Ný Þjóðarhöll tekur á sig mynd Ásmundur Einar Daðason skrifar 17. janúar 2023 10:00 Það var fagnaðarefni að kynna mikilvægan áfanga í átt að nýrri Þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir í gær, ásamt forsætisráðherra og borgarstjóra. Við gerum öll kröfu til okkar íþróttafólks um framúrskarandi árangur og eðlilegt að okkar íþróttafólk geri kröfu til okkar um framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni. Það er mér kappsmál að greiða götu þessarar uppbyggingar og erum við nú einu skrefi nær. Frumathugun er lokið og hefur Þjóðarhöllin tekið á sig mynd. Eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra íþróttamála var að skipa stýrihóp um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvanga fyrir innanhússíþróttir, knattspyrnu og frjálsíþróttir. Ákveðið var að byrja á Þjóðarhöllinni og vinna áfram að undirbúningi þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsíþróttum samhliða. Verkefnið er unnið í breiðu samstarfi ríkis, borgar og íþróttahreyfingarinnar. Framkvæmdanefndin hóf störf í ágúst í kjölfar viljayfirlýsingar ríkis og borgar um byggingu nýrrar Þjóðarhallar. Hún nýtur ráðgjafar sérfræðinga í íþróttastarfi og skilar tillögum til stýrihópsins. Laugardalshöllin, eins vel og hún hefur þjónað þjóðinni, er komin til ára sinna og uppfyllir ekki alþjóðakröfur. Ný höll verður stærri með 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum í 19.000m2 húsnæði með bætta aðstöðu fyrir íþróttafólk, áhorfendur, skipuleggjendur og fjölmiðla. Laugardalurinn, verður sem og áður, hjarta íþróttastarfs hérlendis. Þjóðarhöllin er fyrirhuguð sunnan Laugardalshallar upp að Suðurlandsbraut. Þannig næst góð tenging við almenningssamgöngur og önnur mannvirki á svæðinu. Áhersla er á að Þjóðarhöllin verði fjölnota, að hún uppfylli þarfir íþróttafélaga og landsliða og alþjóðakröfur en nýtist einnig fyrir stóra viðburði s.s. tónleika og sýningar. Gert er ráð fyrir greiðu aðgengi almennings dagsdaglega með veitingarekstri, möguleikum til æfinga og góðu flæði milli Þjóðarhallar, Laugardalshallar og Frjálsíþróttarhallar sem áfram munu nýtast vel. Málefni þjóðarleikvanga hafa lengi verið í umræðunni og málið brýnt. Gott samstarf stjórnvalda, borgar og íþróttahreyfingarinnar hefur gegnt lykilhlutverki í framgangi málsins og að finna útfærslu sem mætir þörfum samfélagsins. Við erum komin á góða ferð en nú þarf kné að fylgja kviði. Næstu skref eru að klára deiliskipulag og hefja útboð. Markmiðið er fyrirmyndaraðstaða til íþróttaiðkunar og keppni. Áfram Ísland. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það var fagnaðarefni að kynna mikilvægan áfanga í átt að nýrri Þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir í gær, ásamt forsætisráðherra og borgarstjóra. Við gerum öll kröfu til okkar íþróttafólks um framúrskarandi árangur og eðlilegt að okkar íþróttafólk geri kröfu til okkar um framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni. Það er mér kappsmál að greiða götu þessarar uppbyggingar og erum við nú einu skrefi nær. Frumathugun er lokið og hefur Þjóðarhöllin tekið á sig mynd. Eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra íþróttamála var að skipa stýrihóp um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvanga fyrir innanhússíþróttir, knattspyrnu og frjálsíþróttir. Ákveðið var að byrja á Þjóðarhöllinni og vinna áfram að undirbúningi þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsíþróttum samhliða. Verkefnið er unnið í breiðu samstarfi ríkis, borgar og íþróttahreyfingarinnar. Framkvæmdanefndin hóf störf í ágúst í kjölfar viljayfirlýsingar ríkis og borgar um byggingu nýrrar Þjóðarhallar. Hún nýtur ráðgjafar sérfræðinga í íþróttastarfi og skilar tillögum til stýrihópsins. Laugardalshöllin, eins vel og hún hefur þjónað þjóðinni, er komin til ára sinna og uppfyllir ekki alþjóðakröfur. Ný höll verður stærri með 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum í 19.000m2 húsnæði með bætta aðstöðu fyrir íþróttafólk, áhorfendur, skipuleggjendur og fjölmiðla. Laugardalurinn, verður sem og áður, hjarta íþróttastarfs hérlendis. Þjóðarhöllin er fyrirhuguð sunnan Laugardalshallar upp að Suðurlandsbraut. Þannig næst góð tenging við almenningssamgöngur og önnur mannvirki á svæðinu. Áhersla er á að Þjóðarhöllin verði fjölnota, að hún uppfylli þarfir íþróttafélaga og landsliða og alþjóðakröfur en nýtist einnig fyrir stóra viðburði s.s. tónleika og sýningar. Gert er ráð fyrir greiðu aðgengi almennings dagsdaglega með veitingarekstri, möguleikum til æfinga og góðu flæði milli Þjóðarhallar, Laugardalshallar og Frjálsíþróttarhallar sem áfram munu nýtast vel. Málefni þjóðarleikvanga hafa lengi verið í umræðunni og málið brýnt. Gott samstarf stjórnvalda, borgar og íþróttahreyfingarinnar hefur gegnt lykilhlutverki í framgangi málsins og að finna útfærslu sem mætir þörfum samfélagsins. Við erum komin á góða ferð en nú þarf kné að fylgja kviði. Næstu skref eru að klára deiliskipulag og hefja útboð. Markmiðið er fyrirmyndaraðstaða til íþróttaiðkunar og keppni. Áfram Ísland. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun