Vilja frekar vera í fangelsi en á götunni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2023 23:00 Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist, sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist. Þeir sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Verkefnastjóri Rauða krossins segir skort á húsnæði stærsta vandamál sem þessi hópur fólks glími við. Kvíði, depurð og hræðsla við framtíðina eru dæmi um tilfinningar sem fangar finna oft á tíðum fyrir þegar tími er kominn til þess að snúa aftur út í samfélagið eftir fangelsisvist. Sem betur fer eru þó til einhver úrræði fyrir þennan hóp fólks. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins með þann tilgang að aðstoða einstaklinga sem eru eða hafa verið í afplánun að aðlagast samfélaginu á ný. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu á vegum Rauða krossins. Hún kannast við dæmi þess að fólk hreinlega vilji ekki ljúka afplánun og myndi frekar vilja dvelja áfram í fangelsi. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu Aðstoð eftir afplánun á vegum Rauða krossinsVísir/Arnar „Við höfum alltaf upplifað að þessir einstaklingar kvíði að koma út og vita ekki hvað tekur við. Það vill enginn vera í fangelsi. En af tvennu illu, þá eru þeir allavega með öruggt rúm, fá máltíðir, það er röð og regla á öllu. Þeir eru kannski að koma út í óöruggt húsnæði og óöruggar aðstæður. Það getur verið kvíðvænlegt,“ segir Bjarnheiður. Hún segir skort á húsnæði stærsta vandamálið sem þessi hópur fólks glími við og að langflestir sem nýta sér úrræðið á vegum Rauða Krossins glími við heimilisleysi. „Þú ert að koma úr fangelsi með ekki neitt, þú ert ekki með húsnæði, ekki með atvinnu. Það er í rauninni ekkert sem að grípur þig. Núna á veturnar er kannski ekki fýsilegasti kosturinn að þurfa að fara í gistiskýli.“ Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss fyrir karla.Vísir/Arnar Batahús er einstaklingsmiðað úrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára. Stofnun Batahússins byggir á skýrslu sem starfshópur á vegum félagsmálaráðherra skilaði árið 2019. Þar var talin þörf á frekari úrræðum fyrir fanga eftir að afplánun lýkur. Eitt hús er rekið fyrir karla og annað fyrir konur, en mun færri komast að en vilja og biðlistinn er langur. Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að með því að fjársvelta þennan málaflokk sé í raun verið að skjóta sig í fótinn. „Einn einstaklingur úr þeim hópi sem kemur hingað getur valdið gríðarlegum skaða, bara einn einstaklingur á einu ári. Sem nemur tugum eða hundruð milljóna, svo ég held að þessar fáu milljónir sem fara í svona úrræði eins og þetta skili sér margfalt til samfélagsins.“ Fangelsismál Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Hundruð ökumanna sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Sjá meira
Kvíði, depurð og hræðsla við framtíðina eru dæmi um tilfinningar sem fangar finna oft á tíðum fyrir þegar tími er kominn til þess að snúa aftur út í samfélagið eftir fangelsisvist. Sem betur fer eru þó til einhver úrræði fyrir þennan hóp fólks. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins með þann tilgang að aðstoða einstaklinga sem eru eða hafa verið í afplánun að aðlagast samfélaginu á ný. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu á vegum Rauða krossins. Hún kannast við dæmi þess að fólk hreinlega vilji ekki ljúka afplánun og myndi frekar vilja dvelja áfram í fangelsi. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu Aðstoð eftir afplánun á vegum Rauða krossinsVísir/Arnar „Við höfum alltaf upplifað að þessir einstaklingar kvíði að koma út og vita ekki hvað tekur við. Það vill enginn vera í fangelsi. En af tvennu illu, þá eru þeir allavega með öruggt rúm, fá máltíðir, það er röð og regla á öllu. Þeir eru kannski að koma út í óöruggt húsnæði og óöruggar aðstæður. Það getur verið kvíðvænlegt,“ segir Bjarnheiður. Hún segir skort á húsnæði stærsta vandamálið sem þessi hópur fólks glími við og að langflestir sem nýta sér úrræðið á vegum Rauða Krossins glími við heimilisleysi. „Þú ert að koma úr fangelsi með ekki neitt, þú ert ekki með húsnæði, ekki með atvinnu. Það er í rauninni ekkert sem að grípur þig. Núna á veturnar er kannski ekki fýsilegasti kosturinn að þurfa að fara í gistiskýli.“ Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss fyrir karla.Vísir/Arnar Batahús er einstaklingsmiðað úrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára. Stofnun Batahússins byggir á skýrslu sem starfshópur á vegum félagsmálaráðherra skilaði árið 2019. Þar var talin þörf á frekari úrræðum fyrir fanga eftir að afplánun lýkur. Eitt hús er rekið fyrir karla og annað fyrir konur, en mun færri komast að en vilja og biðlistinn er langur. Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að með því að fjársvelta þennan málaflokk sé í raun verið að skjóta sig í fótinn. „Einn einstaklingur úr þeim hópi sem kemur hingað getur valdið gríðarlegum skaða, bara einn einstaklingur á einu ári. Sem nemur tugum eða hundruð milljóna, svo ég held að þessar fáu milljónir sem fara í svona úrræði eins og þetta skili sér margfalt til samfélagsins.“
Fangelsismál Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Hundruð ökumanna sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent