Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2023 07:35 Dómarinn sagði Trump ítrekað hafa freistað þess að nota dómstóla í pólitískum tilgangi. AP/Andrew Harnik Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. Málinu var vísað frá í september og Trump skipað að greiða tugþúsundir dala í nóvember. Í dómsorðinu gagnrýnir dómarinn Trump og lögmanninn harðlega fyrir að misnota dómskerfið til að koma höggi á andstæðinga sína og byggja mál sitt á röngum upplýsingum og vitleysu. Dómarinn segir að málið hefði aldrei átt að rata fyrir dómstóla. Málatilbúnaður Trump gekk út á að Clinton og Demókrataflokkurinn hefðu unnið að því með Alríkislögreglunni og fleirum að falsa tengsl milli Trump og Rússlands til að draga úr möguleikum hans í forsetakosningunum árið 2016. Dómarinn gagnrýndi Trump meðal annars fyrir að hafa uppi ásakanir sem hann mátti vita að voru rugl og nefndi sem dæmi þá kenningu að James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, hefði plottað með Clinton að sækja Trump til saka. Trump var hins vegar aldrei sóttur til saka á þessum tíma og þá væri afar ólíklegt að kært væri á milli Clinton og Comey, þar sem síðarnefndi olli kosningabaráttu Clinton ómældum skaða þegar hann ákvað að hefja rannsókn á tölvupóstum frambjóðandans. Dómarinn sagði enn fremur að þetta mál væri aðeins eitt af mörgum, þar sem Trump hefði freistað þess að nota dómstóla í pólitískum tilgangi. Sagði hann þetta grafa undan réttarríkinu og draga upp þá mynd að lögmenn væru pólitísk peð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Málinu var vísað frá í september og Trump skipað að greiða tugþúsundir dala í nóvember. Í dómsorðinu gagnrýnir dómarinn Trump og lögmanninn harðlega fyrir að misnota dómskerfið til að koma höggi á andstæðinga sína og byggja mál sitt á röngum upplýsingum og vitleysu. Dómarinn segir að málið hefði aldrei átt að rata fyrir dómstóla. Málatilbúnaður Trump gekk út á að Clinton og Demókrataflokkurinn hefðu unnið að því með Alríkislögreglunni og fleirum að falsa tengsl milli Trump og Rússlands til að draga úr möguleikum hans í forsetakosningunum árið 2016. Dómarinn gagnrýndi Trump meðal annars fyrir að hafa uppi ásakanir sem hann mátti vita að voru rugl og nefndi sem dæmi þá kenningu að James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, hefði plottað með Clinton að sækja Trump til saka. Trump var hins vegar aldrei sóttur til saka á þessum tíma og þá væri afar ólíklegt að kært væri á milli Clinton og Comey, þar sem síðarnefndi olli kosningabaráttu Clinton ómældum skaða þegar hann ákvað að hefja rannsókn á tölvupóstum frambjóðandans. Dómarinn sagði enn fremur að þetta mál væri aðeins eitt af mörgum, þar sem Trump hefði freistað þess að nota dómstóla í pólitískum tilgangi. Sagði hann þetta grafa undan réttarríkinu og draga upp þá mynd að lögmenn væru pólitísk peð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira