Lagði Adidas í deilu um rendurnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2023 14:20 Thom Browne í stuði. Það glittir í umræddar rendur á einum af sokk hans. Vísir/Vilhelm Bandaríski fatahönnuðurinn Thom Browne lagði þýska íþróttafatnaðarrisann Adidas í hugverkadeilu um notkun á röndum í hönnun á fatnaði. Þetta er niðurstaða dómstóls í New York í Bandaríkjunum. Browne og Adidas hafa áður deilt um notkun á röndum. Adidas höfðaði mál gegn Browne vegna notkunar hans á fjórum láréttum röndum sem gjarnan eru á flíkum sem hann hannar og hafði hug á því að krefjast átta milljón dollara í skaðabætur, ríflega 1,1 milljarðs. Adidas hefur um árabil notað þrjár láréttar rendur til að auðkenna ýmsar flíkur þýska risans. Browne, sem er þekktur fyrir að hanna fatnað í dýrari kantinum, hélt því meðal annars fram að ólíklegt væri að neytendur myndu rugla saman merkjunum, ekki síst vegna þess að hann notaðist við fjórar rendur, Adidas þrjár. Lögfræðingar hans héldu því einnig fram að kúnnahópur Browne og Adidas væri ekki sambærilegur. Að auki væru rendur algengar í hönnun. Deilur Browne og Adidas má rekja fimmtán ár aftur í tímann. Þá samþykkti hann að hætta að nota þrjár láréttar rendur í hönnunarvörum sínum, og bætti við einni í viðbót. Frá þeim tíma hefur veldi Browne þó stækkað gríðarlega, auk þess sem að það hefur í auknum mæli hannað íþróttafatnað. Kviðdómendur í málinu voru á sama máli og Browne og hefur málinu því verið vísað frá. Bandaríkin Tíska og hönnun Höfundarréttur Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Adidas höfðaði mál gegn Browne vegna notkunar hans á fjórum láréttum röndum sem gjarnan eru á flíkum sem hann hannar og hafði hug á því að krefjast átta milljón dollara í skaðabætur, ríflega 1,1 milljarðs. Adidas hefur um árabil notað þrjár láréttar rendur til að auðkenna ýmsar flíkur þýska risans. Browne, sem er þekktur fyrir að hanna fatnað í dýrari kantinum, hélt því meðal annars fram að ólíklegt væri að neytendur myndu rugla saman merkjunum, ekki síst vegna þess að hann notaðist við fjórar rendur, Adidas þrjár. Lögfræðingar hans héldu því einnig fram að kúnnahópur Browne og Adidas væri ekki sambærilegur. Að auki væru rendur algengar í hönnun. Deilur Browne og Adidas má rekja fimmtán ár aftur í tímann. Þá samþykkti hann að hætta að nota þrjár láréttar rendur í hönnunarvörum sínum, og bætti við einni í viðbót. Frá þeim tíma hefur veldi Browne þó stækkað gríðarlega, auk þess sem að það hefur í auknum mæli hannað íþróttafatnað. Kviðdómendur í málinu voru á sama máli og Browne og hefur málinu því verið vísað frá.
Bandaríkin Tíska og hönnun Höfundarréttur Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira