Gleðilegt Evrópuár! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. janúar 2023 07:00 Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur. Aðild að ESB er ekki eitthvert eitt verkefni með upphafs og lokapunkti. Þetta er ekki eins og jarðgöng sem klárast þegar búið er að bora í gegn og ganga frá. Þetta er viðvarandi verkefni áskorana og tækifæra þar sem samvinna og samtal, oft ólíkra þjóða, er lykill að velgengi. Á stríðstímum er síðan verðugt að muna að viðskipti og varnir eru tvær hliðar á sama peningnum. Til að tryggja frið. Þess vegna lögðu forystumenn vestrænna lýðræðisríkja eftir seinni heimstyrjöldina áherslu á að byggja upp bæði varnar- og efnahagsbandalag í Evrópu. Þar liggja ræturnar. Viðreisn leggur áherslu á að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins, styrkja velferðarkerfið, tryggja viðskiptafrelsi og taka stærri skref í loftslagsmálum. Að við vinnum saman með öðrum þjóðum í markvissu samstarfi að friði, farsæld, öryggi og stöðugleika. Aðild að ESB er leið til að ná þessum markmiðum. Þurfum meiri aga í ríkisfjármálin En það kostar vandaðan undirbúning. Agi í ríkisfjármálum er líklega eitt snúnasta verkefnið. Ár eftir ár er ríkissjóður rekinn með halla. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að gera gott betur, hún ætlar að velta vandanum yfir á næstu ríkisstjórn og skila ríkissjóði með halla til ársins 2027. Með vaxtagjöld nú sem þriðja stærsta útgjaldalið ríkissjóðs og hlutfallslega mestu vaxtagjöldin innan OECD. Vaxtagjöld sem gætu svo auðveldlega verið notuð í aðra hluti eins og eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Ef ráðist væri að rótum vandans og breytt um gjaldmiðil. Viðvarandi andúð ríkisstjórnarflokkana gagnvart ESB og Evru kann að markast af ótta við krefjandi og viðfangsmikið verkefni ef taka á upp Evru. Því aukinn agi í ríkisfjármálum og efnahagsstjórnun er nauðsynlegur. Það breytir ekki því að þessi leið er ekki óyfirstíganleg eins og Króatar hafa nú nýlega sýnt fram á. Heimatilbúin fákeppni Aðild að Evrópusambandinu er leið að markmiði sem getur tryggt efnahagslega sem félagslega velferð. En hún er einnig leið sem gerir stjórnvöldum erfiðara fyrir að taka sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Hún ýtir undir gegnsæi, samkeppni og aðhald. Við sjáum að þar sem EES samningnum sleppir ríkir meiri fákeppni á markaði og í þjónustu. Með aðild að ESB opnast tækifæri sem getur sveigt okkur frá hinum heimasmíðaða veruleika fákeppni og sérgæslu. Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkar samkeppni og gríðarlegan kostnað sem síðan fylgir skorti á samkeppni. Fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði, eldsneytismarkaði eða í landbúnaði er ávallt neytendum og heimilum í landinu í óhag. Þetta þarf ekki að vera svona. Nú er rétti tíminn! Í áraraðir hefur verið sagt að nú sé ekki rétti tíminn til að ræða ESB, hvað þá taka stærri skref til að klára aðildarviðræður í umboði þjóðarinnar. Ég er ósammála því. Ungt fólk og þau sem stjórna litlum og meðalstórum fyrirtækjum vilja meiri fyrirsjáanleika. Ef þau ætla á annað borð að starfa hér heima. Enda nóg komið af smáskammtalækningum og skammtímasjónarmiðum. Líka reglubundnum kreppum og dýfum þar sem lausn gömlu stjórnmálaflokkana virðist alltaf vera að færa vandann yfir á komandi kynslóðir. Í nýjum sem eldri umbúðum. Jafnvel með rauðri slaufu. Króatía er ágætt dæmi hvað hægt er að gera ef stjórnmálafólk setur mál á dagskrá og hefur þolinmæði og hugrekki til að fylgja því eftir. Þrátt fyrir klassískar úrtöluraddir og íhaldsmennsku. Pawel Bartoszek svaraði fólki í gær á Twitter sem segir upptöku Evru ekki var neina töfralausn og hún taki tíma. „Allt rétt“, segir Pawel. „En það að eitthvað taki tíma eru rök til að byrja strax að vinna í því, ekki að það taki því ekki“. Ég er sammála því. Það er ekki eftir neinu að bíða. Nú er tíminn. Gleðilegt Evrópuár! Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að ein fyrsta frétt ársins var um framsýni og þrautseigju Króata. Um áramótin tóku þeir upp Evru og gengu í Schengen-samstarfið eftir góðan og krefjandi undirbúning. Fyrir 12 árum síðan vorum við Íslendingar einnig umsóknarríki að Evrópusambandinu. Ætluðum jafnvel að vera á undan Króötum með aðild og upptöku Evru. En nú er öldin önnur. Aðild að ESB er ekki eitthvert eitt verkefni með upphafs og lokapunkti. Þetta er ekki eins og jarðgöng sem klárast þegar búið er að bora í gegn og ganga frá. Þetta er viðvarandi verkefni áskorana og tækifæra þar sem samvinna og samtal, oft ólíkra þjóða, er lykill að velgengi. Á stríðstímum er síðan verðugt að muna að viðskipti og varnir eru tvær hliðar á sama peningnum. Til að tryggja frið. Þess vegna lögðu forystumenn vestrænna lýðræðisríkja eftir seinni heimstyrjöldina áherslu á að byggja upp bæði varnar- og efnahagsbandalag í Evrópu. Þar liggja ræturnar. Viðreisn leggur áherslu á að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins, styrkja velferðarkerfið, tryggja viðskiptafrelsi og taka stærri skref í loftslagsmálum. Að við vinnum saman með öðrum þjóðum í markvissu samstarfi að friði, farsæld, öryggi og stöðugleika. Aðild að ESB er leið til að ná þessum markmiðum. Þurfum meiri aga í ríkisfjármálin En það kostar vandaðan undirbúning. Agi í ríkisfjármálum er líklega eitt snúnasta verkefnið. Ár eftir ár er ríkissjóður rekinn með halla. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að gera gott betur, hún ætlar að velta vandanum yfir á næstu ríkisstjórn og skila ríkissjóði með halla til ársins 2027. Með vaxtagjöld nú sem þriðja stærsta útgjaldalið ríkissjóðs og hlutfallslega mestu vaxtagjöldin innan OECD. Vaxtagjöld sem gætu svo auðveldlega verið notuð í aðra hluti eins og eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Ef ráðist væri að rótum vandans og breytt um gjaldmiðil. Viðvarandi andúð ríkisstjórnarflokkana gagnvart ESB og Evru kann að markast af ótta við krefjandi og viðfangsmikið verkefni ef taka á upp Evru. Því aukinn agi í ríkisfjármálum og efnahagsstjórnun er nauðsynlegur. Það breytir ekki því að þessi leið er ekki óyfirstíganleg eins og Króatar hafa nú nýlega sýnt fram á. Heimatilbúin fákeppni Aðild að Evrópusambandinu er leið að markmiði sem getur tryggt efnahagslega sem félagslega velferð. En hún er einnig leið sem gerir stjórnvöldum erfiðara fyrir að taka sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Hún ýtir undir gegnsæi, samkeppni og aðhald. Við sjáum að þar sem EES samningnum sleppir ríkir meiri fákeppni á markaði og í þjónustu. Með aðild að ESB opnast tækifæri sem getur sveigt okkur frá hinum heimasmíðaða veruleika fákeppni og sérgæslu. Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkar samkeppni og gríðarlegan kostnað sem síðan fylgir skorti á samkeppni. Fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði, eldsneytismarkaði eða í landbúnaði er ávallt neytendum og heimilum í landinu í óhag. Þetta þarf ekki að vera svona. Nú er rétti tíminn! Í áraraðir hefur verið sagt að nú sé ekki rétti tíminn til að ræða ESB, hvað þá taka stærri skref til að klára aðildarviðræður í umboði þjóðarinnar. Ég er ósammála því. Ungt fólk og þau sem stjórna litlum og meðalstórum fyrirtækjum vilja meiri fyrirsjáanleika. Ef þau ætla á annað borð að starfa hér heima. Enda nóg komið af smáskammtalækningum og skammtímasjónarmiðum. Líka reglubundnum kreppum og dýfum þar sem lausn gömlu stjórnmálaflokkana virðist alltaf vera að færa vandann yfir á komandi kynslóðir. Í nýjum sem eldri umbúðum. Jafnvel með rauðri slaufu. Króatía er ágætt dæmi hvað hægt er að gera ef stjórnmálafólk setur mál á dagskrá og hefur þolinmæði og hugrekki til að fylgja því eftir. Þrátt fyrir klassískar úrtöluraddir og íhaldsmennsku. Pawel Bartoszek svaraði fólki í gær á Twitter sem segir upptöku Evru ekki var neina töfralausn og hún taki tíma. „Allt rétt“, segir Pawel. „En það að eitthvað taki tíma eru rök til að byrja strax að vinna í því, ekki að það taki því ekki“. Ég er sammála því. Það er ekki eftir neinu að bíða. Nú er tíminn. Gleðilegt Evrópuár! Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar