Drama í Frakklandi: Koma Zidane til varnar eftir vanvirðingu forsetans Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2023 15:00 Zinedine Zidane kann að vera á leið til Brasilíu. Getty/David S. Bustamante Ummæli Nöel Le Graët, forseta franska knattspyrnusambandsins, um þjálfarann og goðsögnina Zinedine Zidane hafa kallað á hörð viðbrögð víða af. Kylian Mbappé og spænska félagið Real Madrid hafa séð sig knúin til að láta forsetann heyra það. Le Graët hefur beðist afsökunar á ummælunum. Athygli Le Graët var vakin á því að brasilíska knattspyrnusambandið hefði sett sig í samband við Zidane með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara Brasilíu. Zidane var orðaður við landsliðsþjálfarastarf heimalands síns Frakklands, á meðan HM í Katar stóð. Frakkar framlengdu hins vegar samning núverandi þjálfara Didier Deschamps eftir mótið, til ársins 2026. Deschamps vann HM með liðinu 2018 og hlaut silfur í Katar eftir tap Frakka fyrir Argentínu í úrslitaleiknum. Nöel Le Graët (t.h.) ásamt Didier Deschamps sem fékk framlengingu á samningi sínum eftir HM.Lionel Hahn/Getty Images Inntur eftir viðbrögðum við tíðindunum af Zidane sagðist Le Graët „vera alveg sama“ og hann „myndi ekki einu sinni taka upp símann“ ef Zidane hefði samband vegna landsliðsþjálfarastarfsins. Mbappé ósáttur Kylian Mbappé, framherji franska landsliðsins og markahæsti leikmaður HM, brást illa við þeim ummælum og sakaði Le Graët um að vanvirða Zidane, sem skoraði tvö mörk í úrslitaleik HM 1998 þar sem Frakkland varð heimsmeistari og vann EM með Frökkum tveimur árum síðar. Zidane c est la France, on manque pas de respect à la légende comme ça — Kylian Mbappé (@KMbappe) January 8, 2023 „Zidane er Frakkland, við vanvirðum goðsögnina ekki svona, “sagði Mbappé á samfélagsmiðlinum Twitter. Real Madrid blandar sér í málið Real Madrid, sem Zidane bæði lék fyrir og þjálfaði um árabil, sendi þá frá sér yfirlýsingu vegna ummæla forsetans. „Real Madrid fordæmir óheppileg ummæli forseta franska knattspyrnusambandsins, Nöel Le Graët, um Zinedine Zidane, eina stærstu íþróttagoðsögn heimsins,“ „Þessi ummæli sýna vanvirðingu fyrir einum dáðasta fótboltamanni heims og félagið bíður eftir leiðréttingu á þeim við fyrsta tækifæri,“ er á meðal þess sem segir í yfirlýsingu félagsins. Tók gagnrýnina til sín og baðst afsökunar Le Graët sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann biðst afsökunar á ummælunum. „Ég vil koma áleiðis persónulegri afsökunarbeiðni fyrir ummæli mín sem endurspegla alls ekki skoðanir mínar um leikmanninn sem hann var og þjálfarann sem hann er orðinn,“ „Ég viðurkenni að hafa látið hafa vandræðaleg ummæli eftir mérsem hafa skapað þennan misskilning. Zidane þekkir það hversu hátt álit mitt er á honum,“ segir í yfirlýsingu forsetans. Franski boltinn Frakkland Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Athygli Le Graët var vakin á því að brasilíska knattspyrnusambandið hefði sett sig í samband við Zidane með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara Brasilíu. Zidane var orðaður við landsliðsþjálfarastarf heimalands síns Frakklands, á meðan HM í Katar stóð. Frakkar framlengdu hins vegar samning núverandi þjálfara Didier Deschamps eftir mótið, til ársins 2026. Deschamps vann HM með liðinu 2018 og hlaut silfur í Katar eftir tap Frakka fyrir Argentínu í úrslitaleiknum. Nöel Le Graët (t.h.) ásamt Didier Deschamps sem fékk framlengingu á samningi sínum eftir HM.Lionel Hahn/Getty Images Inntur eftir viðbrögðum við tíðindunum af Zidane sagðist Le Graët „vera alveg sama“ og hann „myndi ekki einu sinni taka upp símann“ ef Zidane hefði samband vegna landsliðsþjálfarastarfsins. Mbappé ósáttur Kylian Mbappé, framherji franska landsliðsins og markahæsti leikmaður HM, brást illa við þeim ummælum og sakaði Le Graët um að vanvirða Zidane, sem skoraði tvö mörk í úrslitaleik HM 1998 þar sem Frakkland varð heimsmeistari og vann EM með Frökkum tveimur árum síðar. Zidane c est la France, on manque pas de respect à la légende comme ça — Kylian Mbappé (@KMbappe) January 8, 2023 „Zidane er Frakkland, við vanvirðum goðsögnina ekki svona, “sagði Mbappé á samfélagsmiðlinum Twitter. Real Madrid blandar sér í málið Real Madrid, sem Zidane bæði lék fyrir og þjálfaði um árabil, sendi þá frá sér yfirlýsingu vegna ummæla forsetans. „Real Madrid fordæmir óheppileg ummæli forseta franska knattspyrnusambandsins, Nöel Le Graët, um Zinedine Zidane, eina stærstu íþróttagoðsögn heimsins,“ „Þessi ummæli sýna vanvirðingu fyrir einum dáðasta fótboltamanni heims og félagið bíður eftir leiðréttingu á þeim við fyrsta tækifæri,“ er á meðal þess sem segir í yfirlýsingu félagsins. Tók gagnrýnina til sín og baðst afsökunar Le Graët sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann biðst afsökunar á ummælunum. „Ég vil koma áleiðis persónulegri afsökunarbeiðni fyrir ummæli mín sem endurspegla alls ekki skoðanir mínar um leikmanninn sem hann var og þjálfarann sem hann er orðinn,“ „Ég viðurkenni að hafa látið hafa vandræðaleg ummæli eftir mérsem hafa skapað þennan misskilning. Zidane þekkir það hversu hátt álit mitt er á honum,“ segir í yfirlýsingu forsetans.
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira