Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 23:08 Sigmundi Davíð gleðst ekki að vera stillt upp með Adolf Hitler og Benító Mússólíní. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". „Foreldrar víða um lönd hafa áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags. Það er ekki alltaf að ástæðulausu. Sums staðar hefur pólitískur áróður kennaranna tekið við af fræðslu,“ svo hefst færsla Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, á Facebooksíðu hans. Ástæða þess að Sigmundur ritar færsluna er sú að hann virðist hafa verið settur í hóp með þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní í kennsluefni í Verslunarskóla Íslands. „En einhverra hluta vegna sá kennari við Verzló ástæðu til að reyna að setja mig í hóp með A. H#**er og B. Mússólíní,“ segir hann. Ósvífin vanþekking eða illgirni Sigmundur Davíð segir margt að athuga við myndina sem hann lætur fylgja með færslunni og fyrirsögn á henni. Hann segir Hitler og Mússólíní að sínu viti hvorki teljast merka menn. Illu heilli séu þeir markverðir en engu að síður ómerkilegir, enda sé stjórnarfar þeirra eitthvert óhugnanlegasta dæmi um öfgar í mannkynssögunni. „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum. Fyrst og fremst vegna þess að ég óttast hvaða önnur innræting eigi sér stað í skólunum,“ segir hann. Veltir fyrir sér hvort kennarinn viti ekki betur „Oft er boðskapurinn saminn af fólki sem gefur sig út fyrir að vera fræðimenn og sérfræðingar en er þó algjörlega heillum horfið í sérgrein sinni,“ segir Sigmundur Davíð og vísar til umræðu um flokksþing Framsóknarflokksins árið 2011, þegar Sigmundur Davíð var enn formaður flokksins. Þingið var haldið undir yfirskriftinni „Í vonanna birtu” og merki fundarins innihélt rísandi sól í fánalitunum. „Einn þeirra „sérfræðinga” sem enn er reglulega leitað til kallaði þetta klassískt fasískt tákn.„Sérfræðingurinn” var ekki betur að sér en svo að hann vissi ekki að rísandi sól er þvert á móti tákn ungmennafélaganna auk ýmissa baráttusamtaka af vinstri kantinum (t.d. Dagsbrúnar),“ segir Sigmundur Davíð. Þar vísar hann til skrifa Eiríks Bergmanns Einarssonar í Fréttatímanum á sínum tíma. Sigmundur Davíð segist ekki vita hvort kennsluefni kennarans stafi eingöngu af löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt eða hvort hann hafi sjálfur verið afvegaleiddur á yngri árum og viti bara ekki betur. „Í öllu falli byggist það ekki á neinu af því sem ég hef barist fyrir og mun berjast fyrir áfram, hvort sem það er íslenskur landbúnaður, mikilvægi sögu og menningar eða það að líta til skynsemishyggju í stórum viðfangsefnum eins og hælisleitendamálum, t.d. með því að nálgast danskra Sósíaldemókrata,“ segir Sigmundur Davíð. Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu Sigmundar Davíðs um að hann hafi í færslunni vísað til skrifa Eiríks Bergmanns en ekki Guðmundar Odds Magnússonar, líkt og ritað var upphaflega. Hann segir þó að þau skrif falli einnig að nokkru undir mál sitt. Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
„Foreldrar víða um lönd hafa áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags. Það er ekki alltaf að ástæðulausu. Sums staðar hefur pólitískur áróður kennaranna tekið við af fræðslu,“ svo hefst færsla Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins, á Facebooksíðu hans. Ástæða þess að Sigmundur ritar færsluna er sú að hann virðist hafa verið settur í hóp með þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní í kennsluefni í Verslunarskóla Íslands. „En einhverra hluta vegna sá kennari við Verzló ástæðu til að reyna að setja mig í hóp með A. H#**er og B. Mússólíní,“ segir hann. Ósvífin vanþekking eða illgirni Sigmundur Davíð segir margt að athuga við myndina sem hann lætur fylgja með færslunni og fyrirsögn á henni. Hann segir Hitler og Mússólíní að sínu viti hvorki teljast merka menn. Illu heilli séu þeir markverðir en engu að síður ómerkilegir, enda sé stjórnarfar þeirra eitthvert óhugnanlegasta dæmi um öfgar í mannkynssögunni. „Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum. Fyrst og fremst vegna þess að ég óttast hvaða önnur innræting eigi sér stað í skólunum,“ segir hann. Veltir fyrir sér hvort kennarinn viti ekki betur „Oft er boðskapurinn saminn af fólki sem gefur sig út fyrir að vera fræðimenn og sérfræðingar en er þó algjörlega heillum horfið í sérgrein sinni,“ segir Sigmundur Davíð og vísar til umræðu um flokksþing Framsóknarflokksins árið 2011, þegar Sigmundur Davíð var enn formaður flokksins. Þingið var haldið undir yfirskriftinni „Í vonanna birtu” og merki fundarins innihélt rísandi sól í fánalitunum. „Einn þeirra „sérfræðinga” sem enn er reglulega leitað til kallaði þetta klassískt fasískt tákn.„Sérfræðingurinn” var ekki betur að sér en svo að hann vissi ekki að rísandi sól er þvert á móti tákn ungmennafélaganna auk ýmissa baráttusamtaka af vinstri kantinum (t.d. Dagsbrúnar),“ segir Sigmundur Davíð. Þar vísar hann til skrifa Eiríks Bergmanns Einarssonar í Fréttatímanum á sínum tíma. Sigmundur Davíð segist ekki vita hvort kennsluefni kennarans stafi eingöngu af löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt eða hvort hann hafi sjálfur verið afvegaleiddur á yngri árum og viti bara ekki betur. „Í öllu falli byggist það ekki á neinu af því sem ég hef barist fyrir og mun berjast fyrir áfram, hvort sem það er íslenskur landbúnaður, mikilvægi sögu og menningar eða það að líta til skynsemishyggju í stórum viðfangsefnum eins og hælisleitendamálum, t.d. með því að nálgast danskra Sósíaldemókrata,“ segir Sigmundur Davíð. Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu Sigmundar Davíðs um að hann hafi í færslunni vísað til skrifa Eiríks Bergmanns en ekki Guðmundar Odds Magnússonar, líkt og ritað var upphaflega. Hann segir þó að þau skrif falli einnig að nokkru undir mál sitt.
Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira