Hvetja forseta knattspyrnusambandsins til að segja af sér eftir ummæli um Zidane Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2023 22:45 Nöel Le Graët, forseti franska knattspyrnusambandsins, er ekki vinsæll í heimalandinu um þessar mundir. Jean Catuffe/Getty Images Patrick Anton, yfirmaður siðanefndar franska knattspyrnusambandsins, hefur hvatt forseta sambandsins, Nöel Le Graët, til að segja af sér eftir óheppileg ummæla forsetans um knattspyrnugoðsögnina Zinedine Zidane. Le Graët var gagnrýndur í vikunni fyrir að láta út úr sér að hann „myndi ekki einu sinni taka upp símann“ ef Zidane hefði samband vegna þjálfarastarfs franska landsliðsins. Í kjölfarið stigu nokkrar stórstjörnur úr knattspyrnuheiminum fram og sögðu sína skoðun á þessum ummælum Le Graët. Le Graët hefur síðan þá beðist afsökunar á ummælum sínum og segir að þau hafi verið klaufaleg. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina telur Patrick Anton, formaður siðanefndar franska knattspyrnusambandsins, að kominn sé tími á að forsetinn stígi til hliðar. „Le Graët hefur látið ummæli falla sem sýna að hann er ekki jafn skýr í hausnum og hann var. Hann er maður sem er orðinn þreyttur og þarf að finna sér eitthvað annað að gera,“ sagði Anton um hinn 81 árs gamla Le Graët. Eins og áður segir blönduðu nokkrar stórstjörnur úr knattspyrnuheiminum sér í málið. Kylian Mbappé, framherji PSG og franska landsliðsins og Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, sögðu ummælin sýna virðingaleysi, ásamt því að spænska stórveldið Real Madrid gagnrýndi ummælin. Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Le Graët var gagnrýndur í vikunni fyrir að láta út úr sér að hann „myndi ekki einu sinni taka upp símann“ ef Zidane hefði samband vegna þjálfarastarfs franska landsliðsins. Í kjölfarið stigu nokkrar stórstjörnur úr knattspyrnuheiminum fram og sögðu sína skoðun á þessum ummælum Le Graët. Le Graët hefur síðan þá beðist afsökunar á ummælum sínum og segir að þau hafi verið klaufaleg. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina telur Patrick Anton, formaður siðanefndar franska knattspyrnusambandsins, að kominn sé tími á að forsetinn stígi til hliðar. „Le Graët hefur látið ummæli falla sem sýna að hann er ekki jafn skýr í hausnum og hann var. Hann er maður sem er orðinn þreyttur og þarf að finna sér eitthvað annað að gera,“ sagði Anton um hinn 81 árs gamla Le Graët. Eins og áður segir blönduðu nokkrar stórstjörnur úr knattspyrnuheiminum sér í málið. Kylian Mbappé, framherji PSG og franska landsliðsins og Hugo Lloris, fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, sögðu ummælin sýna virðingaleysi, ásamt því að spænska stórveldið Real Madrid gagnrýndi ummælin.
Franski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira