McCarthy vantar enn fjögur atkvæði Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 21:42 McCarthy þokast nær embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jose Luis Magana/AP Repúblikanann Kevin McCarthy vantar enn atkvæði fjögurra þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til þess að verða forseti þingsins. Í dag fóru tólftu og þrettándu umferðir kosningar í embættið fram. Nýtt kjörtímabil hófst á Bandaríkjaþingi á dögunum en það fer heldur brösuglega af stað. Þingmönnum virðist fyrirmunað að koma sér saman um það hver eigi að vera forseti fulltrúadeildar þingsins. Undir venjulegum kringumstæðum er það ekkert tiltökumál, sá flokkur sem fleiri þingmenn hefur á þingi velur sér einfaldlega forseta. Í nýafstöðnum þingkosningum hlutu Repúblikanar 222 fulltrúa gegn 212 fulltrúum Demókrata. 218 atkvæði þarf til þess að verða þingforseti og því mætti ætla að Repúblikanar ættu auðvelt með koma sínum manni í stólinn eftirsótta. Sá galli er hins vegar á að meirihluti Repúblikana hefur komið sér saman um að kjósa Kevin McCarthy, sem hefur um árabil leitt þingflokk þeirra, en hluti þeirra vill ekki sjá McCarthy í forsetastóli. Fyrir þingfund í dag ræddi McCarthy við þennan hóp andstæðinga sinna til þess að reyna að fá þá yfir á sína hlið. Hann tjáði fréttamönnum í morgun að sá fundur hefði gengið vel og að hann væri bjartsýnn á framhaldið. Betur má ef duga skal Á þingfundi í dag reyndu fulltrúar enn og aftur að kjósa sér nýjan forseta þegar tólfta atkvæðagreiðslan þess efnis fór fram. McCarthy bætti vel við fylgi sitt þegar hann hlaut 213 atkvæði í stað þeirra 200 sem hann hafði fengið í þremur atkvæðagreiðslum í röð. Að lokinni talningu var strax blásið til annarrar atkvæðagreiðslu þar sem aðeins McCarthy og Hakeem Jeffries, þingforsetaefni Demókrata, voru tilnefndir. Í þeirri atkvæðagreiðslu, þeirri þrettándu í heildina, bætti McCarthy við sig einu atkvæði og hlaut 214 stykki. AP greinir frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. Því er ljóst að betur má ef duga skal og að McCarthy þurfi að ganga aftur að samningaborðinu við andstæðinga sína innan eigin flokks. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Nýtt kjörtímabil hófst á Bandaríkjaþingi á dögunum en það fer heldur brösuglega af stað. Þingmönnum virðist fyrirmunað að koma sér saman um það hver eigi að vera forseti fulltrúadeildar þingsins. Undir venjulegum kringumstæðum er það ekkert tiltökumál, sá flokkur sem fleiri þingmenn hefur á þingi velur sér einfaldlega forseta. Í nýafstöðnum þingkosningum hlutu Repúblikanar 222 fulltrúa gegn 212 fulltrúum Demókrata. 218 atkvæði þarf til þess að verða þingforseti og því mætti ætla að Repúblikanar ættu auðvelt með koma sínum manni í stólinn eftirsótta. Sá galli er hins vegar á að meirihluti Repúblikana hefur komið sér saman um að kjósa Kevin McCarthy, sem hefur um árabil leitt þingflokk þeirra, en hluti þeirra vill ekki sjá McCarthy í forsetastóli. Fyrir þingfund í dag ræddi McCarthy við þennan hóp andstæðinga sinna til þess að reyna að fá þá yfir á sína hlið. Hann tjáði fréttamönnum í morgun að sá fundur hefði gengið vel og að hann væri bjartsýnn á framhaldið. Betur má ef duga skal Á þingfundi í dag reyndu fulltrúar enn og aftur að kjósa sér nýjan forseta þegar tólfta atkvæðagreiðslan þess efnis fór fram. McCarthy bætti vel við fylgi sitt þegar hann hlaut 213 atkvæði í stað þeirra 200 sem hann hafði fengið í þremur atkvæðagreiðslum í röð. Að lokinni talningu var strax blásið til annarrar atkvæðagreiðslu þar sem aðeins McCarthy og Hakeem Jeffries, þingforsetaefni Demókrata, voru tilnefndir. Í þeirri atkvæðagreiðslu, þeirri þrettándu í heildina, bætti McCarthy við sig einu atkvæði og hlaut 214 stykki. AP greinir frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. Því er ljóst að betur má ef duga skal og að McCarthy þurfi að ganga aftur að samningaborðinu við andstæðinga sína innan eigin flokks.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23