Vilja frekar vera í fangelsi en á götunni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2023 23:00 Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist, sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist. Þeir sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Verkefnastjóri Rauða krossins segir skort á húsnæði stærsta vandamál sem þessi hópur fólks glími við. Kvíði, depurð og hræðsla við framtíðina eru dæmi um tilfinningar sem fangar finna oft á tíðum fyrir þegar tími er kominn til þess að snúa aftur út í samfélagið eftir fangelsisvist. Sem betur fer eru þó til einhver úrræði fyrir þennan hóp fólks. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins með þann tilgang að aðstoða einstaklinga sem eru eða hafa verið í afplánun að aðlagast samfélaginu á ný. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu á vegum Rauða krossins. Hún kannast við dæmi þess að fólk hreinlega vilji ekki ljúka afplánun og myndi frekar vilja dvelja áfram í fangelsi. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu Aðstoð eftir afplánun á vegum Rauða krossinsVísir/Arnar „Við höfum alltaf upplifað að þessir einstaklingar kvíði að koma út og vita ekki hvað tekur við. Það vill enginn vera í fangelsi. En af tvennu illu, þá eru þeir allavega með öruggt rúm, fá máltíðir, það er röð og regla á öllu. Þeir eru kannski að koma út í óöruggt húsnæði og óöruggar aðstæður. Það getur verið kvíðvænlegt,“ segir Bjarnheiður. Hún segir skort á húsnæði stærsta vandamálið sem þessi hópur fólks glími við og að langflestir sem nýta sér úrræðið á vegum Rauða Krossins glími við heimilisleysi. „Þú ert að koma úr fangelsi með ekki neitt, þú ert ekki með húsnæði, ekki með atvinnu. Það er í rauninni ekkert sem að grípur þig. Núna á veturnar er kannski ekki fýsilegasti kosturinn að þurfa að fara í gistiskýli.“ Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss fyrir karla.Vísir/Arnar Batahús er einstaklingsmiðað úrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára. Stofnun Batahússins byggir á skýrslu sem starfshópur á vegum félagsmálaráðherra skilaði árið 2019. Þar var talin þörf á frekari úrræðum fyrir fanga eftir að afplánun lýkur. Eitt hús er rekið fyrir karla og annað fyrir konur, en mun færri komast að en vilja og biðlistinn er langur. Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að með því að fjársvelta þennan málaflokk sé í raun verið að skjóta sig í fótinn. „Einn einstaklingur úr þeim hópi sem kemur hingað getur valdið gríðarlegum skaða, bara einn einstaklingur á einu ári. Sem nemur tugum eða hundruð milljóna, svo ég held að þessar fáu milljónir sem fara í svona úrræði eins og þetta skili sér margfalt til samfélagsins.“ Fangelsismál Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Kvíði, depurð og hræðsla við framtíðina eru dæmi um tilfinningar sem fangar finna oft á tíðum fyrir þegar tími er kominn til þess að snúa aftur út í samfélagið eftir fangelsisvist. Sem betur fer eru þó til einhver úrræði fyrir þennan hóp fólks. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins með þann tilgang að aðstoða einstaklinga sem eru eða hafa verið í afplánun að aðlagast samfélaginu á ný. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu á vegum Rauða krossins. Hún kannast við dæmi þess að fólk hreinlega vilji ekki ljúka afplánun og myndi frekar vilja dvelja áfram í fangelsi. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu Aðstoð eftir afplánun á vegum Rauða krossinsVísir/Arnar „Við höfum alltaf upplifað að þessir einstaklingar kvíði að koma út og vita ekki hvað tekur við. Það vill enginn vera í fangelsi. En af tvennu illu, þá eru þeir allavega með öruggt rúm, fá máltíðir, það er röð og regla á öllu. Þeir eru kannski að koma út í óöruggt húsnæði og óöruggar aðstæður. Það getur verið kvíðvænlegt,“ segir Bjarnheiður. Hún segir skort á húsnæði stærsta vandamálið sem þessi hópur fólks glími við og að langflestir sem nýta sér úrræðið á vegum Rauða Krossins glími við heimilisleysi. „Þú ert að koma úr fangelsi með ekki neitt, þú ert ekki með húsnæði, ekki með atvinnu. Það er í rauninni ekkert sem að grípur þig. Núna á veturnar er kannski ekki fýsilegasti kosturinn að þurfa að fara í gistiskýli.“ Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss fyrir karla.Vísir/Arnar Batahús er einstaklingsmiðað úrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára. Stofnun Batahússins byggir á skýrslu sem starfshópur á vegum félagsmálaráðherra skilaði árið 2019. Þar var talin þörf á frekari úrræðum fyrir fanga eftir að afplánun lýkur. Eitt hús er rekið fyrir karla og annað fyrir konur, en mun færri komast að en vilja og biðlistinn er langur. Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að með því að fjársvelta þennan málaflokk sé í raun verið að skjóta sig í fótinn. „Einn einstaklingur úr þeim hópi sem kemur hingað getur valdið gríðarlegum skaða, bara einn einstaklingur á einu ári. Sem nemur tugum eða hundruð milljóna, svo ég held að þessar fáu milljónir sem fara í svona úrræði eins og þetta skili sér margfalt til samfélagsins.“
Fangelsismál Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira