Þrjú loftför, tvö slys og tíu slasaðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2023 13:01 Þyrlur gæslunnar koma á Landspítalann með sex slasaða eftir bílslys í Öræfum. Flugvélin flutti svo fjóra, þar af einn úr öðru slysi, á spítalann. Vísir/vilhelm Landhelgisgæslan vill hafa flugvél sína, sem gegndi mikilvægu hlutverki þegar alvarlegt umferðarlys varð á Suðurlandi í gær, oftar til taks hér á Íslandi. Tíu manns úr tveimur slysum voru fluttir til Reykjavíkur með þremur loftförum gæslunnar í gær; bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Öldulón og Fagurhólsmýri um klukkan tvö síðdegis í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hafa gengið mjög vel; fólkið var flutt til Reykjavíkur með tveimur þyrlum gæslunnar og eftirlitsflugvél. „Það bættist að vísu einn við því það varð annað umferðarslys seinnipartinn. Þannig að flugvélin flutti fjóra og þyrlurnar sex,“ segir Ásgeir. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Þetta sýni mikilvægi þess að hafa flugvélina einnig til taks, sem of oft sé erlendis. „Það er svosem ekkert launungarmál að við vildum gjarnan hafa flugvélina heima í ríkari mæli. En auðvitað má ekki gleyma því að vera vélarinnar við landamæraeftirlit erlendis er auðvitað líka afar mikilvægt framlag Íslands við ytri landamæri Evrópu,“ segir Ásgeir. Þá er það afar fátítt að þrjú loftför gæslunnar séu nýtt í einu og sama útkallinu, að sögn Ásgeirs. „Þetta gerist í mesta lagi einu sinni á ári. Ég man eftir því að öll fjögur loftförin voru nýtt þegar varð rútuslys, ég held það hafi veirð í lok árs 2018, til þess að flytja slasaða. Þannig að þetta vissulega gerist, en sem betur fer er það ekki oft.“ Spánverji ók bílnum Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir tildrög slyssins til rannsóknar og ekkert fáist uppgefið um þau í bili. Þá hefur hann ekki fengið upplýsingar um líðan fólksins en það var allt með góð lífsmörk við flutning á sjúkrahús í gær. Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum, ökumaður þess bíls er Spánverji, og Íslendingar í hinum. Enn á eftir að taka skýrslu af fólkinu en sex voru í öðrum bílnum og þrír í hinum. Oddur segir loftbrú Landhelgisgæslunnar hafi gefist afar vel - en starfsfólki bráðamóttökunnar í Reykjavík hafi þó vissulega brugðið að fá svo stóran hóp til sín í einu. Landhelgisgæslan Samgönguslys Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Öldulón og Fagurhólsmýri um klukkan tvö síðdegis í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hafa gengið mjög vel; fólkið var flutt til Reykjavíkur með tveimur þyrlum gæslunnar og eftirlitsflugvél. „Það bættist að vísu einn við því það varð annað umferðarslys seinnipartinn. Þannig að flugvélin flutti fjóra og þyrlurnar sex,“ segir Ásgeir. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Þetta sýni mikilvægi þess að hafa flugvélina einnig til taks, sem of oft sé erlendis. „Það er svosem ekkert launungarmál að við vildum gjarnan hafa flugvélina heima í ríkari mæli. En auðvitað má ekki gleyma því að vera vélarinnar við landamæraeftirlit erlendis er auðvitað líka afar mikilvægt framlag Íslands við ytri landamæri Evrópu,“ segir Ásgeir. Þá er það afar fátítt að þrjú loftför gæslunnar séu nýtt í einu og sama útkallinu, að sögn Ásgeirs. „Þetta gerist í mesta lagi einu sinni á ári. Ég man eftir því að öll fjögur loftförin voru nýtt þegar varð rútuslys, ég held það hafi veirð í lok árs 2018, til þess að flytja slasaða. Þannig að þetta vissulega gerist, en sem betur fer er það ekki oft.“ Spánverji ók bílnum Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir tildrög slyssins til rannsóknar og ekkert fáist uppgefið um þau í bili. Þá hefur hann ekki fengið upplýsingar um líðan fólksins en það var allt með góð lífsmörk við flutning á sjúkrahús í gær. Erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum, ökumaður þess bíls er Spánverji, og Íslendingar í hinum. Enn á eftir að taka skýrslu af fólkinu en sex voru í öðrum bílnum og þrír í hinum. Oddur segir loftbrú Landhelgisgæslunnar hafi gefist afar vel - en starfsfólki bráðamóttökunnar í Reykjavík hafi þó vissulega brugðið að fá svo stóran hóp til sín í einu.
Landhelgisgæslan Samgönguslys Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira