Velferðarráð Reykjavíkurborgar ræðir lokun Vinjar á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 06:52 Fréttastofa ræddi við fastagesti Vinjar í desember, sem sögðust ekki geta hugsað sér framhaldið enda reiddu þeir sig á félagsskapinn í Vin. Vísir/Ívar Fannar Velferðarráð Reykjavíkurborgar mun á morgun fjalla um tillögu borgarstjórnar frá 6. desember síðastliðnum um að leggja niður Vin, dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Tillögunni hefur verið harðlega mótmælt af notendum og aðstandendum úrræðisins, sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við af Rauða krossinum í júlí 2022. Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir þá sem sækja þjónustuna en í tillögunni frá því í desember er lagt til að „markhópi þjónustunnar veðri mætt með öðru móti á félagsmiðstövum borgarinnar“. Tillagan var samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. „Það er náttúrulega alveg ömurlegt vegna þess að það er svo mikil og góð starfsemi hérna í húsinu. Það er skákfélagið og síðan er líka ferðafélag hérna,“ sagði Hörður Jónasson, fastagestur og forseti Vinaskákfélagsins, í samtali við fréttastofu eftir að tillagan var samþykkt en hann hefur sótt Vin frá 2012. Tillagan er eins og fyrr segir á dagskrá fundar velferðarráðs á morgun en meðal fylgigagna í málinu er skýrsla starfshóps um Vin sem kom út í maí 2021, áður en Reykjavíkurborg tók starfsemina yfir. Hlutverk starfshópsins var meðal annars að greina þarfir notenda þjónustu Vinjar, vinna drög að tillögu að þjónustu og stuðningi við hópinn og tryggja samráð og samtal við notendur Vinjar, hagsmunaaðila og fagfólk. Gestir Vinjar sögðust í samtölum við hópinn helst vilja að starfsemin héldist sem mest óbreytt og aðrir sögðu þjónustuna mjög mikilvæga þeim sem sæktu hana reglulega. Ef starfsemin yrði lögð niður yrði það afar slæmt fyrir stóran hóp sem hefði ekki fundið sig í öðrum notendaúrræðum. Allar ákvarðanir um Vin þyrfti að taka í samráði við notendur. Starfshópurinn sagði tvö sjónarmið vegast á: Annars vegar þyrfti að vinna gegn því að hópar væru jaðarsettir eða aðgreindir í samfélaginu og því ætti ekki að draga fólk í dilka með því að búa til sérúrræði en hins vegar að starfsemi Vinjar hvíldi á sterkum grunni og ákveðinn kjarnahópur gesta hefði ekki getað nýtt sér önnur úrræði samfélagsins. Þessi hópur væri í mikilli hættu á félagslegri einangrun. Rekstrarkostnaður Vinjar væri áætlaður 43 milljónir og rúmaðist innan fjárheimilda. Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tillögunni hefur verið harðlega mótmælt af notendum og aðstandendum úrræðisins, sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við af Rauða krossinum í júlí 2022. Helsta hlutverk Vinjar er að draga úr félagslegri einangrun og skapa vinalegt umhverfi fyrir þá sem sækja þjónustuna en í tillögunni frá því í desember er lagt til að „markhópi þjónustunnar veðri mætt með öðru móti á félagsmiðstövum borgarinnar“. Tillagan var samþykkt með 20 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn tillögunni. „Það er náttúrulega alveg ömurlegt vegna þess að það er svo mikil og góð starfsemi hérna í húsinu. Það er skákfélagið og síðan er líka ferðafélag hérna,“ sagði Hörður Jónasson, fastagestur og forseti Vinaskákfélagsins, í samtali við fréttastofu eftir að tillagan var samþykkt en hann hefur sótt Vin frá 2012. Tillagan er eins og fyrr segir á dagskrá fundar velferðarráðs á morgun en meðal fylgigagna í málinu er skýrsla starfshóps um Vin sem kom út í maí 2021, áður en Reykjavíkurborg tók starfsemina yfir. Hlutverk starfshópsins var meðal annars að greina þarfir notenda þjónustu Vinjar, vinna drög að tillögu að þjónustu og stuðningi við hópinn og tryggja samráð og samtal við notendur Vinjar, hagsmunaaðila og fagfólk. Gestir Vinjar sögðust í samtölum við hópinn helst vilja að starfsemin héldist sem mest óbreytt og aðrir sögðu þjónustuna mjög mikilvæga þeim sem sæktu hana reglulega. Ef starfsemin yrði lögð niður yrði það afar slæmt fyrir stóran hóp sem hefði ekki fundið sig í öðrum notendaúrræðum. Allar ákvarðanir um Vin þyrfti að taka í samráði við notendur. Starfshópurinn sagði tvö sjónarmið vegast á: Annars vegar þyrfti að vinna gegn því að hópar væru jaðarsettir eða aðgreindir í samfélaginu og því ætti ekki að draga fólk í dilka með því að búa til sérúrræði en hins vegar að starfsemi Vinjar hvíldi á sterkum grunni og ákveðinn kjarnahópur gesta hefði ekki getað nýtt sér önnur úrræði samfélagsins. Þessi hópur væri í mikilli hættu á félagslegri einangrun. Rekstrarkostnaður Vinjar væri áætlaður 43 milljónir og rúmaðist innan fjárheimilda.
Reykjavík Borgarstjórn Málefni fatlaðs fólks Geðheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira