá sem sagt einhverjar breytingar á hópnum í kortinu? „Við erum búnir að vera að leita síðan einhvern tímann í október þannig að það gerist vonandi núna að við náum að bæta við þetta, vonandi náum við að kreista það út sem fyrst.“ Það verður áhugavert að sjá hvað Grindvíkingar draga uppúr hattinum á leikmannamarkaðnum á nýju ári. Það er góð stemming í hópnum samkvæmt því sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson sagði við okkur í viðtali eftir leik, svo að Grindvíkingar þurfa að velja þetta síðasta púsl af kostgæfni.
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 95-93 | Magnaður fjórði leikhluti Þórsara dugði ekki Grindavík virtist með unninn leik í höndunum þegar fjórði leikhluti hófst gegn Þór Þorlákshöfn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsarar eru hins vegar ólseigir og spiluðu hreint út sagt frábærlega í 4. leikhluta. Það dugði hins vegar ekki og Grindavík vann á endanum tveggja stiga sigur. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 30. desember 2022 20:10
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti