Endurheimti ekki bílinn fyrr en hann hringdi í lögregluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2023 10:01 Ferðatöskur viðskiptavina Lagningar sem biðu tímunum saman eftir bílum sínum aðfaranótt þriðjudags. Vísir Ferðalangur sem geymdi jeppa sinn hjá Lagningu á meðan á utanlandsferð stóð segist hafa neyðst til að hringja á lögreglu til að endurheimta bílinn sinn frá fyrirtækinu. Fleiri viðskiptavinir hafa fengið þau svör að bíll þeirra finnist ekki. Ástand varð á Keflavíkurflugvelli á mánudagskvöld og raunar fram á þriðjudagsmorgun. Fjöldi fjölskylda með börn fékk fá ef nokkur svör þegar það ætlaði að heimta bíl sinn úr vörslu Lagningar eftir heimkomu til Íslands. Dæmi eru um að fólk hafi beðið í átta klukkustundir eftir bíl sínum. Íris Hrund Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Lagningar, sagði í viðtali á Vísi í gær að í grunninn væri ástæða aukið álag vegna snjósins sem kyngdi niður viku fyrir jól. Eftir þá ófærð hafi fjögur hundruð bílar í geymslu hjá fyrirtækinu setið fastir. Langþreyttir starfsmenn hefðu svo bugast á mánudagskvöld og sumir farið heim grátandi eftir samskipti við skiljanlega pirraða viðskiptavini Lagningar. Nú væri búið að vinda ofan af vandanum, endurgreiða viðskiptavinum og læra af mistökum. Óhætt er að segja að viðskiptavinir Lagningar, fleiri en einn og fleiri en tveir, séu ekki sáttir við skýringar framkvæmdastjórans. Þeirra á meðal er Ólafur Jónasson, pípulagningameistari í Reykjavík. Hann lenti með konu sinni á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið á mánudagskvöldið. Grátandi börn „Mér finnst hún sleppa heldur ódýrt,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu eftir að hafa kynnt sér svör framkvæmdastjóra fyrirtækisins á Vísi. Hann er verulega ósáttur við viðskipti sín við Lagningu. Hann tekur fram að vesen þeirra hjóna hafi verið lítið miðað við marga. „Það var fólk með grátandi börn sem stóð þarna klukkutímum saman,“ segir Ólafur. Hann krafði starfsmenn Lagningar um bílinn og fékk þau svör að þeir væru aðeins tveir starfsmenn á vaktinni. Augljóst hafi verið að þeir réðu engan veginn við verkefnið. „Þeir kæmust ekkert í þetta. Ég væri í röðinni og fengi bílinn eftir eina og hálfa klukkustund í fyrsta lagi,“ segir Ólafur. Verst hafi verið þau svör að starfsmennirnir vissu hreinlega ekki hvar bílana væri að finna. Enginn hafi vitað hvar bílinn væri að finna Ólafur hugsaði nefnilega að hann tæki bara leigubíl að bílnum sínum. Sækti hann hvar sem honum væri þá lagt. Ekki hafi verið hægt að fá svör við því. Starfsfólkið hafi stungið upp á að hann tæki leigubíl í bæinn, fengi nótu og myndi krefja Lagningu um endurgreiðslu. „Þeir voru hættir að svara í símann. Skelltu á og voru með dónaskap. Maður hefur aldrei lent í svona vitleysisgangi,“ segir Ólafur. Hann ákvað þá að hringja í lögreglu. „Ég var búinn að bíða í þrjár klukkustundir. Ég hafði óskað eftir staðsetningu. Það vissi enginn hvar bíllinn var,“ segir Ólafur. Lögreglumaðurinn sem svaraði hafi tekið beiðni hans vel. „Ég tilkynnti að bíllinn hefði verið haldlagður. Þannig var málið komið í formlegt ferli. Lögreglan keyrði um allt og fann bílinn fyrir rest,“ segir Ólafur. Fréttastofa fékk staðfest hjá Lögreglunni á Suðurnesjum að hringt hefði verið í Lagningu vegna þessa máls og spurst fyrir um bílinn. Í kjölfarið leið ekki á löngu áður en bíllinn kom í leitirnar. Finnst kjánalegt að bera fyrir sig snjóinn Ólafur segist reglulega fara til útlanda. Hann ber samkeppnisaðilum Lagningar vel söguna. Alltaf hafi allt staðið eins og stafur við bók. „En að bera fyrir sig snjó! Ég er á Toyota Landcruiser,“ segir Ólafur. Enginn snjókoma hefði átt að stöðva slíkan bíl. „Þau voru bara búin að týna bílnum mínum.“ Íris Hrund tjáði fréttastofu í gær að Lagning væri með langtímastæði í Reykjanesbæ fyrir bílana. Ólafur segist hafa fengið önnur svör frá fulltrúa Lagningar umrædda nótt. „Þeir sögðust ekki vera með langtímastæði. Þeir legðu mikið við flugvirkjastæði Iceland air og svo í íbúðagötum í Keflavík.“ Hundrað bílar á starfsmannabílastæði Icelandair Samkvæmt heimildum fréttastofu gætir töluverðrar gremju meðal starfsmanna hjá viðhaldsdeild Icelandair á Keflavíkurflugvelli vegna vandamála með bílastæði. Þannig eru reglulega bílar í bílastæðum starfsmanna sem fyrir vikið eru í basli með að leggja bílum sínum. Þann 28. desember síðastliðinn greip starfsmaður viðhaldsdeildar menn frá fyrirtæki nokkru glóðvolga við að leggja bílum sinna kúnna á starfsmannastæði deildarinnar. Reyndust bílarnir vera rúmlega hundrað og höfðu staðið á stæðinu í rúmlega sólarhring. Haft var samband við fyrirtækið og þess krafist að bílarnir yrðu fjarlægðir ella yrðu þeir dregnir í burtu. Frá bílastæði viðhaldsdeildar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um að ræða bíla viðskiptavina Lagningar. Í umræðuhópi viðhaldsdeildar Icelandair lýsir einn starfsmaður að hann hafi séð mikla umerð af óvelkomnum bílum inn og út af bílastæði viðhaldsdeildar Icelandair. Enginn hafi lagt í að ræða við viðskiptavini Það var um fjögurleytið um nóttina sem Ólafur og eiginkona hans fengu loksins bílinn sinn. Bílnum hafði verið lagt fyrir framan flugstöðina, í gangi og enginn starfsmaður sjáanlegur. „Ég spurði einn strák sem ég sá þarna hvort hann væri frá Lagningu. Þá voru þeir að ræða það að einhver þeirra þyrfti að fara inn og ræða við fólkið.“ Þeir hafi allir verið jafnlítið spenntir að taka þann slag. Einn þeirra hafi verið nýbyrjaður í vinnu. „Þeir sögðu að þeir vissu hvorki upp né niður í þessu,“ segir Ólafur sem áréttar að þessum ungu piltum sé ekki um að kenna þessi vitleysa. „Ef mér hefði ekki dottið í hug að hringja í lögregluna þá hefði ég verið þarna til morguns.“ Ætlar að krefjast endurgreiðslu Íris Hrund framkvæmdastjóri sagði á Vísi í gær að búið væri að endurgreiða fólki og sömuleiðis þeim sem tóku leigubíla. Ólafur kannast ekki við neina endurgreiðslu hvað hann varði. Hann ætli þó að gera kröfu um endurgreiðslu enda hafi ekki verið staðið við samning. Bíllinn átti að vera klár þegar hann kom til landsins. Sem hann hafi ekki verið. „Ég hef illa skrifaðan tölvupóst þar sem fólk var beðið afsökunar. Þar var borið fyrir sig þessum snjómokstri á bílaplönum. Þetta er algjört bull.“ Tölvupósturinn sem Ólafur fékk frá Lagningu Góðan dag Við viljum biðjast þeirra sem áttu heimkomu í morgun velvirðingar á þeim töfum sem áttu sér stað. Óveður síðustu vikna hefur verið virkileg þraut fyrir okkur og álagið í morgun virðist hafa gert útslagið. Við vinnum nú hratt og vel að úrbótum bæði fyrir viðskiptavini morgundagsins sem og skipulagi okkar og innviðum til að koma betur í veg fyrir frekari tafir eins og sköpuðust í morgun. Blessunarlega hefur móttaka og afhending bíla gengið ótrúlega vel miðað við aðstæður síðustu vikur og viljum þakka viðskiptavinum okkar kærlega fyrir skilning og þolinmæði í þeim tilvikum þar sem tafir hafa skapast. Kær kveðja Lagning Íris Hrund tjáði fréttastofu í gær að ekkert hefði gengið að fá aðila til að sinna snjómokstri. Isavia hefði tryggt sér allan snjómokstur sem væri í boði á svæðinu. Fyrir vikið hefði heldur ekkert verið mokað í Reykjanesbæ og þar verið ófært lengi vel. Fréttastofa spurði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúa Isavia, út í það hvort fyrirtækið hefði tryggt sér allan mögulegan snjómokstur suður með sjó. Guðjón sagði að Isavia væri í viðskiptum við einn snjómokstursaðila sem hefði tryggt sér viðskiptin í útboði á sínum tíma. Hann kannaðist ekki við að Isavia hefði sölsað undir sig alla sem sinntu snjómokstri. Ýmsar reynslusögur viðskiptavina Ólafur Jónasson er ekki sá eini sem er ósáttur við viðskipti sín við Lagningu. Umrædda nótt eða á síðasta ári. „Þegar á komudegi bíllinn er skilinn eftir við brottfararsalinn ólæstur með opna rúðu og lykilinn milli sætanna er traustið á fyrirtækinu farið út í veður og vind,“ segir Gunnar Már Guðnason íbúi í Hafnarfirði í umræðu um málið við fréttina á Facebook. Fleiri hafa reynslusögu að segja. „Ég er ein af þeim sem beið í 8 klst eftir bílnum mínum og endaði á að sækja bílinn minn sjálf með konu sem var yndisleg sem beið sjálf eftir sínum bíl. Það var einn bíll sem var læstur inni því það var mokað yfir hans bíl. Allir hinir voru lausir. Börnin mín voru svo buguð af þreytu að ég þurfti að senda þau heim með leigubíl,“ segir Margrét Dabjört Guðlaugsdóttir, íbúi í Reykjavík. Það hafi kostað hátt í þrjátíu þúsund krónur. „Það var hætt að svara símanum um klukkan fjögur um nóttina og síðan slökkt á símanum. Þegar ég mæti á svæðið eru tugir lyklar úti um allt í einum litlum skúr sem ég þurfti að leita sjálf að. Ég mun ekki nýta þetta fyrirtæki aftur,“ segir Margrét Dagbjört. Heba Laufdal Hansdóttir, íbúi í Reykjavík, á slæma reynslusögu frá sumrinu 2022. „Þau voru út að skíta í júlí líka. Komu ekki að sækja bílinn, þurfti að hringja og minna á mig. Svo þegar við lentum um nótt var enginn. Eftir mikla bið og hringingar kom loksins starfsmaður. Og spurði hvort við hefðum örugglega keypt þjónustu hjá þeim. Eftir að ég sýndi honum kvittun kom já ok við erum að reyna FINNA bílinn! Mjög skemmtilegt um miðja nótt með 3 börn! Mun aldrei kaupa þjónustu þarna aftur!“ segir Heba Laufdal. Tekur upp hanskann fyrir Lagningu Margrét Ingunn Jónasdóttir segist hafa þurft að bíða lengi eftir bílnum. Þau svör hafi fengist að lyklarnir hafi týnst. Eftir langa bið hafi þau fengið bílinn. „Þegar við komum heim þá er bíllinn rispaður og þeir hafa ekki svarað okkur með það atvik eða boðist til að gera eitthvað fyrir okkur. Svo ég mæli alls ekki með að nota þjónustuna hjá þeim.“ Lilja Sólveig Óskarsdóttir, íbúi í Mosfellsbæ, tekur upp hanskann fyrir Lagningu sem hafi alltaf reynst henni vel. „Ég hef aftur á móti orðið vitni að yfirgengilegri frekju og hroka hjá fullorðnu fólki sem gekk samferða okkur út og beið í c.a. 10 mín. Lét sko „drenginn heyraða!“ sagði eigandinn hróðugur þegar hann hafði hrifsað bíllyklana úr hendi starfsmannsins. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé fólk sem leyfir sér svona framkomu við aðra og velti alltaf fyrir mér hvort viðkomandi líði í alvöru betur?“ Lilja Sólveig vonar að Lagningarfólk læri af reynslunni, í mjög erfiðum aðstæðum, og reyni að gera betur næst. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Bílastæði Tengdar fréttir Bugaðir starfsmenn héldu grátandi heim og fólk fékk ekki bílinn sinn Fjölmargar fjölskyldur biðu í fleiri klukkustundir í fyrrinótt eftir að fá bílinn sinn afhentan á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri Lagningar segist aldrei hafa lent í öðru eins ástandi. Starfsmenn hafi hver á fætur öðrum bugast undan álagi og hörðustu menn fellt tár. 4. janúar 2023 10:09 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Ástand varð á Keflavíkurflugvelli á mánudagskvöld og raunar fram á þriðjudagsmorgun. Fjöldi fjölskylda með börn fékk fá ef nokkur svör þegar það ætlaði að heimta bíl sinn úr vörslu Lagningar eftir heimkomu til Íslands. Dæmi eru um að fólk hafi beðið í átta klukkustundir eftir bíl sínum. Íris Hrund Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Lagningar, sagði í viðtali á Vísi í gær að í grunninn væri ástæða aukið álag vegna snjósins sem kyngdi niður viku fyrir jól. Eftir þá ófærð hafi fjögur hundruð bílar í geymslu hjá fyrirtækinu setið fastir. Langþreyttir starfsmenn hefðu svo bugast á mánudagskvöld og sumir farið heim grátandi eftir samskipti við skiljanlega pirraða viðskiptavini Lagningar. Nú væri búið að vinda ofan af vandanum, endurgreiða viðskiptavinum og læra af mistökum. Óhætt er að segja að viðskiptavinir Lagningar, fleiri en einn og fleiri en tveir, séu ekki sáttir við skýringar framkvæmdastjórans. Þeirra á meðal er Ólafur Jónasson, pípulagningameistari í Reykjavík. Hann lenti með konu sinni á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið á mánudagskvöldið. Grátandi börn „Mér finnst hún sleppa heldur ódýrt,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu eftir að hafa kynnt sér svör framkvæmdastjóra fyrirtækisins á Vísi. Hann er verulega ósáttur við viðskipti sín við Lagningu. Hann tekur fram að vesen þeirra hjóna hafi verið lítið miðað við marga. „Það var fólk með grátandi börn sem stóð þarna klukkutímum saman,“ segir Ólafur. Hann krafði starfsmenn Lagningar um bílinn og fékk þau svör að þeir væru aðeins tveir starfsmenn á vaktinni. Augljóst hafi verið að þeir réðu engan veginn við verkefnið. „Þeir kæmust ekkert í þetta. Ég væri í röðinni og fengi bílinn eftir eina og hálfa klukkustund í fyrsta lagi,“ segir Ólafur. Verst hafi verið þau svör að starfsmennirnir vissu hreinlega ekki hvar bílana væri að finna. Enginn hafi vitað hvar bílinn væri að finna Ólafur hugsaði nefnilega að hann tæki bara leigubíl að bílnum sínum. Sækti hann hvar sem honum væri þá lagt. Ekki hafi verið hægt að fá svör við því. Starfsfólkið hafi stungið upp á að hann tæki leigubíl í bæinn, fengi nótu og myndi krefja Lagningu um endurgreiðslu. „Þeir voru hættir að svara í símann. Skelltu á og voru með dónaskap. Maður hefur aldrei lent í svona vitleysisgangi,“ segir Ólafur. Hann ákvað þá að hringja í lögreglu. „Ég var búinn að bíða í þrjár klukkustundir. Ég hafði óskað eftir staðsetningu. Það vissi enginn hvar bíllinn var,“ segir Ólafur. Lögreglumaðurinn sem svaraði hafi tekið beiðni hans vel. „Ég tilkynnti að bíllinn hefði verið haldlagður. Þannig var málið komið í formlegt ferli. Lögreglan keyrði um allt og fann bílinn fyrir rest,“ segir Ólafur. Fréttastofa fékk staðfest hjá Lögreglunni á Suðurnesjum að hringt hefði verið í Lagningu vegna þessa máls og spurst fyrir um bílinn. Í kjölfarið leið ekki á löngu áður en bíllinn kom í leitirnar. Finnst kjánalegt að bera fyrir sig snjóinn Ólafur segist reglulega fara til útlanda. Hann ber samkeppnisaðilum Lagningar vel söguna. Alltaf hafi allt staðið eins og stafur við bók. „En að bera fyrir sig snjó! Ég er á Toyota Landcruiser,“ segir Ólafur. Enginn snjókoma hefði átt að stöðva slíkan bíl. „Þau voru bara búin að týna bílnum mínum.“ Íris Hrund tjáði fréttastofu í gær að Lagning væri með langtímastæði í Reykjanesbæ fyrir bílana. Ólafur segist hafa fengið önnur svör frá fulltrúa Lagningar umrædda nótt. „Þeir sögðust ekki vera með langtímastæði. Þeir legðu mikið við flugvirkjastæði Iceland air og svo í íbúðagötum í Keflavík.“ Hundrað bílar á starfsmannabílastæði Icelandair Samkvæmt heimildum fréttastofu gætir töluverðrar gremju meðal starfsmanna hjá viðhaldsdeild Icelandair á Keflavíkurflugvelli vegna vandamála með bílastæði. Þannig eru reglulega bílar í bílastæðum starfsmanna sem fyrir vikið eru í basli með að leggja bílum sínum. Þann 28. desember síðastliðinn greip starfsmaður viðhaldsdeildar menn frá fyrirtæki nokkru glóðvolga við að leggja bílum sinna kúnna á starfsmannastæði deildarinnar. Reyndust bílarnir vera rúmlega hundrað og höfðu staðið á stæðinu í rúmlega sólarhring. Haft var samband við fyrirtækið og þess krafist að bílarnir yrðu fjarlægðir ella yrðu þeir dregnir í burtu. Frá bílastæði viðhaldsdeildar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um að ræða bíla viðskiptavina Lagningar. Í umræðuhópi viðhaldsdeildar Icelandair lýsir einn starfsmaður að hann hafi séð mikla umerð af óvelkomnum bílum inn og út af bílastæði viðhaldsdeildar Icelandair. Enginn hafi lagt í að ræða við viðskiptavini Það var um fjögurleytið um nóttina sem Ólafur og eiginkona hans fengu loksins bílinn sinn. Bílnum hafði verið lagt fyrir framan flugstöðina, í gangi og enginn starfsmaður sjáanlegur. „Ég spurði einn strák sem ég sá þarna hvort hann væri frá Lagningu. Þá voru þeir að ræða það að einhver þeirra þyrfti að fara inn og ræða við fólkið.“ Þeir hafi allir verið jafnlítið spenntir að taka þann slag. Einn þeirra hafi verið nýbyrjaður í vinnu. „Þeir sögðu að þeir vissu hvorki upp né niður í þessu,“ segir Ólafur sem áréttar að þessum ungu piltum sé ekki um að kenna þessi vitleysa. „Ef mér hefði ekki dottið í hug að hringja í lögregluna þá hefði ég verið þarna til morguns.“ Ætlar að krefjast endurgreiðslu Íris Hrund framkvæmdastjóri sagði á Vísi í gær að búið væri að endurgreiða fólki og sömuleiðis þeim sem tóku leigubíla. Ólafur kannast ekki við neina endurgreiðslu hvað hann varði. Hann ætli þó að gera kröfu um endurgreiðslu enda hafi ekki verið staðið við samning. Bíllinn átti að vera klár þegar hann kom til landsins. Sem hann hafi ekki verið. „Ég hef illa skrifaðan tölvupóst þar sem fólk var beðið afsökunar. Þar var borið fyrir sig þessum snjómokstri á bílaplönum. Þetta er algjört bull.“ Tölvupósturinn sem Ólafur fékk frá Lagningu Góðan dag Við viljum biðjast þeirra sem áttu heimkomu í morgun velvirðingar á þeim töfum sem áttu sér stað. Óveður síðustu vikna hefur verið virkileg þraut fyrir okkur og álagið í morgun virðist hafa gert útslagið. Við vinnum nú hratt og vel að úrbótum bæði fyrir viðskiptavini morgundagsins sem og skipulagi okkar og innviðum til að koma betur í veg fyrir frekari tafir eins og sköpuðust í morgun. Blessunarlega hefur móttaka og afhending bíla gengið ótrúlega vel miðað við aðstæður síðustu vikur og viljum þakka viðskiptavinum okkar kærlega fyrir skilning og þolinmæði í þeim tilvikum þar sem tafir hafa skapast. Kær kveðja Lagning Íris Hrund tjáði fréttastofu í gær að ekkert hefði gengið að fá aðila til að sinna snjómokstri. Isavia hefði tryggt sér allan snjómokstur sem væri í boði á svæðinu. Fyrir vikið hefði heldur ekkert verið mokað í Reykjanesbæ og þar verið ófært lengi vel. Fréttastofa spurði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúa Isavia, út í það hvort fyrirtækið hefði tryggt sér allan mögulegan snjómokstur suður með sjó. Guðjón sagði að Isavia væri í viðskiptum við einn snjómokstursaðila sem hefði tryggt sér viðskiptin í útboði á sínum tíma. Hann kannaðist ekki við að Isavia hefði sölsað undir sig alla sem sinntu snjómokstri. Ýmsar reynslusögur viðskiptavina Ólafur Jónasson er ekki sá eini sem er ósáttur við viðskipti sín við Lagningu. Umrædda nótt eða á síðasta ári. „Þegar á komudegi bíllinn er skilinn eftir við brottfararsalinn ólæstur með opna rúðu og lykilinn milli sætanna er traustið á fyrirtækinu farið út í veður og vind,“ segir Gunnar Már Guðnason íbúi í Hafnarfirði í umræðu um málið við fréttina á Facebook. Fleiri hafa reynslusögu að segja. „Ég er ein af þeim sem beið í 8 klst eftir bílnum mínum og endaði á að sækja bílinn minn sjálf með konu sem var yndisleg sem beið sjálf eftir sínum bíl. Það var einn bíll sem var læstur inni því það var mokað yfir hans bíl. Allir hinir voru lausir. Börnin mín voru svo buguð af þreytu að ég þurfti að senda þau heim með leigubíl,“ segir Margrét Dabjört Guðlaugsdóttir, íbúi í Reykjavík. Það hafi kostað hátt í þrjátíu þúsund krónur. „Það var hætt að svara símanum um klukkan fjögur um nóttina og síðan slökkt á símanum. Þegar ég mæti á svæðið eru tugir lyklar úti um allt í einum litlum skúr sem ég þurfti að leita sjálf að. Ég mun ekki nýta þetta fyrirtæki aftur,“ segir Margrét Dagbjört. Heba Laufdal Hansdóttir, íbúi í Reykjavík, á slæma reynslusögu frá sumrinu 2022. „Þau voru út að skíta í júlí líka. Komu ekki að sækja bílinn, þurfti að hringja og minna á mig. Svo þegar við lentum um nótt var enginn. Eftir mikla bið og hringingar kom loksins starfsmaður. Og spurði hvort við hefðum örugglega keypt þjónustu hjá þeim. Eftir að ég sýndi honum kvittun kom já ok við erum að reyna FINNA bílinn! Mjög skemmtilegt um miðja nótt með 3 börn! Mun aldrei kaupa þjónustu þarna aftur!“ segir Heba Laufdal. Tekur upp hanskann fyrir Lagningu Margrét Ingunn Jónasdóttir segist hafa þurft að bíða lengi eftir bílnum. Þau svör hafi fengist að lyklarnir hafi týnst. Eftir langa bið hafi þau fengið bílinn. „Þegar við komum heim þá er bíllinn rispaður og þeir hafa ekki svarað okkur með það atvik eða boðist til að gera eitthvað fyrir okkur. Svo ég mæli alls ekki með að nota þjónustuna hjá þeim.“ Lilja Sólveig Óskarsdóttir, íbúi í Mosfellsbæ, tekur upp hanskann fyrir Lagningu sem hafi alltaf reynst henni vel. „Ég hef aftur á móti orðið vitni að yfirgengilegri frekju og hroka hjá fullorðnu fólki sem gekk samferða okkur út og beið í c.a. 10 mín. Lét sko „drenginn heyraða!“ sagði eigandinn hróðugur þegar hann hafði hrifsað bíllyklana úr hendi starfsmannsins. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé fólk sem leyfir sér svona framkomu við aðra og velti alltaf fyrir mér hvort viðkomandi líði í alvöru betur?“ Lilja Sólveig vonar að Lagningarfólk læri af reynslunni, í mjög erfiðum aðstæðum, og reyni að gera betur næst.
Tölvupósturinn sem Ólafur fékk frá Lagningu Góðan dag Við viljum biðjast þeirra sem áttu heimkomu í morgun velvirðingar á þeim töfum sem áttu sér stað. Óveður síðustu vikna hefur verið virkileg þraut fyrir okkur og álagið í morgun virðist hafa gert útslagið. Við vinnum nú hratt og vel að úrbótum bæði fyrir viðskiptavini morgundagsins sem og skipulagi okkar og innviðum til að koma betur í veg fyrir frekari tafir eins og sköpuðust í morgun. Blessunarlega hefur móttaka og afhending bíla gengið ótrúlega vel miðað við aðstæður síðustu vikur og viljum þakka viðskiptavinum okkar kærlega fyrir skilning og þolinmæði í þeim tilvikum þar sem tafir hafa skapast. Kær kveðja Lagning
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Bílastæði Tengdar fréttir Bugaðir starfsmenn héldu grátandi heim og fólk fékk ekki bílinn sinn Fjölmargar fjölskyldur biðu í fleiri klukkustundir í fyrrinótt eftir að fá bílinn sinn afhentan á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri Lagningar segist aldrei hafa lent í öðru eins ástandi. Starfsmenn hafi hver á fætur öðrum bugast undan álagi og hörðustu menn fellt tár. 4. janúar 2023 10:09 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Bugaðir starfsmenn héldu grátandi heim og fólk fékk ekki bílinn sinn Fjölmargar fjölskyldur biðu í fleiri klukkustundir í fyrrinótt eftir að fá bílinn sinn afhentan á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri Lagningar segist aldrei hafa lent í öðru eins ástandi. Starfsmenn hafi hver á fætur öðrum bugast undan álagi og hörðustu menn fellt tár. 4. janúar 2023 10:09