„Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2023 13:01 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir grafalvarlegt ástand hafa skapast í gær þegar íbúar á Suðurnesjum voru án rafmagns, heita vatns og símasambands þegar bilun kom upp á Suðurnesjalínu 1. Viðgerðum er ekki lokið og þarf að taka línuna tímabundið úr rekstri á næstu dögum. Bæjarstjóri segir ósætti milli Landsnets og sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínu 2 störukeppni sem verði að linna. Rafmagn var aftur komið á sjöunda tímanum í gær en rafmagnslaust var í tæpa þrjá klukkutíma vegna bilunar í eldingavara í tengivirkinu í Fitjum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir viðgerðum ekki lokið en eldingavarinn var tekinn út í gær. „Það má í rauninni segja að við höfum sett plástur á línuna og í dag eru tveir eldingavarar en ekki þrír eins og á að vera. Það þýðir að við þurfum að fara í viðgerð, við þurfum að setja upp nýjan eldingavara og mögulega skipta út hinum tveimur,“ segir Steinunn. „Það verður gert að nóttu til núna einhvern tímann á næstu dögum því það er náttúrulega viðkvæmt að taka línuna út,“ segir hún enn fremur en verið er að skoða hvenær hægt verður að ráðast í viðgerðir, þá með tilliti til veðurs og í samvinnu við virkjanir á svæðinu. Algjörlega óásættanleg staða Samhliða rafmagnsleysinu datt heita vatnið út auk þess sem símkerfi virkuðu ekki. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir mjög sérstakt ástand hafa skapast í gær. „Ég held að fólki hafi líka verið brugðið að þetta skuli geta gerst árið 2023, að svona stórt svæði sem telur 30 þúsund íbúa geti dottið út í svona langan tíma og kannski hvað símainnviðirnir okkar eru illa búnir með varaafl,“ segir Kjartan. Fréttastofa hefur heyrt dæmi um að íbúar hafi ekki náð sambandi við Neyðarlínuna. Kjartan segir að hægt sé að rekja símasambandsleysið til þess að rafmagnið fór af en mögulega hafi verið sérstaklega mikið álag þar sem margir voru að horfa á leik Íslands gegn Suður-Kóreu á HM í handbolta í gær. Hvað Keflavíkurflugvöll varðar getur rafmagnsleysi haft takmörkuð áhrif þar sem landgangar eru keyrðir á rafmagni. Völlurinn er keyrður á varaafli á svona stundum en að sögn Kjartans dugar það ekki til lengri tíma. „Þetta er stóralvarlegt mál og getur jafnvel varðað þjóðaröryggi. Við verðum bara að koma þessu í lag, það er ekkert sem heitir. Þetta er algjörlega óásættanlegt, að ekki sé hægt að hringja, af því að nú treysta menn allir á farsímana, og að það sé ekki rafmagn og það sé ekki heitt vatn og þessir innviðir. Þetta er algjörlega ólíðandi,“ segir hann. Vogar og Landsnet þurfi að finna út úr sínum málum Bilunin sýni fram á mikilvægi Suðurnesjalínu 2 en Suðurnesjalína 1 er eina tenging svæðisins. Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík hafa fyrir löngu veitt framkvæmdaleyfi en sveitarfélagið Vogar er enn með málið á sínu borði. Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi er enn til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. „Við þurfum bara að ýta á og flýta því að þessar erjur og misklíð varðandi Suðurnesjalínu 2, hvernig hún skuli lögð, að þær verði leystar og að bæði Landsnet og sveitarfélagið Vogar finni nú út úr því hvernig þau ætla að gera þetta,“ segir Kjartan. „Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna.“ Reykjanesbær Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira
Rafmagn var aftur komið á sjöunda tímanum í gær en rafmagnslaust var í tæpa þrjá klukkutíma vegna bilunar í eldingavara í tengivirkinu í Fitjum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir viðgerðum ekki lokið en eldingavarinn var tekinn út í gær. „Það má í rauninni segja að við höfum sett plástur á línuna og í dag eru tveir eldingavarar en ekki þrír eins og á að vera. Það þýðir að við þurfum að fara í viðgerð, við þurfum að setja upp nýjan eldingavara og mögulega skipta út hinum tveimur,“ segir Steinunn. „Það verður gert að nóttu til núna einhvern tímann á næstu dögum því það er náttúrulega viðkvæmt að taka línuna út,“ segir hún enn fremur en verið er að skoða hvenær hægt verður að ráðast í viðgerðir, þá með tilliti til veðurs og í samvinnu við virkjanir á svæðinu. Algjörlega óásættanleg staða Samhliða rafmagnsleysinu datt heita vatnið út auk þess sem símkerfi virkuðu ekki. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir mjög sérstakt ástand hafa skapast í gær. „Ég held að fólki hafi líka verið brugðið að þetta skuli geta gerst árið 2023, að svona stórt svæði sem telur 30 þúsund íbúa geti dottið út í svona langan tíma og kannski hvað símainnviðirnir okkar eru illa búnir með varaafl,“ segir Kjartan. Fréttastofa hefur heyrt dæmi um að íbúar hafi ekki náð sambandi við Neyðarlínuna. Kjartan segir að hægt sé að rekja símasambandsleysið til þess að rafmagnið fór af en mögulega hafi verið sérstaklega mikið álag þar sem margir voru að horfa á leik Íslands gegn Suður-Kóreu á HM í handbolta í gær. Hvað Keflavíkurflugvöll varðar getur rafmagnsleysi haft takmörkuð áhrif þar sem landgangar eru keyrðir á rafmagni. Völlurinn er keyrður á varaafli á svona stundum en að sögn Kjartans dugar það ekki til lengri tíma. „Þetta er stóralvarlegt mál og getur jafnvel varðað þjóðaröryggi. Við verðum bara að koma þessu í lag, það er ekkert sem heitir. Þetta er algjörlega óásættanlegt, að ekki sé hægt að hringja, af því að nú treysta menn allir á farsímana, og að það sé ekki rafmagn og það sé ekki heitt vatn og þessir innviðir. Þetta er algjörlega ólíðandi,“ segir hann. Vogar og Landsnet þurfi að finna út úr sínum málum Bilunin sýni fram á mikilvægi Suðurnesjalínu 2 en Suðurnesjalína 1 er eina tenging svæðisins. Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík hafa fyrir löngu veitt framkvæmdaleyfi en sveitarfélagið Vogar er enn með málið á sínu borði. Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi er enn til efnislegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. „Við þurfum bara að ýta á og flýta því að þessar erjur og misklíð varðandi Suðurnesjalínu 2, hvernig hún skuli lögð, að þær verði leystar og að bæði Landsnet og sveitarfélagið Vogar finni nú út úr því hvernig þau ætla að gera þetta,“ segir Kjartan. „Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna.“
Reykjanesbær Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira