Viðskipti erlent

Ríkasti maður heims gerir dóttur sína að for­stjóra Dior

Atli Ísleifsson skrifar
Delphine Arnault hefur verið aðstoðarforstjóri LVMH frá árinu 2013.
Delphine Arnault hefur verið aðstoðarforstjóri LVMH frá árinu 2013. Getty

Ríkasti maður heims, hinn franski Bernard Arnault, hefur skipað dóttur sína, Delphine Arnault, í embætti forstjóra tískuvöruhússins Dior. 

Arnault greindi frá þessu í gær, en forstjóraskiptin eru hluti af frekari hrókeringum innan LVMH sem metið er verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Fyrirtækið á fjölda verðmætra vörumerkja, meðal annars Fendi og Louis Vuitton, og er nú metið á um 336 milljarða punda, um 59 þúsund milljarða króna.

Hin 47 ára Delphine Arnault tekur við forstjórastólnum hjá Dior af Pietro Beccari sem mun taka við framkvæmdastjórastólnum af Michael Burke hjá Louis Vuitton. Delphine Arnault hefur verið aðstoðarforstjóri LVMH frá árinu 2013.

Öll fimm börn Bernard Arnault skipa stjórnunarstöðum innan LVMH.

Bernard Arnault tók við titlinum sem ríkasti maður heims af Elon Musk í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×