Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir og Þóra Rut Jónsdóttir skrifa 18. janúar 2023 17:31 Hefur þú velt fyrir þér hvernig stafrænu lausnirnar sem þú notar daglega virka á bakvið tjöldin? Á heimsvísu hefur fjöldinn af þeim sem nota netið tvöfaldast og netumferð aukist tuttugufalt síðan árið 2010. Á bakvið allar stafrænar lausnir eru gagnaver sem hýsa gögnin og kerfin sem við notum. Öryggis, umhverfisins og kostnaðarins vegna skiptir máli að vita hjá hverjum gögnin og kerfin sem þitt fyrirtæki er að nota eru hýst. Orkuþörf vegna stafrænnar þróunar er sífellt að aukast. Samkvæmt Stockholm Resilience Center hafa stafrænar lausnir möguleika að hjálpa eða hindra skiptunum yfir í endurnýjanlega orku á heimsvísu og draga úr um 30% þeirri heimslosun gróðurhúsalofttegunda sem þarf fyrir 2030. Líklegt er að þitt fyrirtæki sé með rekstur í mörgum skýjum. Ef fyrirtækið er meðvitað um sín umhverfisáhrif eða er á sjálfbærnivegferð gæti verið tilefni til að skoða hvernig hýsingarumhverfið lítur út. Raforkuverð í heiminum hefur hækkað töluvert undanfarið sem er íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtæki eru einnig í auknum mæli byrjuð að átta sig á umhverfisáhrifum sínum og þá sérstaklega að beina sjónum á að nýta endurnýjanlega orku til að draga úr losun vegna starfseminnar. Úr gagnaveri atNorth á Reykjanesi. Í almennu tali eru innviðir og gögn sem eru aðgengileg hvenær sem er í gegnum upplýsingatæknikerfi kölluð skýjalausnir (e. Cloud computing). Flest fyrirtæki blanda í dag saman ólíkum tegundum af þjónustum s.s. eigin hýsingu, hýsingu á vegum innlendra þjónustuaðila og gjarnan þjónustulausnum frá erlendum aðilum á borð við Microsoft og AWS. Ef skýjarekstur er rekinn í gegnum marga aðila getur kostnaður orðið umtalsverður, umhverfisáhrif neikvæð og utanumhald flókið sérstaklega m.t.t. öryggismála. Samhýsing í almennum skýjaþjónustum gerir fyrirtækjum kleift að hámarka orkunýtingu með því að skala rekstur eftir þörfum. Sem dæmi má nefna að oft er hægt að slökkva tímabundið á þjónustum sem ekki þarf að nálgast t.d. á næturnar og einfalt er að skala niður umhverfi þegar þjónustuþörf dregst saman. Með þessu má draga úr offjárfestingu í vélbúnaði og orkunotkun, sem hefur jákvæðar afleiðingar fyrir umhverfið. Það skiptir einnig máli hvernig orkunýting er hjá þeim gagnaverum sem átt er í viðskiptum við og hver uppruni orkunnar er. Tegund orkunnar sem gagnaverin nýta fer oft eftir því hvar þau eru staðsett í heiminum. Á Íslandi erum við í sérstöðu þar sem raforkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna og sú staðreynd gerir það að verkum að fyrirtæki sem eru með skýið sitt í hýsingu í gagnaverum á Íslandi spara verulega útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna þess. Gagnaver atNorth á Reykjanesi. Í sumar var hitamet slegið í röðum um alla Evrópu, einnig á þeim stöðum sem gagnaver eru staðsett. Þetta leiddi til þess að mörg gagnaver í Evrópu þurftu að brúa bilið á milli hitans úti og hitastigs sem er ákjósanlegt fyrir öruggan rekstur á hýsingarbúnaði. Til þess að brúa þetta hitastigsbil þarf að nota búnað og tækni sem er í langflestum tilfellum orkufrekt og í sumum tilfellum þarf að nota vatn til kælingar, jafnvel á þeim stöðum þar sem vatn er af skornum skammti. Búnaðurinn í gagnaverum hitnar verulega við notkun og því þarf að kæla rýmin þar sem tölvubúnaðurinn er staðsettur. Kæling er bæði veigamikill og órjúfanlegur hluti af starfsemi gagnavera og er sumstaðar allt að 45% af heildarorkunotkun gagnavera sem bæði eykur orkuþörf, kostnað og umhverfisáhrif vegna starfseminnar. Á Íslandi ríkir kaldtemprað úthafsloftslag sem nýtist vel til kælingar á gagnaverum, allt árið um kring. Nýting á útilofti til kælingar er ein af ástæðunum hvers vegna hýsing á gögnum á Íslandi er umhverfisvænni en að hýsa gögn hjá gagnaverum sem staðsett eru í löndum með heitara loftslag. Samkvæmt greiningum atNorth losar hýsing á Íslandi upp að 98% minna af gróðurhúsalofttegundum heldur en meðal gagnaver í Evrópu sem nota allt að 50% meiri orku en gagnaver á Íslandi. Margar stofnanir og fyrirtæki leggja kapp á að minnka umfang losunar á gróðurhúsalofttegundum frá starfsemi sinni. Ein leið til þess að kanna hvar hægt er að draga úr losun er til dæmis að athuga hvar gögnin eru hýst og hvort ráð sé að koma þeim í umhverfisvænni hýsingu. Hvað getur þú gert til þess að komast að því hvar þín gögn eru hýst og hvernig orka er nýtt? Athugaðu eftirfarandi: Hjá hverjum og hvar er verið að reka kerfin/afrita- og geyma gögnin þín? Eru gagnaverin sem þú ert í viðskiptum við að nýta endurnýjanlega orku? Er möguleiki á að færa hýsinguna í gagnaver sem nýtir einungis endurnýjanleg orku? Höfundar eru starfsfólk Advania. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú velt fyrir þér hvernig stafrænu lausnirnar sem þú notar daglega virka á bakvið tjöldin? Á heimsvísu hefur fjöldinn af þeim sem nota netið tvöfaldast og netumferð aukist tuttugufalt síðan árið 2010. Á bakvið allar stafrænar lausnir eru gagnaver sem hýsa gögnin og kerfin sem við notum. Öryggis, umhverfisins og kostnaðarins vegna skiptir máli að vita hjá hverjum gögnin og kerfin sem þitt fyrirtæki er að nota eru hýst. Orkuþörf vegna stafrænnar þróunar er sífellt að aukast. Samkvæmt Stockholm Resilience Center hafa stafrænar lausnir möguleika að hjálpa eða hindra skiptunum yfir í endurnýjanlega orku á heimsvísu og draga úr um 30% þeirri heimslosun gróðurhúsalofttegunda sem þarf fyrir 2030. Líklegt er að þitt fyrirtæki sé með rekstur í mörgum skýjum. Ef fyrirtækið er meðvitað um sín umhverfisáhrif eða er á sjálfbærnivegferð gæti verið tilefni til að skoða hvernig hýsingarumhverfið lítur út. Raforkuverð í heiminum hefur hækkað töluvert undanfarið sem er íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtæki eru einnig í auknum mæli byrjuð að átta sig á umhverfisáhrifum sínum og þá sérstaklega að beina sjónum á að nýta endurnýjanlega orku til að draga úr losun vegna starfseminnar. Úr gagnaveri atNorth á Reykjanesi. Í almennu tali eru innviðir og gögn sem eru aðgengileg hvenær sem er í gegnum upplýsingatæknikerfi kölluð skýjalausnir (e. Cloud computing). Flest fyrirtæki blanda í dag saman ólíkum tegundum af þjónustum s.s. eigin hýsingu, hýsingu á vegum innlendra þjónustuaðila og gjarnan þjónustulausnum frá erlendum aðilum á borð við Microsoft og AWS. Ef skýjarekstur er rekinn í gegnum marga aðila getur kostnaður orðið umtalsverður, umhverfisáhrif neikvæð og utanumhald flókið sérstaklega m.t.t. öryggismála. Samhýsing í almennum skýjaþjónustum gerir fyrirtækjum kleift að hámarka orkunýtingu með því að skala rekstur eftir þörfum. Sem dæmi má nefna að oft er hægt að slökkva tímabundið á þjónustum sem ekki þarf að nálgast t.d. á næturnar og einfalt er að skala niður umhverfi þegar þjónustuþörf dregst saman. Með þessu má draga úr offjárfestingu í vélbúnaði og orkunotkun, sem hefur jákvæðar afleiðingar fyrir umhverfið. Það skiptir einnig máli hvernig orkunýting er hjá þeim gagnaverum sem átt er í viðskiptum við og hver uppruni orkunnar er. Tegund orkunnar sem gagnaverin nýta fer oft eftir því hvar þau eru staðsett í heiminum. Á Íslandi erum við í sérstöðu þar sem raforkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna og sú staðreynd gerir það að verkum að fyrirtæki sem eru með skýið sitt í hýsingu í gagnaverum á Íslandi spara verulega útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna þess. Gagnaver atNorth á Reykjanesi. Í sumar var hitamet slegið í röðum um alla Evrópu, einnig á þeim stöðum sem gagnaver eru staðsett. Þetta leiddi til þess að mörg gagnaver í Evrópu þurftu að brúa bilið á milli hitans úti og hitastigs sem er ákjósanlegt fyrir öruggan rekstur á hýsingarbúnaði. Til þess að brúa þetta hitastigsbil þarf að nota búnað og tækni sem er í langflestum tilfellum orkufrekt og í sumum tilfellum þarf að nota vatn til kælingar, jafnvel á þeim stöðum þar sem vatn er af skornum skammti. Búnaðurinn í gagnaverum hitnar verulega við notkun og því þarf að kæla rýmin þar sem tölvubúnaðurinn er staðsettur. Kæling er bæði veigamikill og órjúfanlegur hluti af starfsemi gagnavera og er sumstaðar allt að 45% af heildarorkunotkun gagnavera sem bæði eykur orkuþörf, kostnað og umhverfisáhrif vegna starfseminnar. Á Íslandi ríkir kaldtemprað úthafsloftslag sem nýtist vel til kælingar á gagnaverum, allt árið um kring. Nýting á útilofti til kælingar er ein af ástæðunum hvers vegna hýsing á gögnum á Íslandi er umhverfisvænni en að hýsa gögn hjá gagnaverum sem staðsett eru í löndum með heitara loftslag. Samkvæmt greiningum atNorth losar hýsing á Íslandi upp að 98% minna af gróðurhúsalofttegundum heldur en meðal gagnaver í Evrópu sem nota allt að 50% meiri orku en gagnaver á Íslandi. Margar stofnanir og fyrirtæki leggja kapp á að minnka umfang losunar á gróðurhúsalofttegundum frá starfsemi sinni. Ein leið til þess að kanna hvar hægt er að draga úr losun er til dæmis að athuga hvar gögnin eru hýst og hvort ráð sé að koma þeim í umhverfisvænni hýsingu. Hvað getur þú gert til þess að komast að því hvar þín gögn eru hýst og hvernig orka er nýtt? Athugaðu eftirfarandi: Hjá hverjum og hvar er verið að reka kerfin/afrita- og geyma gögnin þín? Eru gagnaverin sem þú ert í viðskiptum við að nýta endurnýjanlega orku? Er möguleiki á að færa hýsinguna í gagnaver sem nýtir einungis endurnýjanleg orku? Höfundar eru starfsfólk Advania.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun