Varnarstefna fyrir Ísland? Friðrik Jónsson skrifar 4. janúar 2023 17:01 Nú þegar rúmir 10 mánuðir eru liðnir frá upphafi endurárásar Rússlands í Úkraínu hefur ekki mikið frést af fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda varðandi varnir landsins í breyttu öryggisumhverfi. Nýsamþykkt fjárlög fyrir 2023 bera þó með sér mikil tíðindi, en bein útgöld til fjárheimildar liðarins „Samstarf um öryggis- og varnarmál“ var aukinn um tæp 50% milli ára, eða úr þremur milljörðum í tæplega fjóra og hálfan milljarð. Auk þessa skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til róttækra aðgerða á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í lok júní síðastliðinn, bæði í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna og með samþykki á nýrri grunnstefnu bandalagsins. Til viðbótar er Ísland hluti af auknu samstarfi Norðurlandanna á sviði varnar- og öryggismála sem boðað var með sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherranna fimm í ágúst síðastliðnum. Allt þetta hlýtur að hafa áhrif og afleiðingar á framkvæmd og fyrirkomulag jafn mikilvægs málaflokks hér á landi. Í breyttum heimi þar sem ábyrgð stjórnvalda hvað varðar hefðbundnar varnir hafa á ný orðið forgangsverkefni, er eðlilegt að velta fyrir sér hvort stjórnsýsluleg og fjárhagsleg ábyrgð og stefnumörkun séu nógu skýr. Staðreyndin er sú að varnir landsins hvíla nær alfarið á alþjóðlegu samstarfi og því að herlaust land tryggir ekki varnir sínar án öflugs og trausts samstarfs við bandalagsþjóðir. Í umræðu undanfarinna vikna tengt aðlögun á þjóðaröryggistefnu Íslands frá 2016 hefur komið fram gagnrýni að hún taki þrátt fyrir breytingar ekki nægjanlegt tillit til breyttrar stöðu. Að eiginlegum vörnum landsins sé ekki gerð fullnægjandi skil. Baldur Þórhallsson, prófessor, hefur í því samhengi varað við því að Íslands megi ekki vera veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Atlantshafsbandalagsins. Grunnvandinn er kannski sá að eiginleg varnarstefna fyrir Ísland hefur aldrei verið formfest umfram það sem segir í þjóðaröryggisstefnunni „Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands...“ og „Að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 tryggi áfram varnir Íslands ...“. Hér má úr bæta og tímabært að unnin verði sérstök varnarstefna fyrir Ísland byggð á þeim forsendum sem fram koma í þjóðaröryggisstefnunni og í ljósi breyttra aðstæðna. Varnarstefna sem leggi grunn að og skýri markmið, stjórnsýslulegt fyrirkomulag, framkvæmd, ábyrgð og fjármögnun varna Íslands. Sú stefna verði hluti af þjóðaröryggisstefnu og uppfærð með reglubundnum hætti. Þetta mætti tilgreina í uppfærðri þjóðaröryggisstefnu og jafnframt fela utanríkisráðuneytinu að vinna slíka stefnu. Taka mætti mið af varnarstefnum helstu nágrannaríkja og grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er sérfræðingur á sviði öryggis- og varnarmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Friðrik Jónsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar rúmir 10 mánuðir eru liðnir frá upphafi endurárásar Rússlands í Úkraínu hefur ekki mikið frést af fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda varðandi varnir landsins í breyttu öryggisumhverfi. Nýsamþykkt fjárlög fyrir 2023 bera þó með sér mikil tíðindi, en bein útgöld til fjárheimildar liðarins „Samstarf um öryggis- og varnarmál“ var aukinn um tæp 50% milli ára, eða úr þremur milljörðum í tæplega fjóra og hálfan milljarð. Auk þessa skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til róttækra aðgerða á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í lok júní síðastliðinn, bæði í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna og með samþykki á nýrri grunnstefnu bandalagsins. Til viðbótar er Ísland hluti af auknu samstarfi Norðurlandanna á sviði varnar- og öryggismála sem boðað var með sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherranna fimm í ágúst síðastliðnum. Allt þetta hlýtur að hafa áhrif og afleiðingar á framkvæmd og fyrirkomulag jafn mikilvægs málaflokks hér á landi. Í breyttum heimi þar sem ábyrgð stjórnvalda hvað varðar hefðbundnar varnir hafa á ný orðið forgangsverkefni, er eðlilegt að velta fyrir sér hvort stjórnsýsluleg og fjárhagsleg ábyrgð og stefnumörkun séu nógu skýr. Staðreyndin er sú að varnir landsins hvíla nær alfarið á alþjóðlegu samstarfi og því að herlaust land tryggir ekki varnir sínar án öflugs og trausts samstarfs við bandalagsþjóðir. Í umræðu undanfarinna vikna tengt aðlögun á þjóðaröryggistefnu Íslands frá 2016 hefur komið fram gagnrýni að hún taki þrátt fyrir breytingar ekki nægjanlegt tillit til breyttrar stöðu. Að eiginlegum vörnum landsins sé ekki gerð fullnægjandi skil. Baldur Þórhallsson, prófessor, hefur í því samhengi varað við því að Íslands megi ekki vera veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Atlantshafsbandalagsins. Grunnvandinn er kannski sá að eiginleg varnarstefna fyrir Ísland hefur aldrei verið formfest umfram það sem segir í þjóðaröryggisstefnunni „Að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands...“ og „Að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 tryggi áfram varnir Íslands ...“. Hér má úr bæta og tímabært að unnin verði sérstök varnarstefna fyrir Ísland byggð á þeim forsendum sem fram koma í þjóðaröryggisstefnunni og í ljósi breyttra aðstæðna. Varnarstefna sem leggi grunn að og skýri markmið, stjórnsýslulegt fyrirkomulag, framkvæmd, ábyrgð og fjármögnun varna Íslands. Sú stefna verði hluti af þjóðaröryggisstefnu og uppfærð með reglubundnum hætti. Þetta mætti tilgreina í uppfærðri þjóðaröryggisstefnu og jafnframt fela utanríkisráðuneytinu að vinna slíka stefnu. Taka mætti mið af varnarstefnum helstu nágrannaríkja og grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er sérfræðingur á sviði öryggis- og varnarmála.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun