Lagði Adidas í deilu um rendurnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2023 14:20 Thom Browne í stuði. Það glittir í umræddar rendur á einum af sokk hans. Vísir/Vilhelm Bandaríski fatahönnuðurinn Thom Browne lagði þýska íþróttafatnaðarrisann Adidas í hugverkadeilu um notkun á röndum í hönnun á fatnaði. Þetta er niðurstaða dómstóls í New York í Bandaríkjunum. Browne og Adidas hafa áður deilt um notkun á röndum. Adidas höfðaði mál gegn Browne vegna notkunar hans á fjórum láréttum röndum sem gjarnan eru á flíkum sem hann hannar og hafði hug á því að krefjast átta milljón dollara í skaðabætur, ríflega 1,1 milljarðs. Adidas hefur um árabil notað þrjár láréttar rendur til að auðkenna ýmsar flíkur þýska risans. Browne, sem er þekktur fyrir að hanna fatnað í dýrari kantinum, hélt því meðal annars fram að ólíklegt væri að neytendur myndu rugla saman merkjunum, ekki síst vegna þess að hann notaðist við fjórar rendur, Adidas þrjár. Lögfræðingar hans héldu því einnig fram að kúnnahópur Browne og Adidas væri ekki sambærilegur. Að auki væru rendur algengar í hönnun. Deilur Browne og Adidas má rekja fimmtán ár aftur í tímann. Þá samþykkti hann að hætta að nota þrjár láréttar rendur í hönnunarvörum sínum, og bætti við einni í viðbót. Frá þeim tíma hefur veldi Browne þó stækkað gríðarlega, auk þess sem að það hefur í auknum mæli hannað íþróttafatnað. Kviðdómendur í málinu voru á sama máli og Browne og hefur málinu því verið vísað frá. Bandaríkin Tíska og hönnun Höfundarréttur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Adidas höfðaði mál gegn Browne vegna notkunar hans á fjórum láréttum röndum sem gjarnan eru á flíkum sem hann hannar og hafði hug á því að krefjast átta milljón dollara í skaðabætur, ríflega 1,1 milljarðs. Adidas hefur um árabil notað þrjár láréttar rendur til að auðkenna ýmsar flíkur þýska risans. Browne, sem er þekktur fyrir að hanna fatnað í dýrari kantinum, hélt því meðal annars fram að ólíklegt væri að neytendur myndu rugla saman merkjunum, ekki síst vegna þess að hann notaðist við fjórar rendur, Adidas þrjár. Lögfræðingar hans héldu því einnig fram að kúnnahópur Browne og Adidas væri ekki sambærilegur. Að auki væru rendur algengar í hönnun. Deilur Browne og Adidas má rekja fimmtán ár aftur í tímann. Þá samþykkti hann að hætta að nota þrjár láréttar rendur í hönnunarvörum sínum, og bætti við einni í viðbót. Frá þeim tíma hefur veldi Browne þó stækkað gríðarlega, auk þess sem að það hefur í auknum mæli hannað íþróttafatnað. Kviðdómendur í málinu voru á sama máli og Browne og hefur málinu því verið vísað frá.
Bandaríkin Tíska og hönnun Höfundarréttur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira