Stjórn franska knattspyrnusambandsins setti forsetann til hliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2023 13:38 Noel Le Graet hefur verið forseti franska sambandsins í að verða tólf ár en nú er valdatími hans á enda. AP/Christophe Ena Stjórn franska knattspyrnusambandsins tók þá ákvörðun á fundi sínum í dag að leysa forseta sambandsins tímabundið frá störfum. Hinn 81 árs gamli Noël Le Graët, sem hefur verið forseti sambandsins frá árinu 2011, er ekki lengur í því starfi. Ástæðan eru ummælin sem hann lét falla um franska knattspyrnugoðið Zinedine Zidane. Le Graet fékk á sig mikla gagnrýni fyrir að lýsa því yfir að hann myndi aldrei taka við símtal frá Zidane um að verða þjálfari franska landsliðsins. Kylian Mbappe og Hugo Lloris voru meðal þeirra leikmanna sem gagnrýndu forsetann. Le Graet baðst afsökunar á ummælum sínum og sagði þau hafa verið klaufaleg. Það var hins vegar allt of seint og siðanefnd franska sambandsins skoraði á forsetann að segja af sér. Jean-Michel Aulas est sorti du siège de la FFF, où se tenait le comité exécutif exceptionnel : « Noël Le Graët est très malheureux. » pic.twitter.com/wD8EEaZX90— L'ÉQUIPE (@lequipe) January 11, 2023 Zidane varð heimsmeistari með Frökkum 1998 og átti magnaðan feril, lengst af sem einn af allra bestu knattspyrnumönnum heimsins. Því var spáð að Zidane yrði eftirmaður Didier Deschamps sem þjálfari franska landsliðsins en Deschamps framlengdi samning sinn til ársins 2026 á dögunum. Þegar gengið var á Le Graet með hvort hann hafi rætt við Zidane þá var hann ekkert nema stælar og gerði lítið úr einni stærstu fótboltastjörnu Frakka fyrr og síðar. Stjórnin tók þessa risaákvörðun í dag og varaforsetinn Philippe Diallo mun sinna forsetastarfinu til að byrja með. Það er ekki ljóst hvort eða hvenær Noël Le Graët fái að setjast aftur í forsetastólinn. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Franski boltinn Frakkland Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Hinn 81 árs gamli Noël Le Graët, sem hefur verið forseti sambandsins frá árinu 2011, er ekki lengur í því starfi. Ástæðan eru ummælin sem hann lét falla um franska knattspyrnugoðið Zinedine Zidane. Le Graet fékk á sig mikla gagnrýni fyrir að lýsa því yfir að hann myndi aldrei taka við símtal frá Zidane um að verða þjálfari franska landsliðsins. Kylian Mbappe og Hugo Lloris voru meðal þeirra leikmanna sem gagnrýndu forsetann. Le Graet baðst afsökunar á ummælum sínum og sagði þau hafa verið klaufaleg. Það var hins vegar allt of seint og siðanefnd franska sambandsins skoraði á forsetann að segja af sér. Jean-Michel Aulas est sorti du siège de la FFF, où se tenait le comité exécutif exceptionnel : « Noël Le Graët est très malheureux. » pic.twitter.com/wD8EEaZX90— L'ÉQUIPE (@lequipe) January 11, 2023 Zidane varð heimsmeistari með Frökkum 1998 og átti magnaðan feril, lengst af sem einn af allra bestu knattspyrnumönnum heimsins. Því var spáð að Zidane yrði eftirmaður Didier Deschamps sem þjálfari franska landsliðsins en Deschamps framlengdi samning sinn til ársins 2026 á dögunum. Þegar gengið var á Le Graet með hvort hann hafi rætt við Zidane þá var hann ekkert nema stælar og gerði lítið úr einni stærstu fótboltastjörnu Frakka fyrr og síðar. Stjórnin tók þessa risaákvörðun í dag og varaforsetinn Philippe Diallo mun sinna forsetastarfinu til að byrja með. Það er ekki ljóst hvort eða hvenær Noël Le Graët fái að setjast aftur í forsetastólinn. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira